Greinar

ALEXANDERTÆKNI
Alexandertækni – meðvitund um betri líkamsstöðu
Alexandertækni á rætur sínar að rekja til Ástralíu þar sem leikari nokkur, Frederick Matthias Alexander (1869-1955), missti röddina í sífellu þegar hann var að vinna. Hann hafði farið víða milli lækna en enginn hafði fundið út hvað hrjáði hann. Lesa meira.

FÆÐUTENGDAR GREINAR
Þrjár leiðir til að nota illgresið í garðinum
01.06.09
Túnfíflavöxtur í garðinum hefur oft farið í taugarnar á mörgum, enda öll orkan farið í að útrýma jurtinni úr garðinum. Það er hins vegar hægt að hafa ýmis not af túnfífli, hvort sem þið trúið því eða ekki þá er hann mjög lifrarstyrkjandi og almennt heilsubætandi. Lesa meira.

Erfðabreytt matvæli – nei takk! 06.08.08
Sagan um erfðabreytt matvæli byrjar í Bandaríkjunum fyrir u.þ.b. 20 árum þegar líftæknifyrirtæki fóru að gera tilraunir með að breyta matvælum með erfðatækni. Saga erfðabreyttra matvæla er í mínum huga ein stór sorgarsaga. Mikið hefur verið ritað og rætt um erfðabreytt matvæli í nágrannalöndum okkar og mikill hluti neytenda vill forðast þessar afurðir. Á Íslandi vantar meiri fræðslu og umræðu. Lesa meira.

Aspartam er umdeildasta fæðubótarefni sögunnar
Nýjustu vísbendingar, sem tengja það við hvítblæði og eitlaæxli, hafa aukið verulega mótmæli lækna, vísindamanna og neytendasamtaka sem staðhæfa að það hefði aldrei átt að hleypa þessu sætuefni á markað og það, að leyfa því að vera áfram í fæðukeðjunni, sé að drepa okkur hægt og bítandi. Lesa meira.

Aspartam sætuefnið: löglegt en vægast sagt varasamt
Grein eftir Harald Magnússon, Osteópati B.Sc. (hons). Lesa meira. Athugið að nauðsynlegt er að hafa uppsettan búnað til að geta lesið greinina, s.s. Acrobat Reader.
Hérna getur þú fundið mjög góða grein um aspartam, (greinin er á ensku).

Súrt og basískt mataræði
Látið matinn vera lyfin og lyfin vera matinn er yfirskrift greinar sem aðilar Heilsuhvols hafa tekið saman – hér má finna góða lesningu sem tengist meðal annars haustinu okkar sem færir okkur alls kyns kvilla. Lesa meira. Athugið að nauðsynlegt er að hafa uppsettan búnað til að geta lesið greinina, s.s. Acrobat Reader.

Monosodioum glutamat 18.02.08
MSG
er að finna í öllum vörum sem merktar eru monosodioum glutamat, þriðja kryddið, bragðaukandi efni, E-621, E-631, E-627, food enhancer eða smag forsterkere en þetta eru algengustu merkingarnar. Lesa meira.

Maginn í þér er klókari en þú heldur… 18.02.08
Nýjar rannsóknir sýna að við höfum tvo heila, þennan sem við þekkjum í höfðinu og annan í maganum.  Maginn getur orðið þunglyndur eða ,,manískt-depressívur”  (geðhvarfasýki). Þessi spennandi vitneskja um taugakerfi meltingarkerfisins opnar nýja möguleika fyrir notkun hefðbundinnar svæðameðferðar til að meðhöndla á taugakerfið vegna meltingarvandamála. Lesa meira.

Selen (selenium) 08.05.08
Frumefnið selen (Se) er eitt hinna lífsnauðsynlegu snefilsteinefna sem mannslíkaminn þarf á að halda. Selen finnst í litlu magni í öllum vefjum líkamans utan fituvefs. Líkaminn geymir u.þ.b. 20 mg selens. Um helmingur selenlíkamsforða karlmanna er í eistunum og þeim hlutum sáðrása sem næstir eru blöðruhálskirtlinum en mest er af því í hjarta, milta, nýrum og lifur. Lesa meira.

Fimmta hver kona er með gallsteina og tíundi hver karl
Kaffi og gallsteinar
Gallsteinamyndun ertir gallblöðruna og hefur áhrif á meltinguna. Það getur valdið slæmum verkjaköstum þegar stærri steinar fara um gallrásina og í versta falli valdið bólgu í gallblöðrunni.  Danir drekka að meðaltali átta bolla af kaffi á dag sem er ekki góð blanda þegar maður myndar gallsteina því það eykur samdrætti gallblöðrunnar.  Kaffi, fita, fæðuóþol og almenn erting ónæmiskerfisins getur allt komið af stað kasti. Lesa meira

HÓMÓPATÍA
Nóbelsverðlaunahafinn Luc Montagnier styður hómópatísk vísindi
13.02.11
Dr. Luc Montagnier, franski veirufræðingurinn sem fékk Nóbelsverðlaunin árið 2008 fyrir að uppgötva AIDS vírusinn, hefur komið vísindaheiminum á óvart með stuðningi sínum við hómópatíu. Lesa meira.

Svínaflensufaraldur (inflúensa A (H1N1) – Hómópatía getur hjálpað í flensufaröldrum 09.05.09
Vegna frétta sem nú tröllríða heiminum um svínaflensufaraldur (inflúensa A (H1N1) höfum við tekið saman  upplýsingar, heillræði, og tillögur um hómópatískar remedíur sem reynst hafa vel í flensufaröldrum og flýta fyrir bata. Til að fá nánari upplýsingar er ráðlegt að hafa samband við hómópata. Lesa meira.

Í öllu þessu flóði af neikvæðum fréttum langar mig til að segja þér góða sögu! 11.11.08
Einn morgun um daginn mættum við vinafólki okkar úti á leikskóla… „Nei er sonur ykkar líka að fá svona augnsýkingu“ sögðu þau og svo fórum við að spjalla um þetta… nema hvað að við hittumst aftur seinnipartinn og þá voru báðir drengirnir orðnir verulega rauðir í augunum og aðeins farið að leka úr þeim. Við töluðum þá um að það væri sennilega best að leita sér hjálpar og reyna að stoppa þetta strax. Lesa meira.

Samuel Hahnemann mjúkur umbótasinni
28.02.08
Friedrich Christian Samuel Hahnemann fæddist í Meissen við ána Elbu, þann 10. apríl 1755, ári fyrir sjö ára stríðið, og ólst upp í hinu stríðshrjáða Saxlandi. Faðir hans starfaði sem postulínsmálari. Hann vann fyrir fjölskyldunni í postulínsiðnaði héraðsins, þar sem hann hafði  hvorki góð laun né var metinn að verðleikum. Lesa meira.

Hómópatísk og vistfræðileg sýn á smitsjúkdóma
Louis Pasteur viðurkenndi seint á ferlinum að líklega væru sýklar eftir alltsaman ekki orsök allra sjúkdóma heldur einkenni. Honum varð ljóst að sýklar ollu veikindum einkum þegar ónæmis- og varnarkerfi mannsins var of veikburða til að berjast gegn þeim. Lesa meira.

Breytingaskeiðið
Það má líta á breytingar frá tveimur sjónarhólum; annars vegar sem ógnun og hins vegar sem ögrun. Ef við verjumst breytingunum og afneitum þeim, er líklegt að við sóum mikilvægri orku og stöndum uppi andlega, líkamlega og tilfinningalega tæmd. Í kjölfar þess fylgja oft vandamál eins og kvíði, þunglyndi, lágt sjálfsmat, óöryggi, einbeitingarleysi, þverrandi kynhvöt og yfirþyrmandi tilfinning fyrir því að vera að brotna niður. Lesa meira.

Hómópatía – fortíð eða framtíðin?
Á dögunum mátti lesa fréttir af því að aðstandendur brezka læknatímaritsins Lancet teldu remedíur einskis nýtar og hómópatíuna þar með dottna upp fyrir. Þetta er auðvitað vindhögg eins og eftirfarandi grein Söru Eames ber með sér, en greinin birtist í Health and Homeopathy. Við hómópatar getum því heilshugar tekið okkur í munn orð Mark Twain þegar hann tilkynnti að frétt um andlát hans væri stórlega ýkt! Lesa meira.

Hómópatía
Hómópatía, stundum kölluð smáskammtalækningar, á það sameiginlegt með flestum óhefðbundnum meðferðarformum að líta svo á, að upphaf veikinda megi rekja til ójafnvægis í lífsorkunni. Lesa meira.

Hómópatía á meðgöngu og í fæðingu:
Ég á að baki tvær meðgöngur og fæðingar. Meðgöngurnar voru hvor annarri líkar fyrir utan það að í seinni meðgöngunni notaði ég hómópatíu. Lesa meira.

Hómópatíu veitt uppreisn æru
Í svipaðri sögu og „Músin sem öskraði“  hafa svissnesk yfirvöld staðfest að smáskammtar  hómópata séu bæði skilvirkir og hagkvæmir. Þrátt fyrir glæsilega tækni hefðbundinna læknavísinda nútímans hafa svissnesk yfirvöld komist að þeirri niðurstöðu að hómópatía sé kostnaðarlega umtalsvert  hagkvæmari. Lesa meira.

Stórmerkileg skýrsla um hómópatíu frá svissneskum yfirvöldum.             
Svissnesk yfirvöld eiga sér langa og merka sögu um hlutleysi og því er hægt að taka meira mark á  skýrslum frá þeim um umdeild mál en frá löndum sem eru jafnvel undir miklum pólitískum og efnahagslegum áhrifum frá hinum ýmsu aðilum. Þegar haft er í huga að höfuðstöðvar tveggja af fimm stærstu lyfjafyrirtækjum veraldar eru í Sviss mætti ætla að miklir hagsmunir væru í húfi og  þarlend stjórnvöld væru hlutdræg  gagnvart hefðbundnum  lækningum en því er ekki að heilsa.   Lesa meira.


HÖFUÐBEINA- OG SPJALDHRYGGJARMEÐFERÐ
Höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferð:
Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð hefur notið mikilla vinsælda hér á landi síðustu árin. Lesa meira.

Heilataugar á tánum – hluti af Höfuðbeina- og spjaldhryggjar – svæðameðferð
Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og svæðameðferðir passa mjög vel saman. Það hefur Dr. Martine Faure- Alderson sýnt og sannað sl. 35 ár, jafnframt því sem hún hefur þróað nýjar aðferðir og svæði sem gera það mögulegt að nota höfuðbeina- og spjaldhryggjaraðferðarfræði í svæðameðferð. Þessar viðbætur við svæðameðferð fela m.a. í sér meðhöndlun ýmissa heilasvæða, t.d. randkerfis, stúku, undirstúku, heilastofns og fleiri svæða. Lesa meira.

Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð – Saga og þróun 15.02.08
Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð hefur verið að þróast alla síðustu öld út frá vinnu og uppgötvunum þriggja lækna; A.T. Still, William Sutherland og Dr John E. Upledger. Lesa meira.

,,Ómöguleg tilfelli“ 15.02.08
-úr bókinni CranioSacral Therapy – Touchstone for Natural Healing eftir John E Upledger, DO, OMM, bls. 36.
Það er greinilegt að Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð getur haft algjörlega óvænt áhrif.
Ég var ekki alltaf fær um að spá fyrir um áhrif meðferðarinnar fyrirfram en ég var nokkuð viss um að hún væri algjörlega áhættulaus. Ég tel að það sé alltaf þess virði að prófa Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og sjá hvað gerist; sérstaklega í „vonlausum tilfellum“. Lesa meira.

ILMKJARNAOLÍUR
Ilmkjarnaolíur:
Sigrún Sól Sólmundsdóttir fer yfir hvað ilmkjarnaolíur gera, hverjar þær eru og hvernig þær eru notaðar. Lesa meira. Athugið að nauðsynlegt er að hafa uppsettan búnað til að geta lesið greinina, s.s. Acrobat Reader.

Ilmkjarnaolíur:
Saga ilmkjarnaolía og áhrif þeirra á líkamann nær langt aftur í aldir. Álitið er að þekking Kínverja á ilmolíum nái allt aftur til fimm þúsund ár fyrir Krist. Lesa meira.

NÁLASTUNGUR
Nálastungur á meðgöngu og í fæðingu

Aðalheiður Jónsdóttir ræðir við Dagmar Jóhönnu Eiríksdóttur, sérfræðing í nálastungum. Lesa meira. Athugið að nauðsynlegt er að hafa uppsettan búnað til að geta lesið greinina, s.s. Acrobat Reader.

Nálastungur:
Nálastungur eru ævafornt kerfi sem þróast hefur í þúsundir ára í Kína. Hin sígilda kínverska nálastungumeðferð er flókin heilunaraðferð. Lesa meira.

Breytingaskeiðið:
Það má líta á breytingar frá tveimur sjónarhólum; annars vegar sem ógnun og hins vegar sem ögrun. Ef við verjumst breytingunum og afneitum þeim, er líklegt að við sóum mikilvægri orku og stöndum uppi andlega, líkamlega og tilfinningalega tæmd. Í kjölfar þess fylgja oft vandamál eins og kvíði, þunglyndi, lágt sjálfsmat, óöryggi, einbeitingarleysi, þverrandi kynhvöt og yfirþyrmandi tilfinning fyrir því að vera að brotna niður. Lesa meira.

Acupuncture:
Acupuncture and Traditional Chinese medicine offer an effective, time-tested approach to enhancing fertility and treating infertility. In fact, acupuncture has been used successfully for infertility treatment for thousands of years. Lesa meira.

OSTEÓPATÍA
Osteópatía:
Osteópatía er líkamsmeðhöndlunarkerfi sem upprunnið er í Bandaríkjunum árið 1874 og er 4-5 ára háskólanám sem gefur B.Sc. (honors) gráðu. Lesa meira.

SVÆÐA- OG VIÐBRAGÐSFRÆÐI
Þegar „lundirnar“ í hnakkanum valda erfiðleikum 05.08.08
Því eru svo margir með vandamál tengd hnakkanum sem erfitt getur verið að ráða bót á? Ein skýringanna er að hnakkinn fínstillir höfuðið í rétta stöðu þannig að augun séu lárétt.Allar skekkjur og önnur vandamál í líkamanum hafa þess vegna áhrif á hnakkann. Sérstaklega eru höfuðvendirnir (musculus sternocleidomastoideus) oft í yfirvinnu. Lesa meira.

Axlameiðsli 26.02.08
Öxlin er hreyfanlegasti hluti líkamans en samt er það ekki alltaf svo. Vandamál í öxl þróast oft smám saman og það er mikilvægt að þekkja byrjunareinkennin. Algengustu meiðslin eru slitnir vöðvaþræðir, bólgur í sinaslíðrum og liðpokum. Allt of margir fá einungis meðhöndlun við einkennunum, t.d. með því að hindra hreyfingu axlarinnar. Í þessari grein beinum við athyglinni að vandamálum sem tengjast íþróttaiðkun. Lesa meira.

Bítið á jaxlinn og fáið höfuðverk! 20.02.08
„Bíttu á jaxlinn maður,“ er algengt orðatiltæki, einnig „hún beit á jaxlinn og hélt þetta út“. Í mörgum tilfellum væri hægt að segja í staðinn: „Bíttu á jaxlinn og fáðu höfuðverk!“ Margir spenna kjálkavöðvana ómeðvitað og oft á tíðum stafar höfuðverkur af einföldum orsökum, svo sem kjálkaspennu. Lesa meira.

Vanmetin orsök margra stoðkerfisvandamála:
Mörg stoðkerfisvandamál geta átt upptök sín í psoasvöðvanum; lendarverkir, slit í lendarliðum, liðskrið í lendarliðum, mjaðmavandamál, tíðaverkir, óútskýranlegir kviðverkir, ófrjósemi, nýrnavandamál, o.fl. Það er mjög mikilvægt að meðhöndla psoasvöðvann þegar við eitthvert þessara vandamála er að glíma. Þá er hverjum svæðanuddara nauðsynlegt að kunna að prófa og meðhöndla psoasvöðvann. Lesa meira.

Taugasvæðameðferð – að stytta sér leið
Belgíski sjúkraþjálfarinn og svæðanuddarinn Nico Pauly hefur kynnt nýja tækni til að nota í svæðameðferð sem, með meðhöndlun á taugakerfinu á fætinum, sendir bein og greinanleg merki til allra líkamshluta. Þetta er spennandi viðbót við hina hefðbundnu svæðameðferð því með henni er hægt að stytta sér leið í meðhöndluninni.  Margt bendir til þess að taugasvæðameðferð eigi eftir að ná útbreiðslu á meðal svæðameðferðaraðila. Lesa meira.

Heilataugar á tánum – hluti af Höfuðbeina- og spjaldhryggjar – svæðameðferð
Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og svæðameðferðir passa mjög vel saman. Það hefur Dr. Martine Faure- Alderson sýnt og sannað sl. 35 ár, jafnframt því sem hún hefur þróað nýjar aðferðir og svæði sem gera það mögulegt að nota höfuðbeina- og spjaldhryggjaraðferðarfræði í svæðameðferð. Þessar viðbætur við svæðameðferð fela m.a. í sér meðhöndlun ýmissa heilasvæða, t.d. randkerfis, stúku, undirstúku, heilastofns og fleiri svæða. Lesa meira.

Hvad er Ayurveda?
Ayurveda er indversk alþýðulækningaraðferð sem hefur verið stunduð í u.þ.b. 4.000 ár. Ayur þýðir líf og veda þýðir viska eða þekking, þannig að ayurveda þýðir þekking á lífinu eða lífsþekking. Hún er nátengd indverskri heimspeki og lífsskoðunum og myndar víðtækt kerfi sem af virðingu nýtir heilunarmátt náttúrunnar. Ayurveda leggur áherslu á þýðingu þess að halda ónæmiskerfinu og sjálfsheilandi kröftum í góðu standi með réttum lifnaðarháttum. Bæði í fyrirbyggjandi tilgangi og í meðhöndlun koma mismunandi nuddaðferðir og líkamsmeðhöndlanir við sögu, sem og notkun ilmkjarnaolía og jurtalyfja. Lesa meira.

Höfuðbeina- og spjaldhryggjar takturinn í fótunum og höfuðverkur.
Höfuðbeina og spjaldhryggjartakturinn (mænutakturinn) finnst í hverri einustu frumu líkamans. Fyrir svæðanuddara opnast alveg nýr möguleiki með því að   kunna að nýta sér þessa þekkingu í meðhöndluninni. Það gerir aðferðina ekki síður áhugaverða að hún virkar einnig vel á höfuðverk. Lesa meira.

Orkubrautir
Lífsorkan KI flæðir eftir ákveðnum farvegi í líkama mannsins, eða svo kölluðum
orkubrautum, sem mynda einskonar eilífa hringrás. Orkubrautir eða orkurásir líkamans eru 22 en auk þeirra er fjöldi tengibrauta. Orkubrautirnar eru flokkaðar í 12 aðalrásir og 10 aukarásir. Rásirnar mynda net brauta um líkamann og tengja saman yfirborð og innri hluta líkamans. Lesa meira.

BLAÐAGREINAR
Grasalækningar 03.02.09
„Úr bankanum og aftur í grösin“ viðtal við Önnu Rósu Róbertsdóttir, grasalækni, sem birtist í Morgunblaðinu 8. janúar 2009. Lesa meira.
Athugið að nauðsynlegt er að hafa uppsettan búnað til að geta lesið greinina, s.s. Acrobat Reader.

Sjúkranudd er fyrirbyggjandi meðferð
Grein sem var birt í Fréttablaðinu, 22. maí. 2007, um sjúkranudd sem fyrirbyggjandi meðferð. Lesa meira.

Fyrsti græðarinn fær skráningu
Fyrsti græðarinn hefur fengið skráningu samkvæmt skráningarkerfi Bandalags íslenskra græðara sem viðurkennt er af heilbrigðisyfirvöldum. Handhafi fyrsta skráningaskírteinisins er Anna Birna Ragnarsdóttir hómópati og formaður Bandalags íslenskra græðara og Organon fagfélags hómópata. Lesa meira.

Saga og þróun
Grein sem var birt, 12. okt. 2006, um A.T. Still upphafsmann höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðar og John Upledger sem hefur þróað meðferðina á síðustu árum. Lesa meira.

Efni, orka og andi
Grein sem var birt, 12. okt. 2006, um Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð. Lesa meira.

Líkami í jafnvægi læknar sig sjálfur:
Viðtal sem Sigurður Bogi Sævarsson tók við Önnu Birnu Ragnarsdóttur, formann Organon fagfélag hómópata og var birt í 13.tbl tímaritsins Vikunnar árið 2006. Lesa meira.

Að bæta líðan og efla heilsu
Grein sem birtist í morgunblaðinu, 7. maí 2005 í tilefni á opnu húsi Heilsuhvols. Lesa meira.

Lítum á fólk sem manneskjur fremur
Grein sem birtist í dagskánni, 3. maí 2005 í tilefni á opnu húsi Heilsuhvols. Lesa meira.

Unnið með himnur líkamans
Grein sem var birt, 23. ágú. 2004. Erla Ólafsdóttir er sjúkraþjálfari sem ásamt Birgi Hilmarssyni er í forsvari fyrir Upledgerstofnunina á Íslandi en samtökin standa fyrir kynningarnámskeiðum í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð um allt land. Lesa meira.

ÝMISLEGT
Vetrarþurrkur 29.11.08
Þornar húðin á veturna? Það eru ekki bara hendurnar sem verða þurrar og sprungnar í kuldanum á veturna. Maður getur verið þurr og klæjað í andlitið, handleggina, fæturna og allan líkamann. Lesa meira.

Af hverju græðari? – Af hverju skráður græðari?
Græðarar hafa frá því að þeir byrjuðu að starfa hér á landi aldrei haft trygga lagalega stöðu. Lög sem notast hefur verið við fram að þessu eru í læknalögum, svokölluð skottulæknagrein þar sem fjallað er um að skottulækningar, hverskonar, séu bannaðar og þeir einir megi kalla sig lækni sem til þess hafi skilgreinda menntun, en ekki er skilgreint hvað skottulækningar eru. Lesa meira.

Alþýðulækningar í sögulegu ljósi.
Sjúkdómar, slys og ýmsir minni og meiri háttar kvillar hafa þjáð mannkynið frá örófi alda. Væntanlega er það hluti af því sem greinir tegundina homo frá öðrum dýrum að hún hefur leitast við að sigrast með einhverjum ráðum á þeim sjúkdómum sem hrella hana. Ekki er talið útilokað að frummenn hafi búið um beinbrot og næsta víst að á forsögulegum tíma hefur verið brugðist við sjúkdómum með einhverjum aðgerðum. Lesa meira.

Ayurveda:
Hallfríður M. Pálsdóttir tók saman grein um Ayurveda en það er heildrænt meðhöndlunarform sem fer fram á margvíslegan hátt, s.s. með nuddi, olíum, mataræði, jurtum, hugleiðslu, yoga, líkamsrækt og fleiru. Lesa meira. Athugið að nauðsynlegt er að hafa uppsettan búnað til að geta lesið greinina, s.s. Acrobat Reader.

Eyrnakerti
:
Indjánar notuðu svokölluð eyrnakerti í slökunarathöfn sinni.  Kertin róa hugann og sefa höfuð og eyru.  Lesið merkilega grein um hreinsandi áhrif á höfuð í gegnum eyrað. Lesa meira.

Bólga – vinur eða óvinur líkamans
eftir Dorthe Krogsgaard og Peter Lund Frandsen. Hallfríður M Pálsdóttir þýddi og endursagði.
Hvað hefur flís í fingri eða sár á fæti að gera með hættuna á að þróa með sé Alzheimer, fá hjartaáfall, eða ristilkrabbamein? Meira en margir gera sér grein fyrir! Um leið og við öðlumst meiri og meiri vitneskju um þetta og tengingar við aðra alvarlega sjúkdóma, koma vísbendingar um samspil við varnarkerfið okkar; bólgu – sömu líffræðilegu þróun og gerir vefinn í kring um flísina rauðan og fær skaðaðan fót til að bólgna. Sannanirnar um samhengið hrannast upp og er byrjað á róttækan hátt að breyta sýn okkar á hvers vegna við fáum króníska sjúkdóma. Lesa meira