Jákvæðar fréttir

Í öllu þessu flóði af neikvæðum fréttum langar mig til að segja þér góða sögu!

Einn morgun um daginn mættum við vinafólki okkar úti á leikskóla… „Nei er sonur ykkar líka að fá svona augnsýkingu“ sögðu þau og svo fórum við að spjalla um þetta… nema hvað að við hittumst aftur seinnipartinn og þá voru báðir drengirnir orðnir verulega rauðir í augunum og aðeins farið að leka úr þeim. Við töluðum þá um að það væri sennilega best að leita sér hjálpar og reyna að stoppa þetta strax.

Ég sendi hómópatanum mínum sms og á þremur dögum varð sonur minn góður eftir að hafa fengið viðeigandi remedíu og hann varð reyndar aldrei neitt verulega veikur.

Vinafólk okkar fór hins vegar á læknavaktina með son sinn, fékk pensilín og augndropa, og tveimur nóttum seinna vöknuðu þau við að strákurinn var grátandi og þá voru augun á honum límd saman af greftri. Það var ekki ástæðan fyrir því að hann vaknaði. Hann hafði fengið svo mikinn niðurgang af pensilíninu ( hann hefur fengið niðurgang áður af pensilíni) og rassinn á honum var allur brenndur eftir hægðirnar og blóðugur.  Hann var frá í viku á leikskólanum og er ennþá þrem vikum seinna mjög slæmur á rassinum.

Þetta var auðvitað hrikalegt fyrir þau en við erum svo ánægð með að vera komin með nýjar og miklu betri lausnir, svo að við ætlum að bera út boðskapinn! Vinafólk okkar er enda núna að lesa sér til um hómópatíu. Þau segja líka að bara það að sjá muninn á strákunum okkar sé örugglega besta auglýsingin sem íslenskir hómópatar hafi fengið í mörg ár.

Kærar þakkir fyrir okkur!

kveðja,
V