Stóri lundarvöðvi

Stóri lundarvöðvi (mjaðmagrindarvöðvinn) eða psoasvöðvinn:

Vanmetin orsök margra stoðkerfisvandamála

Þýtt og endursagt af Hallfríði M. Pálsdóttur með leyfi höfundanna Dorthe Krogsggard og Peter Lund Frandsen.

page64_1

Mörg stoðkerfisvandamál geta átt upptök sín í psoasvöðvanum; lendarverkir, slit í lendarliðum, liðskrið í lendarliðum, mjaðmavandamál, tíðaverkir, óútskýranlegir kviðverkir, ófrjósemi, nýrnavandamál, o.fl. Það er mjög mikilvægt að meðhöndla psoasvöðvann þegar við eitthvert þessara vandamála er að glíma. Þá er hverjum svæðanuddara nauðsynlegt að kunna að prófa og meðhöndla psoasvöðvann.
Psoasvöðvinn (Musculus psoas major) er mikilvægasti hreyfivöðvi eða beygivöðvi mjaðmagrindarinar. Hann er stór og aflangur og liggur djúpt í kviðarholinu. Psoasvöðvinn á upptök sín á hliðum hryggsúlunnar, frá T12 til L5, og liggur í gegnum mjaðmagrindina og nárann þar sem hann hefur festu á lærbeininu innanverðu (medialt) á litlu lærhnnútu (trochanter minor), ásamt
mjaðmarvöðva eða mjaðmarspaðavöðva ( musculus iliacus). Saman eru þessir vöðvar þekktir sem iliopsoasvöðvinn.

Mynd 1: Musculus psoas major.

Verkir í kviðarholi geta stafað frá spenntum lundarvöðva.
Kviðverkir stafa oft frá blöðrum á eggjastokkunum, legslímuflakki eða jafnvel allt öðrum orsökum. Oft á spenntur psoasvöðvi sökina og því er gott að stytta sér leið og prófa psoasvöðvann fyrst til að kanna hvort vandann sé þar að finna.

Meðhöndlun á hormónakerfinu, leginu, eggjastokkum, ristli og neðri sogæðum og eitlum, eins og margir svæðanuddarar vinna með þegar um verki í kviðarholinu er að ræða, lagar ekki vandann. Í sumum tilvikum gæti slík meðferð jafnvel verið of viðamikil. Því er rækileg meðhöndlun psoasvöðvans, eins og áður er nefnt, nauðsynlegur hluti meðhöndlunarinnar til að ná sem bestum árangri. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem sýnir okkur að rækileg alhliða kunnátta um líkamann og virkni hans getur leitt til nákvæmari og þar með árangursríkari meðhöndlunar.

page64_2

Psoasvöðinn getur valdið bakverkjum
Þegar psoasvöðvinn verður of spenntur dragast lendarnar fram og hryggfettan eykst. Til að vinna gegn þessari hreyfingu spennast réttivöðvarnir aftan á bakinu og eru þá vöðvarnir beggja vegna hryggjarins orðnir svolítið spenntir, eins og stög sitt hvoru megin við tjaldsúlu. Við þetta þrykkjast lendarliðirnir saman og viðkomandi getur fengið vöðvaverki, eða verki frá facetliðum, og til lengri tíma litið geta komið upp vandamál með liðbrjóskið í hryggsúlunni, s.s. brjóskeyðing, samfall á hryggjarliðum og liðskrið. Það er því alltaf vissara að prófa og jafnvel meðhöndla psoasvöðvann þegar um mjóbaksverki er að ræða.
Mynd 2: Facet liður.

Fleiri sjónarhorn leiða til nákvæmari meðhöndlunar
Líkaminn vinnur saman sem ein heild. Það vitum við nú þegar sem erum „óhefðbundnir“ meðferðaraðilar. En hvernig?

Það eru tengsl á milli psoasvöðvans og nýrnanna, það höfum við lært í í sambandi við orkubrautirnar. Lífsorkulega séð er psoasvöðvinn óaðskiljanlegur frá nýrunum og því hinn upphaflegi brunnur Chi-orku. Einnig er vel þekkt sambandið sem er á milli spennu í psoasvöðva og óttatilfinningar. Þetta liggur alveg ljóst fyrir þegar hið lífærafræðilega samhengi er skoðað, þá sést að nýrun eru beinlínis staðsett fyrir framan (ventralt) psoasvöðvann og renna upp og niður eftir vöðvanum í takti við öndunina.

Taugalíffræðilega séð er hér einnig nákvæmt samhengi þar sem nýrun ítaugast sympatíska taugakerfinu með taugum sem eiga upptök sín í T12 til L2, þ.e. sömu mænugeirum og ítauga psoasvöðvann, auk þess sem taugarnar liggja út frá mænunni í næsta nágrenni vöðvans.
Það breytir ekki endilega meðhöndluninni að þekkja þetta samhengi en það er alltaf gagnlegt að skoða vandamálið út frá eins mörgum sjónarhornum og mögulegt er.

Psoasprófið
Svona prófar þú hvort psoasvöðvinn er of strekktur (sjá mynd 3):
1) Skjólstæðingurinn situr yst til fóta á bekknum.
2) Látið skjólstæðinginn halda um bæði hné og draga þau upp í átt að brjósti, á meðan meðhöndlarinn veitir stuðning með hendinni.
3) Hjálpið skjólstæðingnum að leggjast á bakið á meðan hann heldur enn hnjánum upp að brjóstinu.
4A) Skjólstæðingurinn réttir úr öðrum fætinum í einu og lætur hann lafa útfyrir bekkinn á meðan hinum fætinum er áfram þrýst að brjóstinu. Ef psoasvöðvinn er of strekktur nær fóturinn ekki alveg niður á bekkinn.
4B) Við eðlilegar aðstæður nær fóturinn alveg niður og getur hvílt á bekknum.
5) Prófið er endurtekið á gagnstæðum fæti.

page64_3

 

Mynd 3:. hægri psoasvöðva próf.
Þetta próf er einnig hægt að þróa til almennrar skoðunar á beygjuvöðvum mjaðmarinnar (Thomas test).

page64_4

Hvernig er spenntur psoasvöðvi meðhöndlaður

page64_5

Ef vöðvaprófið reynist jákvætt, er skjólstæðingnum kennt að gera teygjuæfingar þar sem vöðvinn er teygður (sjá myndir 4 og 5) og einnig er hann meðhöndlaður með svæðanuddi.

Myndir 4 og 5: Psoasvöðva teygja.

Meðhöndlunartillaga
Fyrst eru upptök og festur psoasvöðvans á hryggsúlunni meðhöndlaðar, svæði T12 til L5, því næst psoasvöðvataugaviðbragðspunkturinn á fótunum og að lokum er nuddað rækilega með hefðbundnu svæðanuddi á psoasvöðvaviðbragðssvæðin á fótunum og þau líffærasvæði sem hafa tengingu við psoasvöðvann í gegnum sympatíska taugakerfið.

page64_6

Eftir nuddið er hægt að prófa psoasvöðvann aftur. Hafi meðferðin borið árangur sést það samstundis því fóturinn kemst lengra niður. Það bendir þá til þess að meðferðin sé á réttri leið og er hvetjandi, bæði fyrir nuddara og skjólstæðing.

Mynd 6: Psoasvöðvataugviðbragðs-punkturinn.

Árangursríkari meðhöndlun – einnig í svæðanuddi

page64_7

Það eru gerðar æ meiri kröfur til allra meðhöndlunarforma, þ.á.m. svæðanudds, og þó svo að grunnmenntun danskra svæðanuddara sé góð, samanborið við mörg önnur lönd, þá er nauðsynlegt fyrir nýjar kynslóðir svæðanuddara að afla sér enn frekari menntunar.

Því meiri þekkingu sem svæðanuddarar hafa á starfsemi líkamans og uppbyggingu hans og því fleiri kenningar, bæði óhefðbundnar og hefðbundnar, sem maður þekkir um orsakir og bata á sjúkdómsástandi, því færari er svæðanuddarinn í að meta ástand skjólstæðings og skipuleggja hnitmiðaða meðhöndlun.

Mynd 7: Vöðvaviðbragðssvæði: 1) Greater psoas 2) Illiacus

Við viljum miðla af okkar reynslu og þekkingu í þessum efnum og höfum því skipulagt röð námskeiða sem byggjast á margra ára klínískri reynslu og læknisfræðilegri þekkingu og koma til móts við vaxandi þörf svæðanuddara á nákvæmari þekkingu á orsökum og framvindu hinna ýmsu heilsuvandamála og samhengi þeirra við önnur heilsufarsvandamál vítt og breitt um líkamann.

Hvert námskeið tekur fyrir ákveðið heilbrigðisvandamál eða líkamshluta og er vandinn skoðaður frá mörgum sjónarhornum; lífærafræðilegu, læknisfræðilegu, lífeðlisfræðilegu, óhefðbundnu, og heimspekilegu. Jafnframt notum við hagkvæmar vöðvaprófunaraðferðir og meðhöndlun á viðbragðssvæðum og punktum úr mörgum mismunandi svæðanuddaðferðum og kerfum.

Meðhöndlun á bakvandamálum og psoasvöðvunum er kennd á námskeiðinu Umhverfis hrygginn (rundt om: Ryggen).

clip_image016Umhverfis stoðkerfið
-ný röð endurmenntunarnámskeiða
Í grunnnámi flestra svæðanuddara er kennsla um stoðkerfið ekki mjög umfangsmikil. Samt sem áður koma flestir skjólstæðingar svæðanuddara vegna vandamála sem tengjast vöðvum eða liðum. Hvort sem við vinnum á eigin stofu eða á líkamsræktarstöðvum, er jafn nauðsynlegt fyrir alla meðhöndlara að búa yfir góðri tækni til að ná sem bestum árangri þegar er verið að vinna með stoðkerfið.
Því ákváðum við að setja saman seríu eftirmenntunarnámskeiða í og um stoðkerfið og byggð er á fjögurra ára reynslu okkar af kennslu um stoðkerfisvandamál og viðbrögðum nemenda okkar, víðsvegar um Danmörku

Námskeiðsdagarnir eru alls átta. Fyrst kemur tveggja daga grunnnámskeið sem er fylgt eftir með sex einsdags námskeiðum þar sem við förum rækilega í allt stoðkerfið, í hverjum hlutanum á fætur öðrum.

page64_9

Byrja verður á grunnnámskeiðinu en að því loknu er hægt að taka einstök námskeið í seríunni í hvaða röð sem er. Á grunnnámskeiðinu eru kynntar ýmsar aðferðir í svæðameðferð og tækni sem kenndar eru áfram á hinum námskeiðunum, s.s. taugasvæðameðferð, Karl-Axel Lind aðferðin, meðhöndlun á ósjálfráða taugakerfinu, nákvæm svæðastaðsetning hryggsúlunnar, líkamsbeiting o. fl. Einnig er kennd skoðun og meðhöndlun ýmissa bakvandamála og hvernig má „stytta sér leið“ til að meðhöndla vandamál á mörgum öðrum stöðum í líkamanum.

clip_image019Umhverfis stoðkerfið samanstendur af eftirfarandi námskeiðum:

page64_11