Vetrarþurrkur

Vetrarþurrkur

Þornar húðin á veturna? Það eru ekki bara hendurnar sem verða þurrar og sprungnar í kuldanum á veturna. Maður getur verið þurr og klæjað í andlitið, handleggina, fæturna og allan líkamann. Það má skella skuldinni á kuldann og þurrt útiloftið, ásamt þurru heitu lofti í húsum og bílum, allt þetta dregur rakann úr húðinni.
Þrátt fyrir þetta er sem betur fer hægt að halda húðinni mjúkri, teygjanlegri og rakri allan veturinn.

  • Kryddaður matur eins og engifer og chilipipar þurrkar húðina. Það gera líka kaffidrykkir og áfengi. Neytið þessa í hófi.
  • Sérstaklega á veturna þarf að drekka minnst átta glös af hreinu góðu vatni á dag til að halda húðraka.
  • Fáið raka í húðina innan frá með fjölómettuðum fitusýrum sérstaklega omega 3. þær hjálpa til að halda húðinni rakri innan frá, þannig að hún verður mjúk og rök. Auðvelt er að fá omega 3 úr fiski, hörfræolíu, graskersfræjum, ólífuolíu og möndlum.
  • Forðist snyrtivörur sem innihalda paraben, tilbúin rotvarnarefni sem eru venjulega notuð í blöndu með methyl-, prophyl- og buthylparabenum. Það er þekkt staðreynd að efni þessi geta valdið ertingu í viðkvæmri húð.
  • Notið andoxandi efni á húðina, sérstaklega andlit, hendur, fætur og fótleggi og olnboga.
  • Berið rakakrem á og yngið upp húðina. Góðir rakagjafar eru til dæmis, avocado olía og kvöldrósarolía. Gott er að bera á sig á morgnana og eins á kvöldin fyrir svefn.
  • Passið að taka nóg af andoxandi efnum. Eins og C, E, A vítamínum  og seleni. Rannsóknir hafa sýnt að andoxandi efni vernda húðina og geta dregið úr þurrki og húðskemmdum.
  • Munið eftir (eiturefna- og ilmefnalausri) sólarvörn í vetrarsólinni.

clip_image002
Susan M. Lark, M.D.

clip_image004

P.S. Annað atriði – munið eftir að vera með hanska eða vettlinga, húðin á höndunum er viðkvæm. Vettlingar eru besta vörnin gegn vetrarkulda.