Axlameiðsli

Axlameiðsli

Öxlin er hreyfanlegasti hluti líkamans en samt er það ekki alltaf svo.
Vandamál í öxl þróast oft smám saman og það er mikilvægt að þekkja byrjunareinkennin. Algengustu meiðslin eru slitnir vöðvaþræðir, bólgur í sinaslíðrum og liðpokum. Allt of margir fá einungis meðhöndlun við einkennunum, t.d. með því að hindra hreyfingu axlarinnar.
Í þessari grein beinum við athyglinni að vandamálum sem tengjast íþróttaiðkun.

Öxlin – heillandi og flókið svæði
Öxlin er svæðið þar sem handleggurinn tengist líkamanum. Fyrir utan axlarliðinn tilheyra viðbein, herðablöð, vöðvar og liðir ásamt handarkrikanum þar sem æðar og taugar liggja niður í handlegg, axlarsvæðinu.
Hin líffærafræðilega uppbygging axlarinnar tryggir þennan mikla hreyfanleika hennar. Að hluta til er handleggurinn hengdur upp í axlargrindina með axlarliðnum, sem er hreyfanlegasti liður líkamans, og þar að auki bætist hreyfanleiki axlagrindarinnar við.

Reynið sjálf
Prófið að lyfta handleggnum út frá líkamanum. Þar til þið náið láréttri stöðu notið þið sjálfan axlarliðinn og vöðvana í kringum hann. Lyftið því næst handleggnum hærra. Finnið hvernig öll axlargrindin hjálpar nú til. Þetta veitir innsýn í hversu margir vöðvar eru notaðir í handbolta,  badminton, sundi og ýmsum öðrum íþróttagreinum.
Vöðvunum, sem stjórna öxlinni og upphandleggshreyfingum, má skipta í:
1) Stóru yfirborðsvöðvana sem eru framan á og aftan á öxlinni og veita afl til grófari hreyfinga (t.d. trapezius, lattisimus dorsi, rhomboid, deltoideus, pectoralis major og minor, serratus anterior).
2) Litlu axlarvöðvana (hina svokölluðu axlarlíningu eða rotator cuff), sem stýra fínu hreyfingunum í axlarliðnum og  varna því að öxlin fari úr liði (subscapularis, supra- og infraspinatus, teres minor).
Eina liðtengingin á milli handleggs og líkama er viðbeinsliður (liðurinn á milli viðbeins og bringubeins), þar fyrir utan er tengingin einungis með vöðvum.

page72_1
Mynd 1: Plexus brachialis/upparmsflækja (gult).

Þegar öxl verður fyrir skaða
Íþróttagreinar sem reyna mest á axlir eru kastgreinar, tennis, og sund. Það er mikið álag á axlirnar þegar maður hreyfir handlegginn hratt til að kasta bolta eða slá með tennisspaða. Tennisspaði getur t.d. náð 400 km hraða í uppgjöf.
Íþróttahreyfingar eru oft einhæfar. Sömu sundtökin eru endurtekin aftur og aftur, sama uppgjöfin í tennis er æfð aftur og aftur og.s.frv.  Það hefur í för með sér að sömu vöðvarnir, sinarnar, festur, liðpokar og liðbönd eru undir álagi við hverja einustu æfingu og keppni.
Þessi blanda einhæfðra hreyfinga og mikils átaks veldur mikilli hættu á álagsskaða á öxlum.
Algengustu meiðslin eru slitnir vöðvaþræðir, bólga í sinum og slímbelgsbólga (bursitis).
Vandamálin koma oft smám saman og því er mikilvægt að þekkja hin dæmigerðu byrjunareinkenni; stirðleika við upphitun og sársauka í eða eftir æfingar. Maður getur auðvitað verið óheppinn og orðið fyrir heiftarlegum axlarmeiðslum eftir fall eða högg, vöðvi eða sin rifnar og fer ef til vill úr liði, en slíkt er sem betur fer tiltölulega sjaldgæft. Álagsmeiðsli sem ágerast smám saman eru miklu algengari.

Ábendingar fyrir svæðameðferð
Það er gott að byrja og enda hverja axlarmeiðsla meðhöndlun með því að prófa hreyfigetu axlarinnar. Að hluta til er það vísbending fyrir meðferðaraðilann um áhrif meðhöndlunarinnar, og að hluta til er það hvatning fyrir skjólstæðinginn þegar hann upplifir meiri hreyfigetu og minni sársauka. Við sýnum hér dæmi um punkta og svæði sem áhrifaríkt er að meðhöndla þegar um axlarvandamál er að ræða:
• Hryggsúlan, sérstaklega mænugeirana  C5 – T1. Þar eru upptök upparmsflækju sem ítaugar axlir og handleggi (mynd 1).
• Taugaviðbragðspunkturinn fyrir n. axillaris (holhandartaug) sem meðal annars ítaugar m. deltoideus (axlarvöðvi) (mynd 2).
• Viðbragðssvæði fyrir axlarliðinn með Karl-Axel Lind aðferð II (mynd 3).
• Vöðvasvæði fyrir m. trapezius (sjalvöðvi) og m. lattisimus dorsi (bakbreiðavöðvi) (mynd 4).
page72_2
Mynd 2: Taugaviðbragðspunktur fyrir n. axillaris/holhandartaug.

page72_3
Mynd: 3 Axlasvæði (skulder) með Karl Axel Lind aðferð II.

page72_4
Mynd 4: Svæði fyrir m. trapezius (T) og m. lattisimus dorsi (L).

Aðrir mikilvægir staðir til að meðhöndla með klassískri svæða- og viðbragðsmeðferð eru auðvitað axlaliður og herðar, en einnig sternoclavicularliðurinn (liðurinn á milli viðbeins og bringubeins), og að sjálfsögðu vöðvar axlarinnar. Munið einnig að meðhöndla sympatíska taugakerfið vel til að efla blóðflæðið til vöðvanna.
Ef að vandamálið stafar af taugaklemmu í upparmsflækju (taugaleiðniverkir í handlegg eða fingrum) er gott að slaka á vöðvunum, það er einnig ráð að skoða líkamsstöðu skjólstæðingsins og hugsanlega stinga upp á breytingum (statikcorrection). Með því að draga magann inn og lyfta brjóstinu léttir þrýstingnum á taugarnar þar sem að þær fara í gegn um taugaop í brjóstkassa.

Heimaæfingar
Mikilvægur hluti meðhöndlunarinnar er að kenna skjólstæðingnum eina til tvær æfingar til að gera heima. Þegar um verki í öxlum er að ræða verða þetta að vera léttar æfingar og ekki má fara yfir sársaukamörk. Munið einnig eftir því að þjálfa vöðvana framan á brjóstkassanum.

Æfingar til styrkingar
Margt íþróttafólk styður þjálfunina með því að þjálfa upp styrk. Lyftingar stækka og styrkja vöðvana og þar með möguleika á betri árangri í íþróttum.  En sterkari vöðvar auka líka álagið á liðina. Algeng mistök eru að þjálfa nokkra vöðva á kostnað hinna. Það leiðir til skekkju og ójafns álags á liðina og eykur hættu á skaða.

Frosin öxl – og stress
Meðhöndlunartillögurnar sem hér er lýst er einnig hægt að nota til meðhöndla annars konar axlavandamál. Á námskeiðinu – „umhverfis: Öxlina“ fjöllum við einnig um vandamál eins og frosna öxl, verki í herðunum, slitgigt, taugaklemmu, bólgur, verki framan í brjóstkassanum, verki í kring um herðablöðin og önnur vandamál á axlasvæðinu. Langoftast stafa axlaverkir því miður ekki af íþróttaiðkun heldur einhæfum skrifstofustörfum og tölvuvinnu. Stór áhrifavaldur í krónískum verkjum er stress! Sér í lagi vegna þess verður að meðhöndla sympatíska taugakerfið vandlega og þau líffæri sem sá hluti sympatíska taugakerfisins ítaugar, og sem ítaugar einnig axlasvæðið.
Það er undarlegt að komast að raun um að við meðhöndlun á t.d. frosinni öxl, er oft árangursríkara að meðhöndla sympatíska taugakerfið og þau líffæri sem það ítaugar og tilheyra axlasvæðinu, en að meðhöndla sjálft axlasvæðið.

Tekið af touchpoint.dk