framh. ilmk.olíur

Ilmkjarnaolíur

Saga ilmkjarnaolía og áhrif þeirra á líkamann nær langt aftur í aldir. Álitið er að þekking Kínverja á ilmolíum nái allt aftur til fimm þúsund ár fyrir Krist. Í Biblíunni er talað um tólf helgar olíur. Egyptar notuðu ilmkjarnaolíur til lækninga. Grikkir notuðu kraftinn úr plöntunum í ilmböð, ilmnudd og til að græða sár og litu á ilmkjarnaolíur sem “ lyfjaskáp náttúrunnar”. Þær voru notaðar til varnar gegn andlegu og líkamlegu ójafnvægi. Franski efnafræðingurinn Réne Maurice Gattefosse er talinn faðir nútíma ilmkjarnaolíumeðferðar í Evrópu. Hann sá að mismunandi olíur höfðu t.d. sótthreinsandi eða bólgueyðandi áhrif á líkmann. Í dag eru stundaðar vísindalegar rannsóknir á efnum sem ilmkjarnaolíurnar innihalda. Rannsóknir hafa m.a. sýnt fram á virkni ilmkjarnaolía til að hjálpa fólki að viðhalda andlegu og líkamlegu jafnvægi.
Vinnsla ilmkjarnaolía
Ilmkjarnaolíur eru framleiddar úr plöntum, t.d. blómum, laufum, berjum, rótum, berki, fræjum og ávöxtum, oftast með eimingu eða kaldpressun. Til þess að hægt sé að kalla ilmkjarnaolíu hágæðaolíu þarf allt ræktunar- og framleiðsluferlið að fullnægja ýtrustu kröfum um gæði. Ræktun plöntunnar þarf að vera viðurkennd lífræn, eða villt á ómenguðum stöðum og undir ströngu eftirliti; plantan þarf að vaxa í kjörlendi sínu og skiptir þá miklu máli hvernig loftslag er, hitastig, hæð sem plantan vex í, og hvernig jarðvegurinn er; hvaða plöntuafbrigði er notað. Einnig skiptir máli hvenær plantan er tínd, þar á meðal á hvaða tíma sólarhringsins; hversu fljótt eða lengi eftir tínslu framleiðslan hefst o.s.frv.
Virkni tengd plöntuhlutum er mismunandi. Olíur unnar úr blómum plöntunnar hafa yfirleitt róandi áhrif á tauga- og innkirtlakerfi líkamans, t.d. rós, jasmín, clary sage o.fl. Olíur unnar úr laufblöðum hafa gjarnan góð áhrif á öndunarfærin t.d. eugalyptus, niauoli; olíur unnar úr berki hafa góð áhrif á hjartað, æða- og sogæðakerfið t.d. appelsínubörkur; olíur unnar út rótum hafa gjarnan góð áhrif á meltingarfærin t.d. ginger.
Ilmkjarnaolíurnar verður að geyma í dökkum gler glösum, geymdar á þurrum köldum og dimmum stað til að þær viðhaldi sínum bestu eiginleikum. Þó að notkun ilmkjarnaolía sé mjög örugg, ber ávallt að kynna sér varúðarreglur um notkun þeirra. Ákveðnar olíur ber t.d. að varast fyrstu mánuði meðgöngu og geyma þarf olíurnar þar sem börn ná ekki til þeirra.
Nudd og ilmkjarnaolíur
Ilmkjarnaolíur og mismunandi nuddmeðferðir fara mjög vel saman. Með því að nudda líkamann upp úr ilmkjarnaolíum virkjum við skynfærin okkar til hins ýtrasta. Húðin dregur í sig virk efni olíanna sem berast út í sogæða- og blóðrásarkerfið og hafa þannig áhrif á líkama og sál. Hægt er að nudda allan líkamann upp úr viðeigandi olíum en einnig er hægt að nudda ákveðin svæði sem eru í ójafnvægi. Virkni nuddsins getur aukist ef Ilmkjarnaolíur eru notaðar og það getur oft flýtt fyrir bata.