Þegar „lundirnar“ í hnakkanum valda erfiðleikum

Þegar „lundirnar“ í hnakkanum valda erfiðleikum

Því eru svo margir með vandamál tengd hnakkanum sem erfitt getur verið að ráða bót á? Ein skýringanna er að hnakkinn fínstillir höfuðið í rétta stöðu þannig að augun séu lárétt. Allar skekkjur og önnur vandamál í líkamanum hafa þess vegna áhrif á hnakkann. Sérstaklega eru höfuðvendirnir (musculus sternocleidomastoideus) oft í yfirvinnu.

page84_1

Það má kalla m. sternocleidomasteoideus (SCM-vöðvana (höfuðvendina)) lundirnar í hnakkanum, því margt er líkt með þeim og m. psoas major (stóru lundarvöðvunum); hinum „einu sönnu“ lundum.
Vöðvar þessir eru líkir í útliti, legu og virkni. Báðir spanna yfir marga liði, höfuðvendir (sternocleidomasteoideus) ná yfir alla hnakkaliðina og liðamótin milli bringubeins og viðbeins en stóri lundarvöðvi (psoas-vöðvinn) teygir sig yfir lendarliðina og mjaðmaliðina Báðir eru postural (stöðu) vöðvar og nákvæm samvinna þeirra á milli er nauðsynleg til verjast þyngdarkraftinum og til að halda líkamanum uppréttum. (Mynd 1).
SCM-vöðvinn á upptök sín í stikilshyrnu (processus mastoideus) og nærliggjandi hluta hnakkabeinsins, og liggur þaðan á ská fram og niður hálsinn. Hann skiptist í tvo höfða, annar (caput sternale) festist á bringubeinið en hinn (caput claviculare) á mitt viðbeinið. Heilataug XI – n. accessorius ítaugar þá.

Mynd 1.
(Mænuaukataug (Accessorius)
•       Heilataug XI, blönduð.
•       Ólík öllum heilataugum að því leiti að hún á upptök bæði í heilastofni (mænukylfu) og mænu.
•       Heilahluti taugarinnar liggur til koks og barka og stýrir þeim hreyfingum sem eru nauð-synlegar til að kyngja.
•       Mænuhlutinn ítaugar sternocleidomastodeus og trapezius, til að samhæfa hreyfingar höfuðsins.)

Formfræðileg hliðstæða
Bæði SCM og psoas eru langir, grannir vöðvar sem liggja þétt við hryggsúluna. Þeir hafa báðir festu í annan endann á breiðu beini, eða annar á höfuðkúpunni og hinn á mjaðmagrindinni. Samkvæmt fræðum Hanne Marquardt hafa líkamshlutar sem líkjast hvor öðrum einnig orkulegt samhengi sem gerir það kleift að meðhöndla annan í gegnum hinn, bæði beint og í gegnum viðbragðssvæði á fótum. Þessi formfræðilega kenning liggur einnig til grundvallar hinu velþekkta spegilsvæði mjaðmaliðs og axlaliðs.
Það eru því margar góðar ástæður fyrir því að meðhöndla einnig psoasvöðvann þegar við meðhöndlum vandamál tengd SCM-vöðvanum og öfugt.

Höfuðkapall líkamans
Hnakkinn og hálsinn mynda „höfuðkapalinn“ á milli heilans og annarra hluta líkamans og fjöldi mikilvægra líffæra liggja í gegnum þetta svæði.
Um leið er hnakkinn hreyfanlegasti hluti hryggjarins, meðal annars vegna þess að heilinn setur það í forgang að ás augnanna sé láréttur. Síðasti liðurinn til að ná láréttri stöðu er hvernig hnakkinn fínstillir og jafnar stöðuna. Það eykur skilning á því hvers vegna svo margir eru með spennu í hnakkanum, oft króníska.
Séu þessar staðreyndir lagðar saman, ásamt því að takmarkað pláss er í hnakkanum fyrir öll þau líffæri sem liggja þarna í gegn, er auðvelt að skilja hvers vegna hnakkinn er algengur hluti vandamála annars staðar í líkamanum.

SCM-vöðvinn er mikilvægur ”jóker”
SCM-vöðvinn er einn mikilvægasti og fjölhæfasti hnakkavöðvinn. Vegna legu sinnar getur hann hreyft hnakkann í margar mismunandi áttir, snúning, hliðarbeygjur og fram og aftur beygjur. Mikilvægustu hreyfingarnar eru snúningur og hliðarbeygjur þar sem annar vöðvinn vinnur í einu. Þegar báðir vöðvar eru virkir samtímis beygist höfuðið fram ásamt því að það teygist á efstu hálsliðunum.
Taflan sýnir algeng vandamál vegna spennu í SCM-vöðva, eða vegna ójafnvægis á milli hægri og vinstri vöðva.

Líkamshlutar sem geta orðið fyrir áhrifum SCM vöðvans Lífeðlisfræðileg breyting Möguleg einkenni
Triggerpunktar Triggerpunkarnir valda dæmigerðum geislandi verkjum Sársauki í kringum eyrað, í enni, eða á hvirfli. (hugsanlega í gagnstæðri hlið
Sogæðar og kirtlar í hálsinum Minni sogæðavirkni frá höfði Krónísk skútabólga Miðeyrnabólga
N.Vagus (flökkutaugin) Þrýstingur á taugina Áhrif á innri líffæri
N. Phrenicus (þindartaug) Þrýstingur á taugina Breyttur öndunarrytmi
Jafnvægisskyn Breyting á jafnvægiskyni Svimi Samhæfingarvandamál
Kok, barkakýli og kverkar Þrýstingur Tilfinning um þykkildi í hálsinum eins og við hálsbólgu og kyngingarörðugleikar

Eins og sjá má hafa SCM-vöðvarnir áhrif á ýmsa líkamsstarfsemi og vitneskja um þessi tengsl er mikilvæg fyrir svæða- og viðbragðsfræðinginn. Hægt er á tiltölulega einfaldan hátt að rjúfa vítahringi og leysa vandamál sem hafa hvimleið einkenni, sem stundum er ruglað saman við alvarlega sjúkdóma. Í þessari grein getum við aðeins fjallað um nokkur atriði en á námskeiðinu Umhverfis hnakkann er farið dýpra í greiningu og meðhöndlun á hnakkavandamálum og hvernig þau tengjast öllum líkamanum.

Dæmi úr klínikkinni
Skjólstæðingur með króníska skútabólgu og tíða verki í enni kemur á stofuna. Við nánari eftirgrennslan koma fleiri einkenni í ljós. Þroti og stingur eða sársauki neðst hægra megin í kviðnum og stífni í hnakka.
Við athugun kom í ljós spenntur psoas hægra megin og aumir triggerpunktar í hægra SCM-vöðva. Ennfremur mikil eymsli á fótasvæði risristils, dausgarnar- og botnristilsvæði. Mögulegt orsakasamhengi í þessari sjúkdómsmynd gæti litið svona út:
Krónísk bólga, ef til vill á dausgarnar- og botnristilsvæðinu (ilio-coecal), hefur áhrif á psoasvöðva hægra megin sem liggur þétt við. Psoasinn spennist upp og skekkir mjaðmagrindina. Skekkjan hefur áhrif á hryggsúluna, eins og sést á mynd 2, síðasta aðlögunin verður svo í hnakkanum til þess að halda augnásnum láréttum. Þar með spennist SCM-vöðvinn hægra megin.
Vari þetta ástand í einhvern tíma er hætta á að hinn spennti SCM-vöðvi hafi áhrif á næsta nágrenni sitt, eins og sýnt er í töflunni hér að ofan. Í þessu tilfelli valda triggerpunktarnir höfuðverk í enni og minnkað frárennsli sogæða orsakar skútabólguna.
Ef SCM-vöðvinn þrýstir ofan í kaupið á vagus-taugina getur það verið hin eiginlega orsök vandamálanna í ristlinum og þannig myndast vítahringur.
Að sjálfsögðu geta verið margvíslegar aðrar orsakir fyrir spenntum SCM-vöðva. Psoas getur til dæmis orðið fyrir áhrifum af vandamálum í nýrum, eða eggjastokkum, og mjaðmagrindin getur skekkst vegna vandamála í nára, hnjám, ökklum eða fótum og svo frv.

page84_2
Mynd 2. Hnakkinn jafnar út skekkju í mjaðmagrind.

Meðhöndlun
Góð meðhöndlun á þessum vanda gengur fyrst og fremst út á að maður geti greint mögulegt samhengi og þekkingu á hinum ýmsu prófunaraðferðum.
Svæða- og viðbragðsmeðhöndlunin ætti að ná yfir alla liði orsakakeðjunnar. Hér sýnum við nokkur atriði í meðhöndlun á m. sternocleidomastoideus, sjá mynd. 3, 4 og 5.
page84_3
Mynd 3. Svæði SCM-vöðvans.

 

page84_4
Mynd 4. Triggerpunktar.

page84_5
Mynd 5. Spenna í SCM-vöðvanum.

_____________________________________________________________________
Heimildir

Murphy, Donald R., The Sternocleidomastoid Syndrome, Dynamic Chiropractic, April 12, 1991, Volume 09, Issue 08.
Ross E. Pope, The Common Compensatory Pattern, Its Origin and Relation to the Postural Model.
Travell & Simons, Myofascial Pain and Dysfunction, The Trigger Point Manual.
Touchpoint, Rundt om: Nakken, Efteruddannelseskompendie, 2005.