Bólga

Bólga – vinur eða óvinur líkamans
  eftir Dorthe Krogsgaard og Peter Lund Frandsen. Hallfríður M Pálsdóttir þýddi og endursagði.

Hvað hefur flís í fingri eða sár á fæti að gera með hættuna á að þróa með sé Alzheimer, fá hjartaáfall, eða ristilkrabbamein? Meira en margir gera sér grein fyrir! Um leið og við öðlumst meiri og meiri vitneskju um þetta og tengingar við aðra alvarlega sjúkdóma, koma vísbendingar um samspil við varnarkerfið okkar; bólgu – sömu líffræðilegu þróun og gerir vefinn í kring um flísina rauðan og fær skaðaðan fót til að bólgna. Sannanirnar um samhengið hrannast upp og er byrjað á róttækan hátt að breyta sýn okkar á hvers vegna við fáum króníska sjúkdóma.
Bólga sem vinur
Þegar skaði verður í vef, hvort sem hann er mikill eða lítill, hefst alltaf bólguferli. Það er nauðsynlegur hluti sjálfsviðgerðarferlis líkamans. Sködduðu frumurnar gefa frá sér efni sem virkja atburðarás sem aftur birtist sem merki um bólgu: Hiti, roði, sársauki, aukin fyrirferð og e.t.v. minni virkni. Staðbundnar ónæmisfrumur eru virkjaðar og kalla til fleiri, háræðarnar auka gegndræpi, og vökvi lekur út í vefinn. Skaddaður vefur er leystur upp og fjarlægður og enduruppbyggingin hefst.

Efnin sem eru ábyrg fyrir niðurbroti hinna eyðilögðu frumna eru svokölluð sindurefni (fríir radíkalar) sem eru jákvætt hlaðnar jónir. Þær eru mjög hvarfgjarnar og hafa því mikla hæfileika til að brjóta upp efnasambönd. Þegar ferlinu er lokið stöðvast framleiðsla sindurefnanna og líkaminn gerir hugsanlegan afgang hlutlausan með náttúrulegum andoxunarefnum sínum.

The cycle of inflammation. B cells communicate via cytokines with other inflammatory cells, such as T cells and macrophages, to maintain and amplify the cycle of inflammation

The cycle of inflammation. B cells communicate via cytokines with other inflammatory cells, such as T cells and macrophages, to maintain and amplify the cycle of inflammation

Mynd 1: Ólitsækið kyrnikorn (neutrofil granulocyt) sendir út boðefni sem kallar á liðsauka (agnarát).
Bólga sem óvinur
Af og til fer bólguferlið af sporinu og heldur áfram miklu lengur en þörf er á og dreifir sér út fyrir hið upphaflega skaddaða svæði. Það eru fleiri kenningar um þessa þróun, ef til vill fer eitthvað úrskeiðis í samskipum á milli ónæmisfrumanna, þannig að merkið um að stöðva bólguferlið kemst ekki til skila, ef til vill er framleitt of mikið af sindurefnum eða það er ekki nóg af andoxunarefnum til að gera þau hlutlaus. Það kemur fyrir að sindurefnin binda sig við prótein í stoðvefnum og mynda vörn í kring um bólguna. Þegar bólgan lokast inni á þann hátt er stórhætta á að hún verði krónísk því að ónæmisfrumur og boðefni eiga erfitt með að þrengja sér í gegn. Ýmis eiturefni geta lekið út frá svæðinu og orsakað ertingu sem veldur svo enn frekari bólgu. Þannig verður til vítahringur sem getur þróast í mismunandi ástand, svo sem sykursýki, berkjubólgu (bronkitis), astma, krónískar þarmabólgur, æðakölkun, Alzheimer’s, liðagigt, MS og krabbamein, allt eftir veikleika viðkomandi líkama.
Bólgueyðandi lyf
Bólga er orðin eitt heitasta umræðuefnið í læknisfræðirannsóknum og er umræðan drifin áfram af þeirri aðlaðandi hugmynd að ef til vill getum við þróað ný lyf gegn bólgu almennt. Það er jú miklu einfaldara en að þróa sérstakt lyf gegn ýmsum krónískum sjúkdómum sem hingað til hefur ekki verið sérstaklega árangursríkt.
Þar sem við erum heildrænir meðferðaraðilar ætti fókusinn hjá okkur að vera í grundvallaratriðum öðruvísi. Þetta snýst ekki um að berjast gegn bólgu, heldur að reyna að skilja hvers vegna bólguferlið hefur farið út af sporinu og hjálpa ónæmiskerfinu til að ná jafnvægi.
Búum við í of sótthreinsuðu umhverfi?
Hvers vegna verður bólga, sem er einn okkar bestu bandamanna, stundum til þess að verða okkar versti óvinur? Er hægt að ímynda sér að líkami okkar sé í þróunarlegu tilliti orðinn fórnarlamb eigin velgengni? Maðurinn þróaðist m.a. vegna hæfileika sinna til að verjast innrásum sýkla. Búum við í svo sótthreinsuðu umhverfi miðað við fyrri tíma að ónæmiskerfið hefur lítið sem ekkert að gera að því ráðist það af og til gegn okkur sjálfum?
page92_clip_image003Hvað kemur bólguferlinu úr jafnvægi?

Fæða. Það lítur út fyrir að mörg algengra innihaldsefna í vestrænni fæðu – mikil neysla á sykri og mettaðri fitu og takmörkuð hreyfing – virki framandi á bólguferlið.
Matur er ef til vill mikilvægastur þegar kemur að jafnvægi bólguferlis. Það er vel þekkt að minna af kolvetnum og mjólkurvörum og meira af fiski er góð hugmynd en við viljum nefna hér þrjá þætti sem ef til vill eru minna þekktir.
Fjölbreytni er lykilorðið. Stærsti partur fæðu okkar samanstendur af tiltölulega fáum fæðutegundum og það hefur sýnt sig að ónæmiskerfið getur orðið viðkvæmt fyrir því að við borðum stöðugt einsleita fæðu eða sömu fæðuna. Það áhugaverða er að það sama gildir þó að fæðan sé mjög holl. Sérstaklega morgunmaturinn, og í nokkrum mæli hádegisverðurinn, er sá sami hjá mörgum á hverjum degi. Það er t.d. gott að hafa a.m.k. þrjá mismunandi möguleika sjö daga vikunnar
Glúten er annar þáttur sem virkar bólguhvetjandi hjá mörgum. Ein nálgunin gæti verið sú að taka frí frá glúteni í mánuð,  og síðan að borða minna brauð og aðeins annan hvern dag þannig að líkaminn fái glútenlausa daga. Þessa reglu um daga sem eru alveg lausir við algengustu fæðuinnihaldsefnin kann líkaminn yfirleitt að meta.
Fita er sérdeilis mikilvægur þáttur í að koma jafnvægi á bólguviðbrögð. Borðið mikið af fiski, hnetum, avókadó, o. s. frv. og takið gjarnan eina til tvær matskeiðar af t.d. hörfræolíu á dag.

Hugurinn:Það er ekki óþekkt að andlegi þátturinn hefur áhrif á sjálfsheilunarmátt okkar. Í Danmörku er sérstaklega taugasérfræðingurinn Bobby Zachariae þekktur fyrir rannsóknir á  þessu sviði. Það er margt sem bendir til að hugrænir þættir, svo sem reiði, einmanaleiki (sem ef til vill nær aftur til barnæsku), áföll, sorg og önnur slík sterk tilfinningaleg áhrif geti verið meðvirkandi þáttur í bólguástandi.  Rannsóknarsvið taugasálfræðilegar ónæmisfræði er stöðugt í þróun og spennandi að fylgjast með því.

Jarðtenging:Alveg ný rannsókn sýnir að jarðtenging er áhrifarík leið til að leiðrétta bólguferli líkamans. Þegar líkaminn er í jarðsambandi, eða beinu sambandi við jörðina, tekur hann upp fríar rafeindir sem virka andoxandi og gera sindurefni (fría radíkala) hlutlaus. Ónæmiskerfi spendýra þróaðist á þeim tíma sem dýr, og seinna fólk, gekk berfætt og svaf í beinni snertingu við jörðina. Þannig að ef til vill erum við sköpuð til að soga upp frjálsar rafeindir frá yfirborði jarðar til þess að hafa skikk á bólguferlinu.
Flest fólk er hins vegar vel einangrað frá yfirborði jarðar í dag með gúmísólum, timburgólfum, teppum, flísum, o.s.frv.
Hálftími á dag: Jarðtenging í a.m.k. í hálftíma á dag hefur mjög gagnleg áhrif á bólgu. Hægt er að standa eða sitja berfættur á grasflöt, steypa getur einnig leitt rafeindirnar upp að vissu marki en allra best er að taka sundsprett í saltvatni.
Loftslagið og aðrir praktískir hlutir geta að sjálfsögðu gert okkur erfitt fyrir en það má t.d. nýta sængurfatnað með silfurþráðum, einnig rafleiðandi mottur undir skrifborðum  sem eru jarðbundnar með jarðtengingu hússins eða beint í stöng sem stungið er niður í jörðina.
Jarðtenging er (endur)uppgötvun sem við eigum eflaust eftir að heyra meira um í framtíðinni. Þannig var t.d. sigurvegari Tour de France keppninnar, Lance Armstrong og liðsfélagar hans, meðhöndlaðir af sjúkraþjálfaranum Jeff Spencer með „jarðtengingu“ – bæði gegn meiðslum og til að ná bata fyrr á yfirkeyrðum vöðvum.

page92_clip_image005Mynd 3: Jarðtenging; setjið fæturna á beit.

 

 

Svæðameðferð með nýrnahettudælunni
Svæðameðferð er upplögð aðferð til þess að hjálpa líkamanum að laga ónæmiskerfi sem er úr jafnvægi. Það er hægt að nota hana með ýmsum hætti og á mörgum mismunandi svæðum. Hér að neðan sýnum við tækni sem enski svæðameðferðarfræðingurinn Lee Anthony Taylor hefur þróað og kallar „nýrnahettudæluna“.
Nýrnahettubörkurinn framleiðir hormóna sem virka náttúrulega róandi á bólguviðbrögðin. Það er því góð hugmynd að örva nýrnahetturnar og hjálpa líkamanum um leið að beina áhrifunum að hinum bólgnu svæðum.
Með aðferð Lee Anthony Taylors er haldið samtímis um tvö svæði. Önnur höndin vinnur með nýrnahettusvæðið á öðrum fætinum en hin heldur um einkennasvæðið á hinum fætinum.
Dæmi – skjólstæðingur með berkjubólgu (bronkitis):

 • Setjið annan þumalfingurinn á nýrnahettusvæðið á öðrum fætinum og hinn þumalfingurinn á berkjusvæðið á hinum fætinum.
 • Þrýstið nú fast niður á nýrnahettusvæðið (takið tillit til sársaukamarka) og nuddið létt á berkjusvæðinu.
 • Byrjið svo hægt og skipulega að skipta, aukið þrýstinginn smám saman á berkjusvæðið og létta honum um leið af nýrnahettusvæðinu.
 • Þetta á að ganga virkilega hægt fyrir sig, þannig að öll pumpuhreyfingin vari í 30 sek.
 • Farið svo aftur til baka þar til fullum þrýstingi er á ný náð á nýrnahettusvæðinu og nuddið létt á berkjusvæðinu.
 • Það má endurtaka þetta nokkrum sinnum og einnig skipta um fót, Þá eru nýrnahettusvæðið og berkjusvæðið á gagnstæðum fæti og öfugt.

page92_clip_image007Vegna þess hversu hæg aðferðin er er hún mjög orkugefandi og krefst því fullrar athygli og einbeitingar.
Á sama hátt er hægt að nota aðferðina á öll möguleg bólgin svæði. Hefur hún reynst vera verkjastillandi.

 

Mynd: Nýrnahettupumpan við berkjubólgu (bronkitis).
(© Touchpoint með leyfi frá  Lee Anthony Taylor)

 

Meiri upplýsingar
Hægt er að fræðast meira um bólgu og aðra svæðameðferðartækni á Rundt om immunsystemet námskeiðum Touchpoint í Danmörku
Heimildir
James Oschman: Seminar, september 2010, København. www.energyresearch.bizland.com
Candace Pert: Molecules of Emotion: The Science Behind Mind-Body Medicine, Simon & Schuster, 1999.Mia Damhus, Center for Ernæring og Terapi, www.cetcenter.dk.
Clinton Ober: Earthing, Basic Health Publications, 2010.
www.earthinginstitute.net.
Lee Anthony Taylor: Effective Reflexology – A Practitioner’s Guide, Effrex Publications 2004.
Lee Anthony Taylor: Effective Reflexology – The Way Forward, Effrex Publications 2009.
www.effectivereflexology.com.
Tekið af vef og þýtt með leyfi frá Touchpoint.dk
Description: http://www.touchpoint.dk/xdoc/wss/42/images/341/logoring.gif rundt om: Immunsystemet námskeiðslýsing
page92_clip_image010page92_clip_image012Er bólga orsök flestra sjúkdóma?
Nýjar rannsóknir benda til þess. Það er vitað að bólga veldur æðakölkun en ekki bara of hátt kólesteról/eða feitur matur eins og áður var haldið. Það sama gildir væntanlega um sjúkdóma eins og: Alzheimer’s, marga lið- og vöðvaverki, MS, ýmsa gigtarsjúkdóma, ME, morbus Chrohn, sáraristil (ulcerøs colitis), legslímuflakk (endometriose), o.m.fl.
Sjálfsofnæmissjúkdómar (Autoimmune sygdomme) virðast æ útbreiddari og ofnæmissjúkdómar aukast.

Ef til vill er hægt að snúa þessari mynd á haus og spyrja:  „Hvaða heilbrigðisvandamál eru ekki af völdum bólguástands í líkamanum?
Á námskeiðinu er farið dýpra í uppbyggingu ónæmiskerfisins og skilning á virkni þess og hvernig það er fært um að breytast úr vini í fjandvin. Eins eru kenndar margar nýjar meðhöndlunaraðferðir til að styrkja ónæmiskerfið.

 • Sýn orkulækninga á ónæmiskerfið
 • Hvað er bólga og sjálfsofnæmi?
 • Hvað er ofnæmi og óþol?
 • Blóðprufur, IgE, IgA, IgG o.s.frv. Hvað mæla þau?
 • Viðurkenndir sjálfsofnæmissjúkdómar
 • Ofnæmis- og sjálfsofnæmissjúkdómar sem hafa ekki fengið viðurkenningu
 • Lyf og ónæmiskerfið
 • Áhrifamiklir þættir sem trufla ónæmiskerfið
 • Uppfærð svæði yfir mikilvægustu eitla og sogæðar líkamans
 • Stress og ónæmiskerfið
 • Taugasvæðameðferð fyrir ónæmiskerfið
 • Meðhöndlun á hóstarkirtli og milta
 • Kynning á líffæranuddi á þarmasvæðinu
 • Titringstækni fyrir bandvefinn (hið lifandi matrix)
 • Ný vitneskja um jarðtengingu og bólgu

Gögn
Með námskeiðinu fylgir mappa með nánari upplýsingum og námskeiðsgögnum.
Einkunnargjöf

Description: http://www.touchpoint.dk/wss/gfx/1x1.gif Description: http://www.touchpoint.dk/xdoc/wss/42/eval_one.pngDescription: http://www.touchpoint.dk/xdoc/wss/42/eval_onetrans.pngDescription: http://www.touchpoint.dk/xdoc/wss/42/eval_onetrans.pngDescription: http://www.touchpoint.dk/xdoc/wss/42/eval_one.pngDescription: http://www.touchpoint.dk/xdoc/wss/42/eval_onetrans.pngDescription: http://www.touchpoint.dk/xdoc/wss/42/eval_one.pngDescription: http://www.touchpoint.dk/xdoc/wss/42/eval_onetrans.pngDescription: http://www.touchpoint.dk/xdoc/wss/42/eval_one.pngDescription: http://www.touchpoint.dk/xdoc/wss/42/eval_onetrans.pngDescription: http://www.touchpoint.dk/xdoc/wss/42/eval_one.pngDescription: http://www.touchpoint.dk/xdoc/wss/42/eval_onetrans.pngDescription: http://www.touchpoint.dk/xdoc/wss/42/eval_one.pngDescription: http://www.touchpoint.dk/xdoc/wss/42/eval_onetrans.pngDescription: http://www.touchpoint.dk/xdoc/wss/42/eval_onetrans.pngDescription: http://www.touchpoint.dk/xdoc/wss/42/eval_one.pngDescription: http://www.touchpoint.dk/xdoc/wss/42/eval_onetrans.pngDescription: http://www.touchpoint.dk/xdoc/wss/42/eval_onepoint.png

9,1

Description: http://www.touchpoint.dk/wss/gfx/1x1.gif

Bólga
Þegar ónæmiskerfið er í hættuástandi er
talað um bólgu.
Bólga gegnir lykilhlutverki  í:untitled

 • Krónískum bakverkjum
 • Liðagigt
 • Slitgigt
 • „Músarolnboga“  (v. notkunar á tölvumús)
 • Sinaskeiðarbólgu
 • Tennisolnboga
 • Þarmavandamálum
 • Þreytu
 • Mígreni
 • Æðakölkun

 

– og langri runu annarra vandamála.

Vissir þú að  2/3  frumna ónæmiskerfisins tengjast meltingunni á einhvern hátt!

Þess vegna  eru fæðuviðbrögð  og  „slæm“  þarmaflóra ein mikilvægasta ástæða (krónískrar) bólgu.

Ónæmiskerfið er róað með:
• Góðri fitu,  sérstaklega fiskiolíu/hörfræolíu
• Turmerik
• Engifer

Bólgueyðandi mataræði gæti verið svona:

 • Takið eftir þeim fæðutegundum sem neytt er daglega. Takið þær alveg út úr matseðlinum eða neytið þeirra í mesta lægi þriðja hvern dag
 • Borðið feitan fisk eða takið fiskiolíu
 • Skerið niður allt rautt kjöt og alla dýrafitu
 • Borðið á milli mála

Forðist :

 • Sykur og sætuefni
 • Hvítt brauð
 • „Hvítt ” pasta og hvít hrísgrjón
 • Mjólk
 • Koffíndrykki (te í hófi er í lagi)
 • takið acetophilus ( probiotika (góðar bakteríur)) daglega í mánuð eða þangað  til sársaukinn er horfinn
 • Notið hvítlauk, rósmarín, oregano og karrý (kemur jafnvægi á þarmaflóruna)
 • Notið nýrifinn engifer í te, sósur og mat og gjarnan 1 tsk. turmerik daglega. Bæði þessi krydd eru mjög bólguhamlandi. Einnig er hægt að taka þau í hylkjum.

Kennslugögn úr námskeiðum Miu Damhus  og Karen Kaae „Mad som  behandler“