Orkubrautir

Orkubrautir

Lífsorkan KI flæðir eftir ákveðnum farvegi í líkama mannsins, eða svo kölluðum orkubrautum, sem mynda einskonar eilífa hringrás. Orkubrautir eða orkurásir líkamans eru 22 en auk þeirra er fjöldi tengibrauta. Orkubrautirnar eru flokkaðar í 12 aðalrásir og 10 aukarásir. Rásirnar mynda net brauta um líkamann og tengja saman yfirborð og innri hluta líkamans.
Aðalrásirnar 12 eiga sér tvífara, þannig að rás með sama nafni liggur bæði í vinstri og hægri hluta líkamans. Taka þær nafn eftir því líffæri sem þær þjóna.
Tvær aukarásir liggja eftir líkamanum miðjum, önnur að framanverðu framrásarbraut en hin að aftan, bakrásarbraut. Þær hafa þá sérstöðu að tengjast ekki neinu sérstöku líffæri en hafa mikið með tilfinningar að gera.
Lífsorkan birtist í andstæðum eiginleikum, kvenlegri orku (tilfinningar) Yin og karlorku (rökhugsun) Yang. Líffærum líkamans er skipt niður í Yin eða Yang eftir starfsemi þeirra, og síðan er hægt að para líffærin út frá áhrifum þeirra hvortá annað. Áreiti á annað líffærið hefur áhrif því á hitt. Td. Lifur og gallblaðra, nýru og þvagblaðra.
Yin rásir hafa sterkust áhrif á þau líffæri sem þær bera nafn sitt af, og Yang rásir hafa sterkust áhrif á vöðva og liðamót en hafa einnig áhrif á þau líffæri sem þær heita eftir (hol líffæri).
Yin rásirnar eru stundum kallaðar tilfinninga orkubrautirnar og eru að vissu leyti verndaðar, því þær liggja að innanverðu.

Yin:
Lungnarás, Miltarás, Hjartarás, Nýrnarás, Gollurshúsrás, Lifrarrás
page66_1

Yang:
Ristilrás, Magarás, Smágirnisrás, Blöðrurás, Innkirtlarás, Gallblöðrurás
page66_2

page66_3

Eðlisþættir Ki eða lísfokunnar eru:
Málmur
; hefur áhrif á lungu og ristil,
Jörð; hefur áhrif á milta og maga,
Eldur; hefur áhrif á Hjarta, smáþarma, innkirtla og gollurshús,
Tré; hefur áhrif á lifur og gallblöðru og
Vatn; hefur áhrif á nýru og þvagblöðru.

Lungnarás (Yin orka) hefur áhrif á lungu, öndun og dreifingu orku um líkamann. Hún hefur áhrif á blóðrásarkefið og vökvaflæði, ásamt húð og hárum. Gott að taka ristilbrautina líka ef um of háan blóðþrýsting að ræða.
Sorgin hefur verið talin tengjast lungum, en austurlensk fræði vilja meina að maður geymi sorgina í lungunum. Því er gott að taka þessar brautir ef fólk hefur ekki náð að vinna úr einhvers konnar sorg.
Asmi (taka þá nýrnarás líka). Önnur einkenni í lungum. Síþreyta, þreyta.
Exem og önnur húðvandamál. Ástand lungnarásar má sjá á nefi og rödd.

Ristilrás (Yang orka) tengist ristli. Ristill tekur á móti “fæðu og vökva” og skilar út eftir að hafa endurunnið næringu úr þeim. Hafi fólk hægðartregðu þá er gott að taka lungnarás líka. Ef fólk þjáist hins vegar af niðurgangi er ójafnvægi á miltisrásinni.
Ristilvandamál eiga ekki endilega upptök sín í ristli.

Magarás (Yang orka) tengist maga, meltingu og matarlyst. Magarás beinir orkunni niður á við. Uppþemba, flökurleiki, brjóstsviði eða vindgangur bendir til ójafnvægis í magarás. Magaverkir, offita, hægðatregða, niðurgangur, brjóstverkir, verkir í andliti, td. Trigeminus neuralgia, augnsjúkdómar, ennis- og kjálkaholuverkir/sýking, tannverki, kvilla í líffærum kviðarhols, tíðaverkir,þroti, þreyta eða verkir í fótum,æðahnútar, kaldir fætur, fótasár eða máttleysi og liðverkir.

Miltisrás (Yin orka) tengist milta/brisi. Hún tengist meltingunni, efnaskiptum og ónæmiskerfinu, og bandvefnum. Hún sér um upptöku, umbreytingu og dreifingu á orku. Miltisrás tengist vonbrigðum, áhyggjum, óskýrri hugsun og þreytu.
Hún heldur/stjórnar blóði. Miltisrásin stjórnar vöðvum og útlimum. Hugsun og einbeiting tengist þessari rás. Kynfærakvillar, meltingarkvillar, efnaskipti, veiklun í ónæmiskerfi, húðvandamál, bjúgmyndun, líffæri grindarhols, td. líffærasig og gyllinæð (og bakrásarbraut), tilfinning í munni og vörum. Óregla í blæðingum, krampi, tíðaverkir og spenna í grindarholi. Þursabit og þreyta.
Slímmyndun, skán í munni eða á tungu. Ójafnvægi á miltisrás má sjá í munni og á vörum.

Hjartarás (Yin orka) tengist hjarta. Það stjórnar blóði og æðum. Rásin stjórnar svita. Hræðsla um að vera ekki elskaður, og verða særður. Depurð. Ástarsorg. Hræðsla og fóbía (taka þá nýrnarás með). Foreldrar, systkini og vinir. Óskilyrt ást.
Óregla í púlsi. Nætursviti, erfiðleikar með svefn. Gott að taka á breytingarskeiðinu. Ástand hjartabrautar má sjá í andliti og á tungu.

Smáþarmarás (Yang orka) tengist smáþörmum. Hún tengist skýrleika og dómgreind. Muninum á réttu og röngu. Hreinsun.

Blöðrurás (Yang orka) tengist þvagblöðru. Blöðrubrautin hefur þá sérstöðu að hafa afgerandi mestu virkni á þá líkamshluta sem hún liggur um. Öfundsýki, grunsemdir og langrækni tengjast blöðruorkunni. Blöðrubólga., svefnvandamál, bakvandamál, hægðatregða, þjótak, gyllinæð, endaþarmsig, verkir í il, krampi í fótlegg, máttleysi eða verkir í fótum, blóðrásartruflun í ganglimum sem lýsir sér sem verkur í kálfa. , svimi, höfuðverkur, nefstífla, augnvöðvalömun, óskýr sjón, þursabit, nýrnabólga.

Nýrnarás (Yin orka) tengist nýrum. Nýrnakvillar, álag á svæði þvagblöðrurásar, þvagfæra og kynfærkvillar. Þjótak (ischias) lendar og mjóbaksverkir ásamt hnjám. Nýrnabrautin hefur áhrif á beinmerg, heila og mænu. Óþægindi á svæði lifrar og gallrásar. Asmi og önnur ofvirkni tengd lungum. Ofvirkni tengd heila og hjarta. Brjósk- og liðamótakvillar neglur, hár og eyrnakvillar. Ástand nýrnarásar má sjá á eyrum og hári og einnig eru dökkir baugar undir augum. Viljastyrkur er andlegi þáttur nýrnarásarinnar. Ótti, hræðsla og kvíði (hjartarás). Djúp öndun.
Hvers konar ótti sem er, td. Að skilja ekki eftir sig börn (erfðaefni).

Gollurshúsrás/hjartaverndari (Yin orka) tengist gollurhúsi. Hún er talin stjórna orkuflæði til kynfæra og því stundum kölluð circulation, sex. Hún sér um að hjartavöðvin og hringrás blóðsins fái næga orku.
Mikilvægt að taka alltaf Hjartaverndararás á undan Hjartarás.

Þríhitarás/innkirtlabrautin (Yang orka) tengist “þremur hiturum” (The Triple Heater). Með þremur hiturum eiga Kínverjar við brjósthol, kviðarhol og grindarhol. Þríhitararásin endurspeglar flæði orku, blóðs og líkamsvökva á milli þessara “hola” frá lifur, milta og lungum.

Gallblöðrurás (Yang orka) tengist gallblöðru. Myndun gallsteina er merki um of mikla orku í gallblöðrubrautinni. Gallblöðruorkan stjórnar sinum. Hún hefur með dómgreind og framkvæmdasemi að gera. Huglægir erfiðleikar.
Vandamál í sinum og liðböndum. Mjóbaksverkir, verkir í hnjám. Stífleiki í hnakka og hálsi. Gott að taka Gallblöðrurás með Lifrarrás til að mynda jafnvægi.

page66_4

Lifrarrás (yin orka) tengist Lifur. Hún hefur áhrif á liðbönd. Ójafnvægi á henni má sjá í augum og á nöglum. Tengist reiði og þunglyndi. Hún hefur með getu okkar til að gera plön að gera. Tengist orku, eins og nýrnarásin. Hefur áhrif á ósjálfráð þvaglát, legsig og hægðatregðu, blóðþrýsting, og höfuðverk af háum blóðþrýstingi.
Tíðarverkir, vandamál með blæðingar og frjósemi. Hreinsar út lyf og eiturefni.
Mígreni, höfuðverkur bak við augu. Bakflæði og ógleði. Niðurgangur. Blóðleysi.

Govering vessel/bakrásarbraut/Du Mai: Hún geymir Yang orku. Hún hefur áhrif á hrygg, bak, háls og höfuð. Gigtarsjúkdómar, sérstaklega í hrygg, hálsi og höfði. Ójafnvægi í heila-og mænukerfi og heila- og mænuvökva. Þungt höfuð, framsigið. Orkuskortur. upp í höfuð (t.d. eftir að losað er um hnakka). Hálsrígur. Höfuðverkur, t.d. bak við augu. Skjálfti. Hárlos og blettaskalli. Sig á líffærum, gyllinæð. Ófrjósemi, þvagvandamál, depurð.

Conception vessel/framrásarbraut/Ren Mai: Hún geymir Yin orku. Hún hefur áhrif á kvið, brjóstkassa, lungu, háls og andlit. Ofvirkir einstaklingar. Hefur áhrif á legið. Eftir barnsburð. Eftir keisaraskurð. Ófrjósemi. Eftir fósturlát, utanlegsfóstur og svo frv. Svefnleysi. Svitakóf. Breytingarskeið. Asmi. Dreifir orku og likamsvökva um líkamann (eins og lungu). Dofi í andliti, roði í andliti. Rauð tunga.

Hallfríður M Pálsdóttir tók saman.