BIOSUN

BIOSUN HOPI OG ILMOLÍU EYRNAKERTI

Slökunarathöfn frá Indjánum, Róar hugann, Sefar höfuð og eyru
ÞJÓÐSAGAN
Töfrar eldsins hafa heillað manneskjuna frá upphafi tíma og gefið okkur ljós og hita.
Eyrnakerti vekja svipaða töfra, og eldurinn, og hafa verið notuð í mörgum menningarheimum sem áhrifamikil og árangursrík náttúruleg meðferð frá fornri tíð.
Hægt er að sjá í sögunni notkun eyrnakertanna meðal fólksins sem lifði á sléttum Síberíu, Asíu og frumbyggjum Indjána í norður og suður Ameríku.

page31_1

Forn málverk í hellum sýna notkun eyrnakerta í innsetningarathöfnum og lækningarathöfnum.
Hopi, elsta Pueblo fólkið með stórkostlega þekkingu á lækningum og mikla andlega visku, færði þessa visku til Evrópu í samvinnu við faglega þekkingu BIOSUN.
Síðan 1985 hefur BIOSUN verið að rannsaka notkun eyrnakertanna og endurvekja vinsældir þeirra.
Fólk í okkar menningarheimi er í sívaxandi mæli að njóta og hafa hag af  notalegum áhrifum þessarar aldagömlu athafnar.

FRAMÚRSKARANDI GÆÐI OG BESTU INNIHALDSEFNI
Original BIOSUN eyrnakertin eru enn þann dag í dag búin til í höndunum og notast er við upphaflegu uppskriftina og besta hráefni sem er prófað reglulega.
Án málamiðlanna er eingöngu fyrsta flokks, eiturefnalaus bómull notuð og ekki er notað meindýraeitur við framleiðsluna.
Smávægilegur munur á lit eða lengd er gæðaeinkenni þess sem gert er í höndunum og er auðkennandi fyrir þessa náttúruvöru.
Í eyrnakertin er eingöngu notað hreint bývax, hunangsþykkni og hefðbundnar jurtir eins og Salvíu, Jóhannesarrunna, Baldursbrá og hreinar ilmkjarnaolíur.
Jurtirnar eru hreinsandi, sótthreinsandi og örvandi/hvetjandi.

page31_2
MEÐFERÐIN
Það tekur um 10-12 mín fyrir hvert kerti að brenna, og mikilvægt er að meðhöndla bæði eyrun í einu.
Meðferðin tekur því um 25 mín og svo er mikilvægt fyrir einstaklinginn að liggja og slaka á í 15 – 30 mín.

page31_3

VIRKNIN
Uppgufunin frá efnunum í eyrnakertinu berst inn um eyrun og inn í öll göng höfuðsins.
Létt sog og hreyfing logans framkalla titring á uppgufuninni frá eyrnakertinu sem berst inn í eyrað og myndar nudd á hljóðhimnuna.
Á andlegum nótum er talað um að hreinsandi eldurinn dragi neikvæða orku úr árunni.
Jafnar þrýsting í ennis og kinnholum.

page31_4


Góð í meðferð við:
Vandamálum í ennis og kinnholum
Kvefi
Sogæðastíflum eða –bólgum í hálsi
Eyrnaverkjum
Höfuðverk og mígreni
Ofvirkni
Streitu
Kvíða og svefntruflunum
Þau losa um orkustíflur
Þau eru sefandi og róandi
Veita mikla slökun og leiða hugann frá áhyggjum hversdagsins.
Örva heyrnina í bráðatilfellum og aldurstengdum heyrnavandamálum.
Jafna þrýsting eins og t.d. eftir flug, köfun og eftir að vera úti í miklu roki.

ILMOLÍURNAR
Hægt er að fá YinYang ilmkjarnaolíur og eyrnakerti með þessum olíum í.
Þær eru góðar til að fá samhljóm í líkama, sál og anda.

1 Reykelsi – sedrusviður.  Andleg opnun.
2 Mandarína – rósaviður.  Ofsakæti.
3 Appelsína – sítróna.  Afslöppuð vitund.
4 Tröllatré – furunálar.  Glaðværð.
5 Piparminta – sítrónugras.  Hreinsandi ljós.
6 Lofnarblóm – rósmarín.  Endurlífgandi ylur.
7 Salvía – blóðberg.  Öryggi.
8 Garðabrúða – basil.  Frelsi og friður.
9 Vetiver rót – sandelviður.  Karlkyns styrkur.
10 Patchouli – bergamot.  Kvenkyns styrkur.

HEIÐARLEIKI OG ÖRYGGI
Fleiri og fleiri ánægðir viðskiptavinir víða um veröldina nota BIOSUN eyrnakerti.  Þeir hafa hag af 19 ára reynslu og háum gæða og öryggis stöðlum.
Rauða línan (ekki brenna lengra línan) á kertinu og öryggissían, sem er sérstaklega þróuð, tryggja einfalda og örugga notkun.

BIOSUN eyrnakertin eru reglulega prófuð hjá óháðum stofnunum.