Meðferðir

Osteópatía
Bland hefðbundinna og óhefðbundinna lækinga
Osteópatía er líkamsmeðhöndlunarkerfi upprunnið frá Bandaríkjunum og er hún sambland af hefðbundnum og óhefðbundum lækningum. Oft hefur þessari tækni verið líkt við bland af störfum sjúkranuddara, hnykkjara og fleiri meðferðaraðila. Þeir sem tæknina kunna eiga að geta greint og meðhöndlað ýmis líkamleg vandamál í gegnum vöðva- og liðkerfi líkamans með því að meta hreyfanleika og virkni liðamóta og vöðva. Kenningarnar ganga miðast við heilsa liðamóta og vöðva sé mikilvægur þáttur í alhliða heilsu einstaklingsin og með því að beita viðeigandi og vandlega framkvæmdri líkamsmeðhöndlun á líkamanum náust fram jákvæðar breytingar hið innra.

Ilmkjarnaolíur
Lyfjaskápur náttúrunnar
Saga ilmkjarnaolía og notkun þeirra á líkamann nær langt aftur í aldir. Álitið er að þekking Kínverja á ilmolíum nái allt aftur til fimm þúsund ár fyrir Krist. Í Biblíunni er talað um tólf helgar olíur. Egyptar notuðu ilmkjarnaolíur til lækninga. Grikkir notuðu kraftinn úr plöntunum í ilmböð, ilmnudd og til að græða sár og litu á ilmkjarnaolíur sem “ lyfjaskáp náttúrunnar”. Þær voru notaðar til varnar gegn andlegu og líkamlegu ójafnvægi. Franski efnafræðingurinn Réne Maurice Gattefosse er talinn faðir nútíma ilmkjarnaolíumeðferðar í Evrópu. Hann sá að mismunandi olíur höfðu t.d. sótthreinsandi eða bólgueyðandi áhrif á líkmann. Í dag eru stundaðar vísindalegar rannsóknir á efnum sem ilmkjarnaolíurnar innihalda. Rannsóknir hafi sýnt fram á að ilmkjarnaolíur geti aðstoðað fólk við að viðhalda andlegu og líkamlegu jafnvægi. Með því að nudda líkamann upp úr ilmkjarnaolíum eiga skynfærin að virkjast og efni olíunnar að dragast inn í sogæða- og blóðrásarkerfið og hafa þannig áhrif á líkama og sál.

Heilsunudd
Bland af því besta í nuddinu
Heilsunudd nær yfir margar mismunandi nuddaðferðir til dæmis það sem kallað hefur verið klassískt nudd, íþróttanudd, heildrænt nudd, svæðanudd, sogæðanudd, kinesiologiu auk fleiri tegunda. Gott nudd á að draga úr vöðvaspennu og bólgum. Það þykir auk þess gefast vel við að draga úr streitu en hún er af mörgum talin vera ein aðalorsök nútímasjúkdóma. Það á að auka hreyfigetu fólk og auk vellíðan þess

Sjúkranudd
Mjúkvefir líkamans í góðum höndum
Sjúkranudd er meðhöndlun á mjúkvefjum líkamans í lækningaskyni. Mjúkvefir eru vöðvar, sinar, liðbönd, húð og himnur.
Sjúkranudd er löggilt heilbrigðisstarfsgrein sem kennd er á háskólastigi erlendis. Klassískt nudd og líkamsskoðun eru grunnurinn í sjúkranuddi en öðrum aðferðum er einnig beitt s.s. teygjum, losun trigger punkta, bandvefsnuddi /losun, liðleik, vatnsmeðferðum, heitum og köldum bökstrum, bjúgmeðferð, fræðslu og fleiru.

Dáleiðsla
Dáleiðsla sem meðferðartækni er viðurkennd aðferð til að ná betri líðan og vinna á vandamálum svo sem: Andlegri vanlíðan, kvíða, þunglyndi, streitu, offitu, reykingum, fælni (phobium). Dáleiðsla getur aukið sjálfstraust, bætt námsárangur, unnið á prófkvíða, bætt árangur t.d. í íþróttum, komið í veg fyrir að fólk nagi neglur, stami, unnið á svefntruflunum og hjálpað við ýmis önnur mál. Dáleiðsla er einstök leið til að ná sambandi við innsta kjarnann hjá einstaklingnum og nálgast þannig áföll og erfiða hluti sem eru að valda skerðingu á lífsgæðum. Dáleiðsla ásamt samtalsmeðferð er mjög árangursrík aðferð til að leiðrétta, styrkja og auka lífsgæði. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar upplifa breytingar á viðhorfum, reynslu, hugsun, hegðun og fá aukið sjálfstraust og hafa fundið frið, ró og yfirvegun.