Martine Faure-Alderson

page33_1 page33_2
Martine Faure-Alderson

Höfuðbeina- og spjaldhryggjar takturinn í fótunum og höfuðverkur.

Höfuðbeina og spjaldhryggjartakturinn (mænutakturinn) finnst í hverri einustu frumu líkamans. Fyrir svæðanuddara opnast alveg nýr möguleiki með því að   kunna að nýta sér þessa þekkingu í meðhöndluninni. Það gerir aðferðina ekki síður áhugaverða að hún virkar einnig vel á höfuðverk

Hinn fransk/enski kennari Martine Faure-Alderson kemur til Íslands í september  2008 og heldur námskeið í “ Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð” á fótum með svæðanuddi.  Hún verður bæði með byrjenda og tvö framhaldsnámskeið. Tveggja daga grunnnámskeið verður 19 og 20 september og fyrra framhaldsnámskeiðið strax 21 og 22 október og seinna framhaldsnámskeiðið verður svo 23 og 24 október.

Himnur líkamans „tala saman“
Takturinn í mænuvökvanum hefur ekki einungis áhrif á höfuðið og mænuna, heldur kvíslast hann líka út í slíðrin utan um úttaugarnar og í bandvefsþræðina, í himnurnar sem umlykja alla vefi líkamans. Á þennan hátt hefur  mænutakturinn þýðingu fyrir allan líkamann og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í jafnvægishneigð (homeostasis) eða viðhaldi á innri stöðugleika hans.
Mjög heillandi samhengi er á milli Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðar (í svæðanuddi) og nýjustu rannsókna í lífeðlisfræði, sem einmitt telja bandvefinn og  himnukerfi líkamans meðal mikilvægustu vefja líkamans hvað varðar sjálfkrafa tilhneigingu líkamans til að viðhalda innri stöðugleika okkar og hæfileika til sjálfslækningar.

Svæðanudd og himnukerfið.
Í höfuðbeina og spjaldhryggjarsvæðanuddinu lærum við að meðhöndla sérstök svæði sem hafa áhrif á allt himnukerfi líkamans.
Við sýnum hér þrjú dæmi, sem á einfaldan hátt er hægt að meðhöndla með því að þrýsta á punktana tvo og tvo samtímis. Hér tengjast byrjunar og endapunktar á stóru himnunum, og með því að halda með léttum þrýstingi og fyllstu einbeitingu er mögulegt að finna og hafa áhrif á mænutaktinn.
(Sjá mynd 1.)

page33_3

Mynd 1
1) Hnakkagrófin *) <-> Rófubeinið (innanvert eða aftanvert í miðlínu líkamans)
2) Hvirfillinn (vertex) <-> Klyftasambryskjan (utanvert eða framanvert í  miðlínu líkamans)
3) Gagnaugabeinið (os temporale) <-> Setbeinið (tuber ischiadicum) (Hliðlægt (lateralt) í líkamanum)
*) Hnakkagrófin er samtenging fleygbeins og hnakkabeins í höfuðkúpunni, og annað heiti fyrir þessi liðamót er synchondrosis spheno-occipitalis eða brjóskliðamót fleygbeins og hnakkabeins.

Vinnið meira með tærnar – líka gegn höfuðverk.
Hversvegna er svona áhugavert að meðhöndla tærnar með svæðanuddi? Af því að þar finnum við mismunandi  svæði höfuðsins. Með góðri kunnáttu um sérstök höfuðsvæði er hægt að hafa áhrif á og jafna mænutaktinn og með því bæta ástandið bæði í höfðinu og öllum líkamanum.

Ein af forsendunum fyrir því að mænutakturinn geti verið  “frír “ og óhindraður er að höfuðbeinin geti hreyfst í takti við hvert annað.
Höfuðbeinin eru tengd með þunnum bandvefshimnum, eða saumum sem gera beinunum kleift að hreyfast. Þá er verið að tala um mjög fínar hreyfingar, en sem ein heild er höfuðkúpan fær um að þenjast út og dragast saman í takti við púls mænuvökvans.
Sem eðlilegan hluta Höfuðbeina og spjaldhryggjarsvæðameðferðarinnar hefur Martine Faure-Alderson kortlagt nákvæm svæði fyrir beinsaumana á höfðinu. Meðhöndlun þessara svæða hefur almennt gagnleg áhrif á mænutaktinn.
Við höfuðverk er sérlega mikilvægt að meðhöndla höfuðbeinsaumana útfrá þeirri kenningu að margs konar höfuðverki megi rekja til skekkju á milli höfuðbeinanna.
Svæðin eru samsvarandi liðamótunum á tákjúkunum. (Sjá mynd 2.)

page33_4 Mynd 2.

Önnur mikilvæg viðfangsefni í höfuðbeina og spjaldhryggjarsvæðanuddinu eru svæði fyrir hin mismunandi op á botni höfuðkúpunnar t.d;
Foramen magnum – Stóra opið í miðjum höfuðkúpubotninum þar sem hluti heilastofnsins ásamt m.a. arteria vertebralis (hryggslagæðarnar) liggja í gegnum. Foramen magnum eða mænugatið er mjög mikilvægt fyrir mænutaktinn, því að hin sterka heilahimna – dura mater (heilabast/basthimna) – sem umlykur heila og mænuvökvann festist allan hringinn í gatinu. Svæðið er medialt (miðlægt) á stórutánni rétt fyrir utan liðinn.  (mynd 2).

Foramen jugulare (hóstargat) – sem þjónar sem farvegur fyrir m.a. vagus taugina (flökkutaugina) og hóstarbláæð er mikilvægt vegna höfuðverkja. Meðhöndlun á svæðinu getur bætt flæði bláæðablóðs frá höfði og þar með minnkað þrýstinginn í höfuðkúpunni. Það er hægt að meðhöndla Foramen jugulare (hóstargat) á tveimur svæðum, (sjá mynd 2.)

Við meðhöndlun höfuðverks er einnig gagnlegt að vinna eftirfarandi svæði:  Sauma í augntóftum, himnur, heilahimnur og bláæðastokkana í heilanum, heilataugarnar og fl.
Sem sérstakt sérsvið kennir Martine Faure-Alderson heilt svæðakerfi sem liggur í hinu viðkvæma hnakkasvæði. Þaðan er hægt samkvæmt meginreglu  að hafa áhrif á virkni í öllum líkamanum.

Greinin er tekin af Touchpoint.dk. og þýdd með leyfi höfundanna Dorthe Krogsgaard og Peter Lund Frandsen