Dáleiðsla

Dáleiðsla sem meðferðartækni er viðurkennd aðferð til að ná betri líðan og fá hjálp til að takast á við vanlíðan, kvíða, þunglyndi, streitu, svefnvandamál, fælni (phobium) og vandamálum sem snúa að mataræði. Dáleiðsla getur aukið sjálfstraust, bætt námsárangur, unnið á prófkvíða, bætt árangur t.d. í íþróttum, komið í veg fyrir að fólk nagi neglur, stami, og hjálpað við ýmis önnur mál. Dáleiðsla er einstök leið til að ná sambandi við innsta kjarnann hjá einstaklingnum og nálgast þannig áföll og erfiða hluti sem eru að valda skerðingu á lífsgæðum. Dáleiðsla ásamt samtalsmeðferð er mjög árangursrík aðferð til að leiðrétta, styrkja og auka lífsgæði. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar upplifa breytingar á viðhorfum, reynslu, hugsun, hegðun og fá aukið sjálfstraust og hafa fundið frið, ró og yfirvegun.