Bítið á jaxlinn og fáið höfuðverk!

Bítið á jaxlinn og fáið höfuðverk!

Hallfríður María Pálsdóttir þýddi með leyfi höfundanna, Dorthe Krogsgaard og Peter Lund Frandsen

page71_1

„Bíttu á jaxlinn maður,“ er algengt orðatiltæki, einnig „hún beit á jaxlinn og hélt þetta út“. Í mörgum tilfellum væri hægt að segja í staðinn: „Bíttu á jaxlinn og fáðu höfuðverk!“ Margir spenna kjálkavöðvana ómeðvitað og oft á tíðum stafar höfuðverkur af einföldum orsökum, svo sem kjálkaspennu.

Í önnum og streitu hversdagsins er oft ærin ástæða til að „bíta á jaxlinn og halda þetta út“. Hjá mörgum getur það orsakað króníska spennu í kjálkavöðvunum. Þegar þú færð sjúkling sem þjáist stöðugt af höfuðverk er góð hugmynd að spyrja hann um kjálkaspennu og önnur kjálkavandamál. Þó að svarið sé neikvætt, prófið samt sem áður að athuga kjálkavöðvana með því að þreifa á þeim og biðjið gjarnan skjólstæðinginn um að opna og loka munninum á meðan. Margir verða undrandi á því hversu aumir kjálkavöðvarnir eru og hversu lítið þeir geta gapað.

Kjálkaspenna og stóri lundarvöðvi (psoasvöðvinn)
Ef kjálkaspennan er aðeins öðru megin er hugsanlegt að hún stafi frá gömlum eða nýjum tannvandamálum en hún getur einnig verið merki um stoðkerfisvandamál annars staðar í líkamanum. Þar getur verið um margskonar samhengi að ræða sem of langt mál yrði að gera grein fyrir hér en reynið að prófa psoasvöðvann. Ef hann er einungis spenntur öðru megin er það góð vísbending um áframhaldið. Sjá frekari upplýsingar í greininni Vanmetin orsök margra stoðkerfisvandamála sem einnig er birt hér á vefnum.

Félagar kjálkaliðsins.
Til að geta meðhöndlað/slakað á kjálkavöðvunum er gott ráð að huga einnig að öðrum stórum liðum í líkamanum. Spyrjið og rannsakið hvort spenna/vandamál er í ökklaliðum, hnjám og mjöðmum. Haldið áfram upp eftir líkamanum í átt að kjálkunum og skoðið axlarliði, axlagrind aftan og framan og hnakkann. Hálsvöðvarnir (M. Sternocleidomasteodeus) hafa festu rétt við kjálkann og eru oft mjög spenntir. Það er mikilvægt að taka þá með þegar kjálkaspenna er meðhöndluð.

Meðhöndlunin
Eftirfarandi svæði og punkta er gott að prófa og hafa með í meðhöndluninni ef þeir eru spenntir og undir álagi:

  • Hryggsúluna, bæði beint og með svæðameðferð
  • Utanverðan ökklalið sem samsvarar einnig mjaðmasvæðinu
  • Hné
  • Axlaliði og viðbein
  • Hnakka og hálsvöðva
  • Stress meðhöndlun – ósjálfráða taugakerfið

Nuddið að lokum kjálkavöðvana og þrýstið jafnframt á „triggerpunkta“ til að meðhöndla kjálkasvæðið. Sjá myndir.
page71_2
Svæði fyrir kjálkaliði eftir Hanne Marquardt (© Hanne Marquardt).

page71_3
Svæði fyrir kjálkaliði eftir Karl-Axel Lind system II, þar sem höfuðið speglast í öllum fætinum
(© Touchpoint með leyfi Anna-Kaarina Lind, Medika Nova, Finland).
page71_4
Valdir triggerpunktar og dæmigerð sársaukaleiðni í tyggivöðvunum
A) M. masseter og B) M. temporalis(© Touchpoint).
Teygja á eða spenna upp kjálkavöðvana
Auk þess að meðhöndla með svæðameðferð er mikilvægt að kenna sjúklingnum teygjuæfingar til að gera heima. Þær felast í því að gapa, eða opna munninn mikið, nokkrum sinnum á dag. Þetta á ekki að vera sársaukafullt, aðeins á að fara að sársaukamörkum en ekki yfir þau, því þá læsast kjálkavöðvarnir og æfingin gerir ekkert gagn.