Gallsteinar

Fimmta hver kona er með gallsteina og tíundi hver karl
Kaffi og gallsteinar
Gallsteinamyndun ertir gallblöðruna og hefur áhrif á meltinguna. Það getur valdið slæmum verkjaköstum þegar stærri steinar fara um gallrásina og í versta falli valdið bólgu í gallblöðrunni.  Danir drekka að meðaltali átta bolla af kaffi á dag sem er ekki góð blanda þegar maður myndar gallsteina því það eykur samdrætti gallblöðrunnar.  Kaffi, fita, fæðuóþol og almenn erting ónæmiskerfisins getur allt komið af stað kasti.
Af hverju myndast gallsteinar?
Gallsteinar eru úr kólesteróli, kalki og gallefnum og eftirtaldir áhrifavaldar stuðla að gallsteinamyndun:

  • Fæða sem inniheldur mikinn sykur, lítið af trefjum og mikið kjöt.
  • E- og C vítamínskortur.
  • Skortur á Lecithíni (t.d. í hráum eggjarauðum).
  • Lágar magasýrur.
  • Inntaka estrógena.
  • Lyf sem auka kólesteról í galli.
  • Þarmasjúkdómar (t.d. Chrohns).
  • Bæði ofát og vanát
page99_clip_image001
Gallblöðruhreinsun Gallblaðra full af steinum      

Ekki er mælt með eftirfarandi hreinsun ef viðkomandi hefur fengið alvarleg gallsteinaköst með stórum steinum.
Frá morgni til kvölds eru einungis borðuð lífræn epli, gjarnan græn ef þau fást. Drekkið vatn, jurtate eða eplasafa. Blandið 2/3 hluti úr bolla af ylvolgri lífrænni grænni kaldpressaðri ólífuolíu og 1/3 hluta úr bolla af sítrónusafa og drekkið fyrir svefninn. Drekkið hægt og farið strax í rúmið.  Liggið á hægri hlið með hægri fót dreginn upp. Daginn  eftir má sjá stein úr gallblöðrunni og úrgang úr lifrinni í hægðunum.

Tveggja mánaða gallsteinakúr
Eftirfarandi  hreinsun er vel við hæfi ef þú hefur stóra gallsteina sem þarf að leysa upp.

Forðist Borðið Mjög gott Að auki
Kjöt
Mjólkurvörur
Egg
Jarðhnetur
Hnetur
Hveiti
Hafra
Brún hrísgrjón
Quinoa
Grænmeti
Ávexti
Baunir
Linsubaunir
Perur
Steinselja
Þang
Sítrónur
Lime
Túrmerik
1-2 radísur
á milli máltíða
(í 3 af 6 vikum)5 bolla af kamillute daglega.  5 msk af hörfræolíu, mánud – laugard allar vikurnar
 

Kryddað þang
Leggið ½ pakka af Iziki þangi í bleyti í vatni í 2 mín.  Sjóðið þangið í vatninu í aðrar 2 mín.  Hellið vatninu af. Blandið með niðurskornum perum.  Marinerið í blöndu af 1 tsk. túrmerik, 1 msk. rifnum engifer, 1dl ólífuolíu, ½ sítrónu eða lime safa og 1 pressuðum hvítlauk. Smakkið til með tamarisósu (soja sósu ).  Kryddþangblönduna má geyma í ísskáp í 3-4 daga og er hún góð með salati, baunaréttum og hrísgrjónum.

page99_clip_image003Hollar pönnukökur
1 þroskaður banani
1 egg
4-5 msk. hrísmjöl (hýðishrísmjöl)  
1 msk. kókosmjöl
klípa af fínu hafsalti
1 tsk. kanel
Bananinn er stappaður með gaffli og eggið er pískað saman við. Bætið í salti og kanel. Því næst hrísmjöli og kókosmjöli. Blandan er tiltölulega þykk. Steikist á pönnu í kókosolíu.  

Heimildir: Touchpoint.dk  (Mad som behandler námskeiðin)
Þýðing:  Hallfríður M Pálsdóttir með leyfi Touchpoint.dk