MSG

MSG er að finna í öllum vörum sem merktar eru monosodioum glutamat, þriðja kryddið, bragðaukandi efni, E-621, E-631, E-627, food enhancer eða smag forsterkere en þetta eru algengustu merkingarnar.

Eins er með þær vörur sem merktar eru glutamate, glutamic acid, gelatin, calcium caseinate, textured protein, monopotassium glutamate, sodium caseinate, yeast nutrient, yeast extract, yeast food, autolyzed yeast eða hydrolyzed proteiner – þær innihalda alltaf MSG.

MSG er að finna í tilbúnum sósum, súpum, venjulegum súputeningum, kryddblöndum, kartöfluflögum (nema með salti) , næstum öllum tilbúnum mat í verslunum, það er oft í kæfu og alls kyns áleggi. Varist sérstaklega vörur frá  Norðurlöndum, þar er notkun MSG mikil. Lesið alltaf vel utan á allar pakkningar.

MSG er helst að finna í:
• Öllu snakki nema helst því sem er með salti. Til er snakk í heilsubúðum án MSG.
• Öllum pakkasúpum.
• Öllum pakkasósum.
• Öllum ,,instant” súpum.
• Öllum dósasúpum.
• Öllum kryddblöndum nema frá Pottagöldrum og þegar stendur No MSG.
• Öllu forkrydduðu kjöti.
• Flestum sósum og súpum í krukkum.
• Krydduðu kexi (með beikon bragði, papriku bragði…)
• Flestum unnum kjötvörum, nema sérstaklega sé tekið fram án MSG.
• Oft í léttvörum eins og Létt sveppaostinum, Plús vörunum, fitulitlu Asíu snakki.
• Flest öllum unnum áleggsvörum, s.s. skinku, paté, spægipylsu, nema sérstaklega sé tekið fram án MSG.
• Í nokkrum tegundum af Neslé ís.
• Í flestum tilbúnum fiskréttum (armomat kryddið er mikið notað þar).

Passa þarf sérstaklega þegar farið er út að borða því MSG er í öllum súpum á veitingastöðum, sósum og oft er kjöt kryddað með MSG. Best er að spyrja áður en pantað er hvort MSG sé í matnum og ef svo er þá biðja um mat án MSG. Það ætti enginn að láta bjóða sér upp á mat með MSG.

Sykur
Fyrir þá sem vilja losna við sykur úr lífi sínu má benda á að ef eitthvað af eftirfarandi orðum koma fyrir í innihaldslýsingu þá er sykur í fæðunni: Sucrose – dextrine – maltose – corn sugar – corn sweetener – hony – cane syrup – beet sugar – dextrose – fuctose – invert sugar – corn syrup – natural sweetener – molasses – galactose – maple syrup.