Inflúensa A (H1N1)

Inflúensa A (H1N1) (Svína flensa)

Hómópatía getur hjálpað í flensufaröldrum
Vegna frétta sem nú tröllríða heiminum um svínaflensufaraldur (inflúensa A (H1N1) höfum við tekið saman  upplýsingar, heillræði, og tillögur um hómópatískar remedíur sem reynst hafa vel í flensufaröldrum og flýta fyrir bata. Til að fá nánari upplýsingar er ráðlegt að hafa samband við hómópata.

Einkenni inflúensu A (H1N1) svínaflensu eru keimlík mörgum öðrum flensuvírusum.
Hiti og hósti eru algengustu einkennin en þau geta einnig verið höfuðverkur, kuldahrollur, lystarleysi, beinverkir og þreyta ásamt ertingu í hálsi.  Ógleði, uppköst og niðurgangur geta einnig verið fylgikvilli flensunnar.

clip_image002-3

Remedíur vegna bráðatilfella ákvarðast, eins og hómópötum er tamt, af einkennum í hverju einstöku tilfelli. Eldra fólk og þeir sem eru veikir fyrir, eiga frekar á hættu að fá fylgikvilla. Því er áríðandi fyrir þá að leita sér aðstoðar hjá hómópata eða lækni.
Remedíur sem hafa verið notaðar í gegnum árin, á árangursríkan hátt, til að meðhöndla flensu á öllum stigum er taldar upp hér á næsta blaði. Þær eru fullkomlega öruggar, þannig að allir, ungir jafnt sem aldnir geta tekið þær án áhættu.

Besta vörnin gegn inflúensunni að okkar mati er að borða hollan mat, og lifa heilsusamlegu lífi almennt, ásamt því að gera einfaldar almennar ráðstafanir. Ýmis vítamín og steinefni efla ónæmiskerfið og má fá upplýsingar um þau í hinum ýmsu heilsubúðum.

Fyrirbyggjandi hómópatísk meðhöndlun
Hómópatía á sér langa sögu í fyrirbyggjandi meðhöndlun í hinum ýmsu sjúkdóms-faröldrum sem hrjáð hafa mannkynið. Því miður eru ekki til vísindalega skráð tilfelli um að slíkt virki, en til er fullt af munnmælasögum og frásögnum þess efnis.
Margir hómópatar álíta að besta vörnin gegn sjúkdómum sé að lifa heilsusamlega og fá heildræna hómópatíska meðferð, með almenna heilsueflingu að markmiði.

Bráðatilfelli
AGE – Arsenicum iodatum/Gelsemium/Eupatorium 30: Remedíuþrenna sem á sér sögu um fyrirbyggjandi notkun, þó að engar vísindalegar prófanir hafi verið gerðar nýlega. Þær eru teknar um leið og einhver einkenni birtast eða eftir nærveru við einhvern sem er veikur, Ein tafla, þrisvar sinnum á dag þangað til að einkennin dofna.

Aconite 30: Fólk veikist skyndilega eftir að hafa verið úti í köldum vindi eða því hefur orðið kalt. Hiti og kuldahrollur, eirðarleysi og kvíði. Góð á fyrsta stigi flensu.

Bryonia 30: Fólk verkjar ef það hreyfir sig, vill liggja kyrrt. Harður þurr hósti. Höfuðverkir og verkir sem eru betri við þrýsting, en verri við hreyfingu. Pirringur og þorsti í kalda drykki.

Camphora 30: Fólki er ískalt,  vill samt ekki hafa neitt ofan á sér, en er viðkvæmt fyrir kulda og vill kalda drykki. Veikist skyndilega, vill narta, vill hafa einhvern til að hjúkra sér á meðan hitinn er hár. Áhyggjur.

Eupatorium perfoliatum 30: Slæmur bakverkur, verkir í útlimum, sérstaklega beinum, eins og þau séu brotin. Eymsli í húð og vöðvum, skjálfti, kuldahrollur. Þorsti í kalt vatn, en getur kastað upp mat, drykk og galli. Höfuðverkur með ógleði, eymsli í brjóstkassa og hósti.

Nux Vomica 30: Mikill kuldahrollur, skjálfti, á erfitt með að hlýna þrátt fyrir háan hita. Fólk getur verið með hita en er ískalt að innan. Verkir í útlimum og einkenni frá meltingu. Ógleði. Líður betur eftir svefn, heita drykki, þrýsting og vill einveru.

Gelsemium 30: Verkir, þreyta og slappleiki, sérstaklega í vöðvum og útlimum. Syfja, skeytingarleysi, svimi og skjálfti. Þung augnlok og slæmur höfuðverkur frá hálsi sem leiðir upp í höfuð og enni. Kuldahrollur og hiti. Enginn þorsti.

EFTIR INFLÚENSU
Tuberculinum Aviare 200:
Hómópatar nota þessa remedíu til að „hreinsa upp“ einkenni eftir flensu, sérstaklega þegar um lungnasýkingu hefur verið að ræða. Hósti er þrálátur, pirrandi og kitlandi. Mikill slappleiki, þyngdartap og lystarleysi. Remedían hressir við allan líkamann, dregur úr hóstanum og eykur matarlyst.
Þrír skammtar á 12 tímum.

Neðangreindar remedíur gætu einnig komið að gagni:
China: Viðvarandi slappleiki og kuldahrollur, blóðleysi, þörf til að teygja og hreyfa sig. Dagamunur á heilsu.

Kali Phosphoricum: Almennur slappleiki með krampa. Léttasta verk virðist sem þungur baggi.

Phosphoric Acid: Síþreyta eftir flensu. Líður betur í hita og eftir svefn. Skeytingarleysi, leiði, örvænting, afskiptaleysi. Viðvarnandi hitavella. Ofantaldar remedíur má taka í styrkleika 6C, þrisvar sinnum á dag, eða styrkleika 30c, tvisvar sinnum á dag.

Ilmkjarnaolíuúði til varnar flensu

Oft á tíðum getum við fundið til hjálparleysis þegar flensur herja á land og þjóð. Það er hins vegar til auðvelt ráð sem dregur verulega úr smitun sýkla. Ilmkjarnaolíuúða er hægt að nota til að úða loftið í bílum, flugvélum, á vinnustað og auðvitað getur þú úðað því á sjálfa þig og þá sem eru þér kærir.
Tea Tree, lavender og lemon ilmkjarnaolíur eru þekktar fyrir virkni sína gegn sýklum og sýkingum og geta þar af leiðandi verið mikil hjálp gegn kvefi og flensum.
Gerðu þinn eigin ilmkjarnaolíuúða og segðu bless við flensurnar.

Það er auðvelt að búa til sinn eigin ilmkjarnaolíuúða til varnar flensu.

clip_image004-2

Það sem þú þarft er:
• Úðabrúsi (50 eða 100 ml.)
• 50 ml. flaskan fer vel í veski eða vasa.
• Vatn
• Tea Tree ilmkjarnaolía
• Lavender ilmkjarnaolía
• Lemon ilmkjarnaolía

50 ml. úðabrúsi
12 dropar tea tree ilmkjarnaolía
6 dropar lavender ilmkjarnaolía
9 dropar lemon ilmkjarnaolía
EÐA
100 ml. úðabrúsi
24 dropar tea tree ilmkjarnaolía
12 dropar lavender ilmkjarnaolía
18 dropar lemon ilmkjarnaolía

Setjið ilmolíurnar beint í flöskuna.

clip_image006-3-2clip_image008-2

 

Fyllið flöskuna af vatni, setjið tappan á. Snúið flöskunni varlega fram og tilbaka til að efnin blandast.

Einfaldur ilmkjarnaolíuúði – vörn gegn smiti
50 ml. vatn
24 dropar lavender ilmkjarnaolía
100 gr. vatn
48 dropar lavender ilmkjarnaolía

Notið sömu leiðbeiningar eins og hér fyrir ofan.

Aðrar ilmkjarnaolíur sem gætu hjálpað

Clove oil (negul olía) er besta eugenol uppspretta náttúrunnar og með hæsta skor einstaks efnis sem rannsakað hefur verið með tilliti til andoxunar á ORAC skalanum. Clove er einnig þekkt fyrir ónæmiseflandi eiginleika.

Lemon oil (sítrónu olía) inniheldur 68 % d-limonene sem er mjög andoxandi. Hún þekkt fyrir að virka sem náttúrulegt leysiefni og hreinsiefni.

Cinnamon bark (kanill) er ríkur af andoxunarefnum og þekktur fyrir að lina óþægindi á veturna og styðja meltinguna.

Eucalyptus radiata er ein fjölhæfasta eucalyptusilmkjarnaolían og hefur marga heilsueflandi eiginleika. Þessi magnaða ilmkjarnaolía inniheldur eucalyptol, sem er eitt aðalinnihaldsefnanna, en því hefur í rannsóknarniðurstöðum verið lýst sem áhrifaríku gegn bakteríum í staðbundinni notkun.

Rosemary olía er náttúrulega orkuaukandi og er oft hjálpleg gegn þreytu.

Heimild