Aspartam

Eftirfarandi grein eftir Pat Thomas birtist í septemberhefti THE ECOLOGIST árið 2005. Hallfríður M. Pálsdóttir þýddi með leyfi blaðsins.

Aspartam

er umdeildasta fæðubótarefni sögunnar.
Nýjustu vísbendingar, sem tengja það við hvítblæði og eitlaæxli, hafa aukið verulega mótmæli lækna, vísindamanna og neytendasamtaka sem staðhæfa að það hefði aldrei átt að hleypa þessu sætuefni á markað og það, að leyfa því að vera áfram í fæðukeðjunni, sé að drepa okkur hægt og bítandi.

Einu sinni var aspartam skráð sem efni til lífefnahernaðar hjá Pentagon en er nú  óaðskiljanlegur hluti nútíma mataræðis.
Það finnst í meira en 5.000 matvælategundum og er selt undir vörumerkjum eins og Nutrasweet og Canderel, þar á meðal í gosdrykkjum, tyggigúmmíi, sætuefnum, megrunarmatvælum og matvælum fyrir sykursjúka, sultum, sælgæti, vítamínum og lyfjum, jafnt lyfseðilskyldum sem lausasölulyfjum. Þar af leiðandi eru miklar líkur á því að þú og fjölskylda þín tilheyrið þeim  tveim þriðju hlutum fullorðinna og 40 prósentum barna sem neyta reglulega þessa gervisykurs.

Þar sem aspartam inniheldur engar hitaeiningar hafa heilsumeðvitaðir einstaklingar alls staðar talið það blessun og flest okkar álitum það skaðlaust, ef við á annað borð hugsum eitthvað út í það. Óháðir vísindamenn halda því hins vegar fram að aspartam framkalli veikindi hjá fólki, svo sem höfuðverki, minnisleysi, geðsveiflur, flog, MS og Parkinson einkenni, æxli og jafnvel dauða.

Áhyggjur af eituráhrifum aspartams urðu til þess að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (US Food and Drug Administration (FDA)) neitaði í átta ár að samþykkja það, sem aftur hindraði dreifingu þess á heimsmarkaði. Þessi varkárni byggðist á sannfærandi vísbendingum, sem settar höfðu verið fram af fjölmörgum framúrskarandi vísindamönnum, málafærslumönnum og neytendasamtökum, þess efnis að aspartam stuðlaði að alvarlegum miðtaugakerfisskemmdum auk þess sem sýnt hefur verið fram á að það veldur krabbameini í dýrum. Samt sem áður báru hin pólitísku öfl vísindin að lokum ofurliði og notkun aspartams í matvæli var samþykkt árið 1981.

Þessi stefnubreyting Matvælastofnunar Bandaríkjanna opnaði flóðgáttir og leiddi til skjótrar samþykktar á notkun aspartams í fleiri en 70 löndum víðsvegar um heiminn. Hin ótrúlega saga þessa sætuefnis sýnir hins vegar að skaðleysisvottorðið sem þar til bærar ríkisstofnanir skrifuðu upp á, og eiga að vernda heilsu almennings, eru einfaldlega ekki pappírsins virði.

Desember 1965
Efnafræðingur hjá GD Searle lyfjafyrirtækinu uppgötvar aspartam af slysni, efni sem er 180 sinnum sætara en sykur en inniheldur þó engar hitaeiningar, þegar hann var að vinna að þróa sáralyf.

Vor 1967
GD Searle hefur öryggisprófanir sem eru nauðsynlegar til að fá samþykki FDA.

Haust 1967
GD Searle fær hinn framúrskarandi lífefnafræðing Dr. Harry Waisman, forstjóra Joseph H. Kennedy Jr Memorial Laboratory in Mental Retardation Research [1] við háskólann í Wisconsin og virtan sérfræðing í eituráhrifum phenylalanine ((fenýlalanín) sem er 50 prósent innihaldsefna aspartams), til að stjórna rannsókn á áhrifum aspartams á prímata. Af sjö öpum dó einn og fimm fengu alvarleg flogaköst.

Vor 1971
Dr. John Olnley, prófessor í taugameinafræðum og geðlækningum, tilkynnir GD Searle að rannsóknir hans við St Louis School of Medicine við Washington háskóla – en rannsóknir þeirra á taugaskaðandi aukaefni í matvælum (monosodium glutamate (MSG)) [2] urðu til þess að það var fjarlægt úr barnamat – hafi sýnt fram á að asparticsýra, sem er eitt af meginefnum aspartam, valdi götum í heila músaunga. Einn rannsóknarmanna GD Searle, Ann Reynolds, staðfestir niðurstöður Olneys með svipaðri rannsókn.

Dr. John Olnley sýnir fram á að asparticsýra, sem er eitt aðalefnið í aspartam, valdi götum í heila músaunga.

Febrúar 1973
GD Searle sækir um leyfi hjá FDA og leggur fram yfir 100 rannsóknir sem sagt er að styðji öryggi aspartam. Hvorki dauðir apar né mýs með göt í heilanum voru nefnd þegar umsóknin var lögð fram.

12. september 1973
Á minnisblaði gagnrýnir Dr. Martha M. Freeman hjá efnaskipta- og innkirtlalyfjadeild FDA skort á upplýsingum í þeim gögnum sem GD Searle lagði fram, sérstaklega með tilliti til eins eitraðs niðurbrotsefnis  efnablöndunnar; diketopiperazine (DKP). Mælir hún með því að markaðsetning aspartams verði háð því að vísindalega verði sannað að sætuefnið sé skaðlaust.

26. júlí 1974
Stjórnarmaður FDA, Alexander Schmidt, gefur út fyrsta leyfið fyrir notkun á aspartam sem „fæðubótarefni“, eingöngu til notkunar í þurrmeti. Leyfið er veitt þrátt fyrir að vísindamenn FDA hafi gert alvarlegar athugasemdir vegna skorts á upplýsingum frá GD Searle.

Ágúst 1974
Áður en aspartam fór á markað voru formleg mótmæli lögð fram gegn leyfisveitingu FDA af Dr. John Onley, James Turner (lögmanni, talsmanni neytenda og þar áður samtakanna Naider Rider, sem áttu sinn þátt í því að gervisætuefnið cyclamate var fjarlægt af markaði í Bandaríkjunum) og Label Inc. hópnum þar sem vísað var til sannana um að aspartam kynni að geta valdið heilaskaða, sérstaklega hjá börnum.

Júlí 1975
Áhyggjur af nákvæmni rannsóknarupplýsinga sem GD Searle skilaði til FDA vegna margra framleiðsluvara leiða til þess að Schmidt skipar sérstakan átakshóp til að rannsaka ósamræmi 25 lykilrannsókna á aspartam
og þremur öðrum lyfjum frá GD Searl; Flagyl, Aldactone og Norpace.

5. desember 1975
GD Searle samþykkir rannsókn á öryggi aspartams og afturkallar það af markaði á meðan niðurstöðu er beðið. Í næstum 10 ár, á meðan rannsóknir fara fram á skaðleysi aspartams og fullyrðingum um sviksamlega starfshætti Searle, er sætuefnið ekki á markaði. Samt sem áður heldur rannsóknarnefndin ekki fund í fjögur ár.

24. mars 1976
Rannsóknarnefnd FDA lýkur 500 síðna skýrslu um rannsóknir og tilraunastarfsemi GD Searle. Skýrslan sýnir fram á galla og falsanir í prófunum á framleiðsluvörum, viljandi rangfærslur í prófunum, vísvitandi rangfærslur og hagræðing á rannsóknargögnum, ásamt dæmum um óviðkomandi dýrarannsóknir í tengslum við allar framleiðsuvörurnar sem voru skoðaðar. Samkvæmt yfirlýsingu Schmidt voru rannsóknir Searle „ótrúlega hroðvirknisleg vísindi. Það sem við uppgötvuðum var vítavert.“

Júlí 1976
FDA skipar nýja nefnd, sem Jerome Bressler, þaulreyndur eftirlitsmaður, stjórnaði til að rannsaka nánar óregluna á rannsóknum Searle á aspartam, sem upphaflegu nefndinni hafði sést yfir. Uppgötvanir nýju nefndarinnar voru á endanum teknar saman í skjal, undir nafninu Bressler-skýrslan.

10. janúar 1977
Aðalráðgjafi FDA, Richard Merrill, fer fram á það við skrifstofu ríkissaksóknara Bandaríkjanna að hefja réttarrannsókn á því hvort ákæra skuli GD Searle fyrir að hafa vísvitandi rangfært niðurstöður, halda leyndum efnislegum staðreyndum og gefa út falskar yfirlýsingar um skaðleysi aspartams eftir öryggisprófanir á efninu. Þetta er í fyrsta sinn sem að FDA fer fram á glæparannsókn á lyfjaframleiðanda.

26. janúar 1977
Á meðan á réttarrannsókninni stóð byrjuðu Sidley & Austin, lögmenn GD Searle, samningaviðræður við Samuel Skinner, ríkissaksóknarann sem stjórnaði rannsókninni. Skinner sagði sig frá rannsókninni og William Conlon tók við.

page18_1

8. mars 1977
Searle ræður hinn alþekkta Donald Rumsfeld, innanbúðarmann í Washington, sem framkvæmdastjóra til að reyna að snúa við stöðunni fyrir hið umsetna fyrirtæki. Rumsfeld, sem var fyrrverandi þingmaður og varnarmálaráðherra í ríkistjórn Fords, ræður nokkra fyrrverandi félaga sína frá Washington sem aðalstjórnendur.

FDA lýsir vísindum framleiðanda aspartams sem ótrúlega hroðvirknislegum. „Það sem að við uppgötvuðum var vítavert“.

1. júlí 1977
Samuel Skinner hættir sem saksóknari og hefur störf hjá lögmannastofu Searle. Conlon tekur við gamla starfi Skinners.

1. ágúst 1977
Bressler-skýrslan er birt. Hún beinist að þremur lykilrannsóknum á aspartam  sem Searle stjórnaði. Í skýrslunni segir að í einni rannsókninni hafi 98 af 196 dýrum dáið en þau voru ekki krufin fyrr en seinna, þannig að það var ómögulegt að ákvarða nákvæma dauðaorsök þeirra. Æxli voru fjarlægð úr lifandi dýrum og dýrin sett aftur inn í rannsóknina. Margar aðrar villur og ósamræmi fundust. Til dæmis var rotta tilkynnt lifandi, þá dauð, síðan aftur lifandi og enn og aftur dauð. Spurningin sem vaknar segir Bressler er: „Hvers vegna var ekki vandað betur til verka? Af hverju voru vísindamenn Searle ekki nákvæmari í rannsóknunum, vitandi fullvel að allt samfélagið, – frá þeim yngstu til þeirra elstu, frá veikum til heilbrigðra – mun hafa aðgang að þessari framleiðsluvöru.

FDA skipar enn eina rannsóknarnefndina til að fara yfir Bressler-skýrsluna. Endurskoðunin er unnin af teymi hjá því sviði FDA sem fylgist með öryggi matvæla og aukaefna.(Center of Food Safety and Applied Nutrition). Jacqueline Verret stjórnar rannsókninni.

28. september 1977
FDA gefur út skýrslu þar sem GD Searle er hreinsað af öllum áburði varðandi rannsóknaraðferðir sínar. Jaqueline Verret vitnaði seinna fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings um að rannsóknarteymi hennar hafi verið  beitt þrýstingi til að samþykkja gögn frá tilraunum sem voru greinilega stórslys.

Donald Rumsfeld framkvæmdastjóri Searle heitir því að kalla heldur inn greiða og nota pólitísk ráð frekar en vísindaleg til að gera FDA hliðhollt aspartam.

8. desember 1977
Þrátt fyrir kvartanir frá dómsmálaráðuneytinu tefur Conlon réttarrannsóknina svo lengi að kærufresturinn rennur út og rannsókninni er hætt. Aðeins ári seinna gengur Conlon til liðs við lögmenn GD Searle, Sidley & Austin.

1978
Tímaritið Medical World News greinir frá því að methanol (tréspíritus) innihald aspartams sé 1.000 sinnum meira en í flestum fæðutegundum sem FDA hefur umsjón með. Í miklu magni er methanol, eða tréspíritus, banvænt eitur.

1979
Þrátt fyrir óvissu í Bandaríkjunum um skaðleysi aspartams, er það sett á markað í Frakklandi, aðallega í lyfjum eða lyfjatengdum vörum.
Það er selt undir nafninu Canderel og framleitt af matvælafyrirtækinu Merisant.

1. júní 1979
FDA setur loks á laggirnar rannsóknarnefnd (Public board of inquiry (PBOI)) sem samanstóð af þremur vísindamönnum sem áttu að endurskoða mótmæli Olneys og Turners við samþykkt aspartams og úrskurða um skaðsemi sætuefnisins.

1980
Canderel er núna á markaði um mest alla Evrópu, þó ekki í Bretlandi, sem hitaeiningasnautt sætuefn i.

page18_2

30. september 1980
Rannsóknarnefnd FDA (PBOI) greiðir einróma atkvæði gegn því að leyfa notkun aspartams á meðan beðið er eftir niðurstöðum rannsókna á heilaæxlum í dýrum. Nefndin telur að ekki hafi verið sýnt með óyggjandi hætti fram á að aspartam sé öruggt fæðubótarefni.

20. janúar 1981
Ronald Reagan tekur við embætti forseta Bandaríkjanna. Umbreytingateymi Reagans, þar sem Rumsfeld er meðlimur, tilnefnir Dr. Arthur Hull Hayes sem forstöðumann FDA.

Janúar 1981
Rumsfeld tilkynnir á sölufundi hjá GD Searle að hann ætli að beita miklum þrýstingi til að fá aspartam samþykkt innan árs. Rumsfeld heitir því að innkalla greiða og nota pólitískar aðferðir frekar en vísindalegar til að fá FDA í lið með sér.

Þrátt fyrir kvartanir frá dómsmálaráðuneytisins, tefur William Conlon ríkissaksóknari réttarrannsóknina á Searle svo lengi að kærufresturinn rennur út og rannsókninni er hætt.

21. janúar 1981
Daginn eftir að Reagan tók við embætti, sækir GD Searle aftur um leyfi til FDA til þess að nota aspartam sem sætuefni.

Mars 1981
Pallborð forstöðumanns FDA er sett á laggirnar til að endurskoða athugasemdir rannsóknarnefndarinnar (PBOI).

19. maí 1981
Arthur Hull Hayes Jr., skipar fimm manna nefnd til að endurskoða ákvörðun PBOI.  Þrír af fimm nefndarmönnum mæla gegn samþykki á notkun aspartams og láta bóka að rannsóknir GD Searle séu ekki nægjanlega áreiðanlegar til að ákvarða um skaðleysi aspartams. Hayes skipar sjötta manninn í nefndina, atkvæði falla jafnt og málið er í sjálfheldu.

15. júlí 1981
Hayes hundsar ráðleggingar innanhússnefndar FDA, vísar á bug uppgötvunum PBOI og gefur leyfi fyrir því að aspartam verði notað í þurrvörur, á þeim grundvelli að það hafi sýnt sig að það sé skaðlaust í slíkri áformaðri notkun.

Þrír af fimm vísindamönnum í sérfræðinefnd FDA mæla gegn því að veita leyfi fyrir notkun aspartams. Þeir láta bóka að rannsóknir GD Searle séu ekki nægilega áreiðanlegar til að ákvarða um skaðleysi aspartams.

22. október 1981
FDA samþykkir aspartam sem sætuefni og til notkunar í töflur, morgunkorn, tyggigúmmí, þurrefni fyrir drykki, skyndikaffi og te, hlaup, búðinga, fyllingar, mjólkurvörur og sem bragðauka í tyggigúmmí.

1982
Aspartamsætuefnið Equal, sem framleitt er af Merisant, er sett á markað í Bandaríkjunum.

15. október 1982
FDA tilkynnir að GD Searle hafi farið fram á að fá að nota aspartam í gosdrykki, barnavítamín og aðra vökva.

1983
Lögmaður Searle, Robert Shapiro, gefur aspartam auglýsinganafnið Nutrasweet. Nafnið er skrásett sem vörumerki næsta ár. Saphiro varð seinna forstjóri Searle. Hann varð síðar forstjóri og svo stjórnarmaður og forstjóri Monsanto, sem eignast GD Searle árið 1985.

8. júlí 1983
Notkun aspartam í gosdrykki og sýrópsgrunnefni er leyfð í Bandaríkjunum og þremur mánuðum seinna í Bretlandi. Fyrir árslok er farið að selja Chandereltöflur í Bretlandi. Chanderelkorn fylgdi svo í kjölfarið árið1985.

8. ágúst 1983
Formleg mótmæli gegn því að leyfa aspartam eru lögð fram af James Turner, fyrir hönd sjálfs sín og Manneldisráðs (The Community Nutrition Institute), og af Dr. Woodrow Monte, forstjóra Matvæla- og næringarrannsóknarstofu Arizona fylkisháskólans. Mótmælin voru grundvölluð á mögulegum alvarlegum aukaverkunum langvinnrar neyslu sætuefnisins. Monte lætur einnig í ljós áhyggjur af neyslu methanóls í tengslum við notkun aspartams.

Haust 1983
Fyrstu kolsýrðu drykkirnir sem innihalda aspartam koma á markað í Bandaríkjunum.

September 1983
Hayes segir af sér sem forstöðumaður FDA í kjölfar athugasemd við fjölda ósamþykkta ferða hans með þotu General Foods (General Foods var og er stór kaupandi aspartams).
Hayes starfaði í stuttan tíma sem námskrárstjóri við Læknaskóla New York, áður en hann tekur við starfi aðalvísindaráðgjafa hjá Burston–Marsteller, helsta almannatengslafyrirtæki bæði GD Searle og Monsanto.

17. febrúar 1984
FDA neitar beiðni Turners og Monte um áheyrn, með þeim rökum að gagnrýnin á aspartam hafi ekki sýnt fram á  að neinum spurningum væri ósvarað um skaðsemi aspartams. Varðandi niðurbrot aspartams upplýsti FDA að stofnunin hefði endurskoðað rannsóknir á dýrum sem framleiðandi sætuefnisins hafi látið í té, ásamt klínískum og efnislegum rannsóknum, auk fyrirliggjandi vísindagagna. Niðurstaðan var að rannsóknirnar sýni fram á skaðleysi niðurbrotsefnanna.

Mars 1984
Kvartanir frá almenningi vegna aukaverkana aspartams fara að berast.
FDA fer fram á að Lýðheilsustofnun Bandaríkjanna (the Centers for Disease Prevention and Control (CDC)), hefji rannsókn á afmörkuðum fjölda tilfella aukaverkana aspartams.

30. maí 1984
FDA samþykkir notkun aspartams í fjölvítamín.

Júlí 1984
Rannsókn heilbrigðisráðuneytis Arizonafylkis á aspartam er birt í Journal of Applied Nutrition. Hún leiddi í ljós að eftir því sem gosdrykkir voru geymdir við hærra hitastig gekk efnabreyting aspartams yfir í methanól hraðar fyrir sig.

Sama dag og Lýðheilsustofnun Barndaríkjanna (CDC) gefur grænt ljós á aspartam tilkynnir gosdrykkjaframleiðandinn Pepsi að fyrirtækið ætli aðnota aspartam í alla sykurskerta drykki sem það framleiðir.

2. nóvember 1984
Rannsókn CDC á kvörtunum almennings vegna aspartams nær hámarki með skýrslunni Evaluation of Consumer Complaints to Aspartame Use, þar sem skoðuð voru 213 af 592 tilfellum sem tilkynnt voru. Þar kemur fram að endurteknar prófanir sýni að viðkvæmir einstaklingar fái einkenni aukaverkana í hvert sinn sem þeir neyta aspartams. Þessi einkenni voru m.a. árásargirni, ráðleysi, ofvirkni, mikill dofi, æsingur, minnistap, tap á dýptarskynjun, lifrarskemmdir, hjartastopp, krampar, sjálfsmorðstilhneigingar og alvarlegar skapsveiflur. Samt sem áður kemst CDC að þeirri niðurstöðu að það sé óhætt að neyta aspartams. Sama dag og CDC gefur grænt ljós á aspartam tilkynnir gosdrykkjaframleiðandinn Pepsi að fyrirtækið ætli að nota aspartam í alla sykurskerta drykki sem það framleiði. Aðrir framleiðendur fylgja fljótlega á eftir.

UPI fréttastofan greinir frá því að 10 opinberir starfsmenn alríkisstjórnarinnar sem áttu þátt í því að samþykkja aspartam hafi allir fengið vinnu í einkageiranum, í störfum sem tengjast framleiðslu efnisins með einum eða öðrum hætti.

1. október 1985
Montsanto, framleiðandi genabreytts nautgripavaxtarhormóns, erfðabreyttra soyabauna, skordýraeitursins Roundup og fleiri iðnaðar- og landbúnaðarefna, kaupir GD Searle fyrir 2,7 milljarða dollara.

21. apríl 1986
Hæstiréttur Bandaríkjanna, með dómarann Clarence Thomas, fyrrverandi lögmann Montsanto, í fyrirsvari, neitar að taka til greina rök Manneldisráðs (Community Nutrition Institute) og annarra neytendasamtaka þess efnis að FDA hafi ekki fylgt viðeigandi starfsreglum þegar notkun aspartams var leyfð. Rétturinn hafnar því einnig að gervisætuefnið í vökvaformi geti valdið heilaskemmdum hjá þeim er neyta mikið af hitaeiningasnauðum drykkjum.

16. október 1986
Turner leggur fram aðra beiðni, að þessu sinni varðandi hættu á krampaköstum og augnskemmdum vegna neyslu aspartams. Hann leggur fram þau rök að læknaskýrslur 140 aspartamsneytenda sýni að þeir hafi þjáðst af flogakostum og augnskemmdum eftir að hafa neytt varnings sem innihélt sætuefnið og því ætti FDA að banna aspartam þar sem efnið væri skaðlegt heilsu almennings.

21. nóvember 1986
FDA hafnar beiðni Turners á þeim forsendum að yfirgripsmikil gögn sýni fram á skaðleysi aspartams. Það sé ólíklegt að nokkur önnur matvara hafi verið eins nákvæmlega rannsökuð með tilliti til öryggiskrafna. Það að auki hafi ákvarðanir stofnunarinnar um að leyfa notkun aspartams verið fullkomlega löglegar.

28. nóvember 1986
FDA samþykkir notkun aspartams í ókolsýrð, frosin eða kæld ávaxtaþykkni, ávaxtasafa, ávaxtadrykki, drykki með ávaxtabragði, djús, frosin sæt hráefni og fersk, myntutöflur og tedrykki.

Desember 1986
FDA lýsir því yfir að það sé óhætt að nota aspartam sem óvirkan efnisþátt, svo fremi sem þess sé sérstaklega getið í merkingum.

page18_3

1987
Einkaleyfi aspartams vörumerkisins Nutrasweet rennur út í Evrópu, Kanada og Japan. Fleiri fyrirtækjum er nú frjálst að framleiða aspartam sætuefni í þessum löndum.

2. janúar 1987
FDA skýrsla um aukaverkanir vegna neyslu aspartams greinir frá því að meirihluti þeirra 3.133 kvartana sem þá höfðu borist vegna aspartams, bendi til áhrifa á taugakerfið.

12. október 1987
Alþjóðlega fréttastofan United Press International greinir frá því að fleiri en 10 opinberir starfsmenn sem áttu þátt í því að leyfa notkun aspartams, hafi allir fengið vinnu hjá fyrirtækjum í einkageiranum sem öll tengdust aspartamiðnaðinum.

3. nóvember 1987
Öldungadeild Bandaríkjaþings heldur yfirheyrslur um öryggi aspartammerkinga. Þar er fjallað um hinar gölluðu rannsóknaraðferðir og „hina sálfræðilegu tækni“ sem GD Searle notaði til að ná fram samþykki fyrir notkun aspartams. Fleiri upplýsingar koma fram í dagsljósið, þar á meðal sú staðreynd að aspartam var eitt sinn á lista Pentagons yfir efni sem nota mætti í framtíðinni sem vopn í lífefnahernaði.
Margir læknismenntaðir sérfræðingar og vísindamenn báru vitni um eituráhrif aspartams. Meðal þeirra var Verret, sem greindi frá því að á meðan rannsóknarteymi hennar var að taka saman skýrslu sína 1977, hafi þeim verið skipað að gera engar athugasemdir eða hafa áhyggjur almennt af lögmæti rannsóknanna. Hún hélt því fram að spurningum um fæðingargalla hafi ekki verið svarað. Hún hélt því líka fram að hækkun hitastigs vöru sem inniheldur aspartam leiði til aukningar á myndun DKP, efnis sem hefur sýnt sig að auki sepamyndun í legi og breytir magni kólesteróls í blóði. Verret sagði það auðsætt að einhverstaðar í kerfinu væru skrifstofublækurnar að hvítþvo málið.

1989
FDA hafa borist meira en 4.000 kvartanir frá neytendum vegna aukaverkana sætuefnisins.

14. október 1989
Dr. Hj. Roberts, forstjóri the Palm Beach Institute for Medical Research, heldur því fram að nokkur nýleg flugslys, þar sem rugl og afbrigðileg hegðun flugmanna átti hlut að máli, eigi rætur sínar að rekja til neyslu á varningi sem innihaldi aspartam.

20. júlí 1990
The Guardian birtir umfangsmikla rannsókn um aspartam og afhendir stjórnvöldum „skjalabunka með sönnunum“ sem byggja að miklu leyti á Bressler skýrslunni og krefjast þess að yfirvöld endurskoði úrskurð um skaðleysi aspartams. Engin endurskoðun fór fram. Monsanto stefndi The Guardian fyrir rétt og var blaðið þvingað til að biðjast afsökunar á því að hafa birt fréttina.

1991
Heilsuverndarstofnun Bretlands (Britain´s National Institutes of Health) birtir Adverse Effects of Aspartame January ’86 through Desember ’90, heimildaskrá yfir 167 rannsókir þar sem að skráðar eru aukaverkanir sem tengjast aspartam.

Sú staðreynd kom í ljós við yfirheyrslurnar að aspartam var einu sinni á lista Pentagons yfir efni sem nota mætti í framtíðinni sem vopn í lífefnahernaði

 

page18_4page18_5

1992
NutraSweet skrifar undir samning við Coca Cola og Pepsi þar sem því er lýst yfir að þeir kjósi þá fram yfir aðra sem birgja aspartams.

30. janúar 1992
FDA samþykkir notkun aspartams í maltdrykki, morgunkorn, kælda búðinga og fyllingar og í einingum sem koma í staðinn fyrir strásykur. NutraSweet markaðsetur þessar pakkningar undir nafninu skeiðfylli (Spoonful).

14. desember 1992
Einkaleyfi NutraSweet í Bandaríkjunum rennur út og önnur fyrirtæki öðlast tækifæri til að framleiða efnið.

page18_6

19. apríl 1993
FDA samþykkir notkun aspartams í hörðu og mjúku sælgæti, bragðbættum áfengislausum drykkjum, tedrykkjum, ávaxtasafa og ávaxtaþykkni, sætabrauði, kökumixi, glassúr, kökukremum og fyllingum í bökunarvörum.

28. febrúar 1994
Þrír fjórðu allra kvartana í Bandaríkjunum vegna aukaverkana tengjast aspartam. Bandaríska heilbrigðisráðuneytið tekur saman skýrslu þar sem safnað er saman öllum upplýsingum um aukaverkanir sem raktar hafa verið til neyslu aspartams. Alls eru þetta 6.888 kvartanir, þar af 649 sem CDC tilkynnti og 1.305 sem FDA tilkynnti.

Apríl 1995
Betty Martini, aðgerðasinni vegna neytendamála og stofnandi Mission Possible, hóps andstæðinga aspartams, notar lög um upplýsingaskyldu stjórnvalda til að neyða FDA til að láta af hendi opinberan lista yfir aukaverkanir sem tengjast neyslu aspartams. Listinn, sem tekinn var saman úr 10.000 kvörtunum, innihélt fjögur dauðsföll og yfir 90 sérkennileg einkenni, sem flest tengdust skaða á taugafræðilegri virkni. Meðal aukaverkananna voru höfuðverkir, svimi eða jafnvægisvandamál, skapbreytingar, uppköst og ógleði, köst og krampar, minnistap, skjálfti, vöðvaslappleiki, kviðverkir og krampar, sjónbreytingar, niðurgangur, þreyta og slappleiki, útbrot, hrörnandi sjón, verkir í liðum og stoðkerfi.
FDA hefur viðurkennt að færri en 1% þeirra sem kenna sér meins vegna neyslu á einhverju hafi nokkurn tímann kvartað til FDA. Þetta þýðir að u.þ.b.
ein milljón manna gæti hafa fengið aukaverkanir vegna neyslu aspartams.

12. júní 1995
FDA tilkynnir að engar frekari áætlanir séu um að safna tilkynningum um aukaverkanir eða fylgjast með rannsóknum á aspartam.

27. júní 1996
FDA afléttir öllum hömlum á notkun aspartams og samþykkir það sem almennt sætuefni, sem þýðir að það má nota það í hvaða fæðu eða drykki sem er.

Nóvember 1996
Onley birtir rýnirannsókn í Journal of Neuropathology and Experimental Neurology, sem byggð er á upplýsingum sem Eftirlitsstofnun krabbameina, faraldsfræða og lokaniðurstaðna í Bandaríkjunum (US. National Cancer Institute´s Surveillance,Epidemiology and End Results Programme) hefur safnað saman um allar tegundir krabbameins. Þar kemur fram að nýgengi heilaæxla hefur aukist í takt við neyslu aspartams og að marktæk aukning hafi orðið á ummyndun hættuminni æxla yfir í miklu hættulegri æxli.

Desember 1996
Niðurstöður á eftirtektarverðri rannsókn sem Dr. Ralph G. Walton, prófessor í klínískri sálfræði við Northeastern Ohio Universities stýrði, eru birtar.
Umfjöllun í hinum beinskeytta fréttaþætti 60 Minutes, beindi kastljósinu að hinum fjarstæðukenndu rannsóknum sem gerðar voru á skaðleysi aspartams.  Walton skoðaði 165 aðgreindar rannsóknir sem birtar hafa verið á undanförnum 20 árum í læknaritum. Sjötíu og fjórar rannsóknanna voru styrktar af iðnaðinum,og allar vottuðu þær um skaðleysi aspartams. Af þeim rannsóknum sem voru ekki styrktar af iðnaðinum staðfestu 84 af 91 slæm heilsufarsleg áhrif aspartams. Sex þeirra rannsókna sem eftir voru, og voru aspartam í hag, voru gerðar af FDA, nefnd sem er þekkt fyrir að vera bæði hlutdræg og mjög hliðholl iðnaðinum. Enn þann dag í dag eru iðnaðarkostuðu rannsóknirnar þær sem alltaf er vitnað til í blaðaviðtölum og þegar verið er að hrekja gagnrýni á aspartam. Þetta eru einnig þær rannsóknir sem vógu mest í ferlinu þegar samþykkt var að varan væri örugg.

John Onley sýnir fram á að nýgengi heilaæxla hefur aukist í takt við neyslu aspartams og að marktæk aukning hafi orðið á ummyndun hættuminni æxla yfir í miklu hættulegri æxli

10. febrúar 1998
Monsanto sækir um leyfi til FDA til að nota nýtt strásætuefni kallað Neotame.  Það er um það bil 60 sinnum sætara en aspartam og 13.000 sinnum sætara en sykur. Neotame brotnar síður niður en aspartam í hita og í vökva vegna þess að í það hefur verið bætt 3,3-dimethylbutyl, efni sem hefur lítt verið rannsakað og grunsemdir eru um að eitri taugakerfið. Með því að styrkja tengin á milli aðalinnihaldsefna aspartams þarf ekki að setja heilsuviðvörun á vöruna sem beinist að fólki sem þjáist af efnaskiptasjúkdómnum PKU.

13. maí 1998
Óháðir vísindamenn frá Barcelona háskóla birtu rannsókn sem olli þáttaskilum því hún sýndi greinileg merki þess að aspartam umbreytist í formaldehýð í líkama lifandi vera (í þessu tilfelli rottum) og að formaldehýðið dreifist um líffærin, þar á meðal lifur, nýru, augu og heila. Niðurstöðurnar voru eins og köld gusa framan í framleiðendurna, sem fullyrtu að aspartam brotnaði ekki niður í formaldehýð í líkamanum, og styrktu þær fullyrðingar gagnrýnenda aspartams að mörg einkenni sem tengdust eituráhrifum aspartams orsökuðust vegna sívaxandi eitrunaráhrifa formaldehýðs.

Október 1998
Matvælanefnd Bretlands (UK´s Food Commission) birtir tvær kannanir um sætuefni. Sú fyrri sýndi að mörg leiðandi fyrirtæki, þar á meðal St. Ivel, Müller og Sainsbury´s, hefðu hunsað löglegar kröfur um merkinguna „inniheldur sætuefni“ við hliðina á nafni vörunnar. Hin opinberaði að aspartam er ekki bara notað í vörur sem merktar eru með áletruninni „enginn viðbættur sykur“, eða svokölluðum léttum drykkjum, heldur einnig í venjulegum drykkjum því það er þrisvar sinnum ódýrara en venjulegur sykur.

page18_7

8. febrúar 1999
Montsano leggur fram beiðni til FDA um samþykki á almennri notkun á Neotame.

20. júní 1999
Rannsókn The Independent on Sunday leiðir í ljós að aspartam er framleitt með erfðatækni. Eitt innihaldsefna aspartams, phenilalanine, er framleitt af bakteríum á náttúrulegan hátt. Dagblaðið flettir ofan af því að Monsanto hafi notað erfðatækni til þess að láta bakteríurnar framleiða meira phenilalanine. Monsanto heldur því fram að ekki hafi verið greint frá aðferðinni fyrr því ekkert breytt erfðaefni (DNA) verði eftir í lokaframleiðslunni. Því er einnig haldið fram af Monsanto að varan sé fullkomlega örugg þó svo að vísindamenn útiloki ekki eitrunaráhrif vegna skorts á langtímarannsóknum.
Talskona Monsanto segir að þó að aspartam fyrir Bandaríkjamarkað sé oft framleitt með erfðatækni, sé það ekki tilfellið með aspartam fyrir breska matvælaframleiðendur. Magn innfluttra hitaeiningasnauðra bandarískra vara til Bretlands og sem innihalda erfðabreytt aspartam er ekki þekkt.

Rannsókn dagblaðsins The Independent on Sunday afhjúpar að aspartam er framleitt með erfðatækni

Maí 2000
Monsano selur NutraSweet til JW Childs Assosiates, einkahlutafélags sem nokkrir fyrrverandi framkvæmdastjórar Monsanto stofnuðu, fyrir 440 milljónir dollara. Salan var ekki síst ákveðin vegna andstöðu við erfðabreytt matvæli og stöðugra málaferla um allan heim. Monsanto selur einnig hlutabréf sín í tveimur öðrum sætuefnaframleiðendum, NutraSweet Ag og Euro-Aspartame SA.

10. desember 2001
The UK’s Food Standards Agency fer fram á að matvælavísindanefnd Evrópuráðsins standi fyrir endurskoðun á öryggi aspartams. Nefndin er beðin um að skoða mjög vel meira en 500 vísindarit sem gefin voru út á árunum 1988 – 2000, sem og allar aðrar nýjar vísindarannsóknir sem hefðu ekki verið skoðaðar áður.

9. júlí 2002
FDA samþykkir almenna notkun á Neotame. Þessi flýtiafgreiðsla vekur athygli því að venjulega tekur það FDA minnstakosti 10 ár að samþykkja fæðuviðbótarefni. Notkun Neotme er einnig samþykkt í Ástralíu og á Nýja- Sjálandi en hefur ekki ennþá verið samþykkt í Bretlandi.

10. desember 2002
Fæðuvísindanefnd Evrópuráðsins birtir lokaskýrslu sína um aspartam.
Þessi 24 síðna skýrsla hundsar að stórum hluta óháðar rannsóknir og neytendakvartanir en treystir í staðinn á greinar í bókum og tímaritum, sem oft hefur verið vísað í og eru flestar skrifaðar af starfsmönnum, eða ráðgjöfum, aspartamframleiðenda. Þegar óháðrar rannsóknar er getið, þá er hún venjulega hrakin með gögnum sem iðnaðurinn hefur kostað. Dýrarannsókn sem sýnir truflun á efnafræði heilans, rannsókn á mönnum sem tengir aspartam og taugalífeðlisfræðilegar breytingar sem gætu aukið hættu á flogum, rannsókn sem tengir aspartam og þunglyndi í einstaklingum sem eru viðkvæmir fyrir skapferliskvillum og tveimur öðrum, sem tengja neyslu aspartams og höfuðverki, er vísað á bug. Niðurstaða skýrslunnar er ein setning: Nefndin ályktaði að …það séu engar sannanir sem gefa til kynna að það sé ástæða til þess að endurskoða niðurstöðu áhættumats eða samþykkis á daglegum skömmtum sem áður hafa verið ákvarðaðar fyrir aspartam.
Eins og hjá FDA hafa menn áhyggjur af hlutleysi nefndaraðila og tengslum þeirra við The International Life Sciences Institude (ILSI), hóp sem m.a. fjármagnar rannsóknir á aspartam. Á meðal ILSI meðlima eru fyrirtækin Montsano, Coca Cola og Pepsi.

19. febrúar 2003
Meðlimir umhverfis-, almenningsheilsu- og neytendamálanefndar Evrópuþingsins samþykkja notkun sucralose og aspartamacesulfame saltblöndu (framleidd í Evrópu af hinum hollenska aspartamframleiðanda Holland Sweeterner Company, og selt undir nafninu Twinsweet) og samþykkja að endurskoða notkun beggja innan þriggja ára. Á sama tíma er beiðni European greens hafnað, um að nefndin endurmeti öryggi aspartams og bæti merkingar á vörum sem innihalda aspartam.

page18_8

Maí 2004
Heimildarmyndin Sweet Misery er gefin út á tveimur DVD diskum (sjá www.soundandfuryproductions.com). Að hluta til heimildarmynd og að hluta til glæparannsóknarsaga. Í henni eru viðtöl við fólk sem neysla aspartam hefur skaðað, sem og trúverðugur vitnisburður frá læknum, lögfræðingum og baráttufólki, þar á meðal James Turner, HJ Roberts og hinum nafntogaða taugaskurðlækni Dr Russel Blaylock. (hægt að panta frá Bretlandi hjá Namaste Publishing. info@namastepublishing.co.uk).

September 2004
Neytendasamtökin the National Justice League höfða 350 miljóna dollara mál gegn NutraSweet Corporation (sem er núverandi eigandi aspartamframleiðslu), Amerísku sykursýkisamtökunum og Monsanto. Eftir á að nefna 50 aðra sakborninga, en nafn Donalds Rumfelds kemur oft upp í ákærunni en hans höfuðhlutverk var að fá aspartam samþykkt hjá FDA. Stefnendur halda því fram að þessi málaferli muni sanna hversu lífshættulegt aspartam er fyrir fólk, sé þess neytt. Lítill árangur hefur náðst enn sem komið er í að fá málið dómtekið.

Mars 2005
NutraSweet fyrirtækið enduropnar verksmiðju sína í Atlanta, Georgíuríki (en hún hafði ekki verið starfrækt síðan 2003) til þess að mæta aukinni eftirspurn eftir sætuefninu. Aspartam sem selt er undir nafninu NutraSweet, Equal, Equal-Measure, Spoonful, Canderel og Benevia, er fáanlegt í meira en 5000 vöruflokkum hjá að minnsta kosti 250 milljón manns daglega. Á heimsvísu eru árlegar tölur aspartamsiðnaðarins meira en einn milljarður. Bandaríkin eru aðalkaupandinn.

Júlí 2005
Ramizzi stofnunin í Bologna, einkastofnun sem stofnuð var til að rannsaka orsakir krabbameins og er ekki rekin í hagnaðarskyni, birtir niðurstöður langtíma dýrarannsóknar á neyslu aspartams. Rannsóknin sýnir að aspartam orsakar eitlakrabbamein og hvítblæði í kvenkyns dýrum sem fengu 20 milligrömm á kíló, sem er helmingur þess sem að samþykkt er að sé óhætt fyrir fólk að neyta daglega.

Verkun aspartams: Leyndur faraldur.

Aspartam hefur verið tengt við urmul tortímandi miðtaugakerfistruflana.

Þegar notkun aspartams var samþykkt, hafði Dr. HJ. Roberts, forstjóri Palm Beach Institute for Medical Research, enga ástæðu til að efast um ákvörðun FDA. En það átti eftir að breytast, segir hann, eftir að hann hafi aftur og aftur rekist á alvarleg viðbrögð í sjúklingum mínum sem virtust með réttu tengjast neyslu aspartams. Tuttugu árum seinna hefur Roberts notað nafnið „aspartame sjúkdómurinn“ til að lýsa þeim umfangsmiklu aukaverkunum sem hann hefur séð hjá aspartam-svolgrandi sjúklingum.
Hann áætlar að hundruð þúsunda neytenda, ef ekki milljónir, þjáist af miklum aukaverkunum sem tengjast varningi sem inniheldur aspartam.Í dag er líklegt að flestir ef ekki allir læknar rekist á aukaverkanir aspartams daglega í starfi sínu, sérstaklega á meðal sjúklinga með ósjúkdómsgreinda eða illlæknanlega sjúkdóma.

Roberts, sem er viðurkenndur sérfræðingur í erfiðum sjúkdómsgreiningum, hefur gefið út leiðbeinandi rit fyrir lækna um sjúkdómstilfelli: Aspartame disease: an ignored epidemic,( Shunshine Sentinel Press), sem á íslensku gæti útlagst; Aspartam sjúkdómurinn: faraldur sem virtur er að vettugi. Þar lýsir hann bæði af kostgæfni og í smáatriðum meðhöndlun á eigin stofu á 1.200 aspartamnæmum einstaklingum. Hann fylgdi læknisfræðilega viðurkenndum starfsaðferðum til að greina fæðuóþol og fékk sjúklingana til þess að hætta að neyta fæðu sem inniheldur aspartam. Nærri 2/3 sjúklinganna sýndu batamerki innan fárra daga frá því að þeir hættu neyslu aspartams og batinn hélst áfram, svo framarlega sem þeir neyttu ekki aspartams.

Sjúkdómstilfellarannsóknir Roberts eru hliðstæðar því sem kom í ljós í skýrslu FDA um aukaverkanir aspartams – að eituráhrif koma oft fram sem truflanir í miðtaugakerfinu og að þau stofna ónæmiskerfinu í hættu. Þær sýna einnig fram á að eituráhrif aspartams geta líkst eða ýkt marga sjúkdóma sem falla í þennan breiða flokk (sjá kassann hér að neðan).
Sjúkdómsrannsóknir, sérstaklega þær sem falla í eins breiðan flokk og þessar, snúa að málefnum sem tengjast raunverulegri notkun á þann hátt sem rannsóknir á rannsóknarstofum eru ekki færar um. Niðurstöður sem hægt er að draga af slíkum athugunum gera manni ekki bara hverft við, heldur hafa þær mögulega mikla þýðingu. Staðreyndin er sú að Roberts trúir því að eitt höfuðvandamálið við rannsóknir aspartams sé hin sífellda yfiráhersla sem lögð er á rannsóknir sem gerðar eru á rannsóknarstofum. Þetta hefur leitt til þess að innlegg áhyggjufullra sjálfstætt starfandi lækna sem og annarra áhugasamra hópa, sérstaklega neytenda, hafa verið virt að vettugi sem „tilfallandi dæmi“.

Margir sjúkdómanna sem eru á lista Roberts teljast til læknisfræðilegra ráðgátna. Þetta eru sjúkdómar sem hafa engar skýrar orsakir og fáar áhrifaríkar lausnir. Þó svo enginn sé að halda því fram að aspartam valdi slíkum sjúkdómum eitt og sér, þá gefa rannsóknir Roberts til kynna að sumt fólk, til að mynda MS sjúklingar og fólk með Parkinsons eða síþreytu, gæti endað á hættulegum lyfjum sem það hefðu getað komist hjá ef það hefði einfaldlega hætt neyslu á varningi sem inniheldur aspartam.

Rannsóknir Roberts gefa til kynna að sumt fólk, til að mynda MS sjúklingar og fólk með Parkinsons eða síþreytu, gæti endað á hættulegum lyfjum sem það hefði getað komist hjá ef það hefði einfaldlega hætt neyslu á varningi sem inniheldur aspartam

Sjúkdómar sem líkjast eituráhrifum aspartams

  • MS (Multipe sclerosis) eða heila- og mænusigg
  • Parkinson sjúkdómurinn
  • Alzheimers sjúkdómurinn
  • Vefjagigt
  • Liðagigt
  • Fjölofnæmi fyrir kemískum efnum
  • Síþreyta
  • Athyglisbrestur
  • Kvíðaraskanir
  • Þunglyndi og aðrir geðsjúkdómar
  • Lupus
  • Sykursýki og fylgikvillar hennar
  • Fæðingargallar
  • Eitlakrabbamein
  • Lyme sjúkdómurinn (bólgusjúkdómur)
  • Vanvirkur skjaldkirtill

 

Eiturinnihald aspartams.

Aspartam er búið til úr þremur efnum: Amínósýrunum asparticsýru og fenýlalaninsýru (aspartic acid og phenilalanine) og tréspíritus (methanóli). Efnatengin sem tengja þessi efni saman eru frekar veikbyggð. Þar af leiðandi brotnar aspartam auðveldlega niður í innihaldsefni sín undir ýmsum kringumstæðum; í vökva; í langri geymslu, við hitastig sem er hærra en 30°C og þegar þess er neytt. Þessi innihaldsefni brotna svo áfram niður í eitruð aukaefni, svo sem formaldehýð, maurasýru og aspartylfenýlalanín diketopiperazine (DKP).

Framleiðendur halda því fram að óstöðugleiki aspartams skipti ekki máli þar sem að öll innihaldsefni þess séu náttúrulega til staðar í mat. Þetta er aðeins að hluta til rétt og hirðir ekki um þá staðreynd að amínósýrur, eins og asparticsýra og fenýlalanín, eru bundnar próteinum, sem þýðir að í meltingu og lífrænum efnaskiptum leysast þau hægt upp í líkamann.
Í aspartam eru þessar amínósýrur óbundnar, eða lausar, þannig að þær losna mun hraðar út í kerfið. Á sama hátt er tréspíritus (methanol) í náttúrulegri fæðu, eins og til dæmis ávöxtum, bundinn pektíni og hefur einnig samvirkjandi þátt etýlalkóhóls (ethanol) sem jafnar út sum áhrifa hans. Engir slíkir „varnarveggir“ eru í aspartam.

Samkvæmt taugavísindamanninum Russel Blaylock, eru áhrif niðurbrotsefna aspartams á starfsemi heilans þekktustu aukaverkanir efnisins.
Eins og Monosodium glutamate (MSG) og L-cysteine, amínósýra sem er í jurtapróteinum sem klofin eru með vatnsrofi (hydrolyzed), telst aspartam til örvunareiturs (excitotoxins, eitur sem örvar taugafrumur til dauða(í heila)); boðefnis sem gerir heilafrumum kleyft að hafa samskipti. Baylock hefur skrifað bók um þessi eitur sem heitir Excitotoxins: the taste that kills. Þar kemur fram að meira að segja örlítill yfirstyrkur þessara efna geti haft þau áhrif að heilafrumurnar verði svo yfirörvaðar að þær hreinlega brenni yfir og deyji.

Þó að framleiðendur aspartams haldi því fram að aspartam geti ekki troðið sér í gegnum skilin á milli blóðs og heila (blood-brain barrier), hina þykku himnu sem hindrar að eiturefni komist í heilann, svarar Blaylock því til að margir þættir valdi því að himnan verði gljúpari, þar á meðal skordýraeitur, blóðsykurskortur, allir ónæmissjúkdómar (svo sem lupus og sykursýki), Alzheimers, Parkinsons, slag, smáblæðing í heila sem og breitt svið lyfja. Við þessar aðstæður getur neysla á fæðu sem inniheldur aspartam valdið aukningu í magni örvunareiturs sem kemst beint í heilann, og aukið þannig líkur á eiturverkunum. Hvert innihaldsefna aspartams er þekkt taugaeitur og er fært um að valda einstökum flokkum aukaverkana.

Phenilalanine (fenýlalanín)
Hin nauðsynlega amínósýra fenýlalanín myndar 50 prósent aspartams. Hjá fólki með genagallann PKU (phenylketonuria) getur lifrin ekki brotið niður fenýlalanín, sem veldur því að það safnast upp í blóði og vefjum. Sífellt hátt gildi fenýlalaníns og sumra niðurbrotefna þess getur valdið verulegum taugavandamálum. Því verður að merkja drykki og matvörur sem innihalda aspartam vegna þeirra sem þjást af PKU.

En samkvæmt Dr. HJ. Roberts, er næmni fyrir aspartam ekki bundin þeim sem þjást af PKU, heldur einnig þeim sem hafa erft genagallann en eru ekki með þennan sjúkdóm (um það bil 2%). Hjá þessum ættingjum sjúklinga sem ekki þola aspartam er einnig há tíðni aukaverkana aspartams samkvæmt gögnum Roberts. Þar að auki eru sannanir fyrir því að neysla aspartams, sérstaklega með kolvetnum, getur leitt til of hárra gilda fenýlalaníns í heilanum, líka hjá þeim sem ekki hafa PKU.

Þó að fenýlalanín sé stundum notað í meðferð gegn þunglyndi, getur of mikið af því leitt til þess að gildi serotóníns lækkar sem aftur leiðir til alvarlegra þunglyndis eða að þunglyndi verður líklegra. Uppsöfnun fenýlalaníns í heilanum getur einnig gert geðklofa verri, eða gert einstaklinga móttækilegri fyrir flogum. Ennfremur getur lækkun á gildi serotóníns leitt til sterkrar löngunar í kolvetni. Það gæti útskýrt hversvegna aspartam er svo áhrifalítil hjálp í megrunarfæði.

DKP
DKP er niðurbrotsefni fenýlalaníns, sem myndast þegar vökvi sem inniheldur aspartam er geymdur lengi. Í dýratilraunum hefur það valdið heilaæxlum, sepum í legi og breytingum á kólesteróli í blóði. Áður en FDA leyfði notkun aspartams, var nánast ekkert DKP í fæðu okkar. Þar af leiðandi stenst engin fullyrðing um að það sé öruggt til neyslu fyrr en langtíma gæðarannsóknir hafa farið fram. Engar slíkar rannsóknir hafa verið gerðar.

Aspartic sýra
Aspartic sýra (einnig þekkt sem arpartate) er ekki lífsnauðsynleg amínósýra sem myndar 40% aspartams. Í heilanum virkar það eins og taugaboðefni og auðveldar flutning upplýsinga frá einni heilafrumu til annarrar. Tilraunir á bæði mönnum og dýrum hafa sýnt marktæka aukningu aspartate í blóðvökva eftir að farið var að nota aspartam í vökva. Of mikið aspartate í heilanum framkallar frjálsa radikala, þ.e. óstöðug mólikúl sem skemma og drepa heilafrumur.

Menn eru fimm sinnum viðkvæmari fyrir áhrifum aspartic sýru (sem og glutamic sýru sem er í MSG) en nagdýr og 20 sinnum viðkvæmari en apar, því að við söfnum þessum örvandi amínósýrum í blóðið í miklu meira mæli og í lengri tíma. Aspartic sýra hefur skaðleg áhrif á innkirtla- og æxlunarkerfi. Nokkrar tilraunir á dýrum hafa sýnt að örvunareitur getur troðist í gegnum fylgju og náð til fósturs.

Að auki þegar asparitc sýru gildi hækka í líkamanum, hækkar einnig gildi taugaboðefnisins norephidrine (einnig þekkt sem noradrenalín), stresshormón sem hefur áhrif á þá hluta heila mannsins sem stjórna athygli og hvatvísi. Óhóflegt magn norephidrine tengjist einkennum eins og kvíða, uppnámi og áráttutengdri hegðun.

Methanol
Metanól (tréspíri) myndar 10% aspartams. Það er lífshættulegt eitur og leysist úr læðingi úr aspartam ef hitastig fer yfir 30°C, eins og til dæmis við geymslu eða í mannslíkamanum.  Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) lítur á metanól sem smávaxandi eitur vegna hversu lítið það skilar sé út þegar það hefur verið gleypt. Það þýðir að jafnvel smá magn í fæðu sem inniheldur aspartam getur safnast upp á einhverjum tíma í líkamanum.

Þekktustu einkenni tréspíraeitrunar eru sjóntruflanir, þar á meðal þokukennd sjón, nethimnuskemmdir og blinda. Önnur einkenni eru m.a. höfuðverkur, eyrnasuð, svimi, ógleði, meltingartruflanir, þróttleysi, minnisglöp, kuldahrollur, dofi, miklir verkir, hegðunarvandamál, og taugabólga.
EPA er mjög strangt á notkun metanóls, leyfir einungis mjög litla skammta í fæðu eða í umhverfinu. Blaylock segir hins vegar að magnið sem leyft sé í NutraSweet sé sjö sinnum meira en EPA leyfi nokkrum öðrum að nota.

Formaldehýð
Metanólið sem innbyrt er með aspartam umbreytist í formaldehýð í lifur.
Formaldehýð er taugaeitur og þekktur krabbameinsvaldur. Það veldur skemmdum á nethimnu augans, fæðingargöllum, truflar DNA afritun og sýnt hefur verið fram á að það veldur flöguþekjukrabbameini, sem er tegund húðkrabbameins í dýrum. Nokkrar rannsóknir á mönnum hafa leitt til þeirrar niðurstöðu að tengja má langvinna neyslu lítils magns formaldehýðs við ýmis einkenni, svo sem höfuðverki, þreytu, þyngslum fyrir brjósti, svima, ógleði, lélegri einbeitingu og flogum.

Maurasýra (formic acid)
Maurasýra er smávaxandi eitur sem myndast við niðurbrot formaldehýðs. Það safnast upp í heila, nýrum, mænuvökva og öðrum líffærum og er mjög eitrað fyrir frumur. Maurasýra getur leitt til uppsöfnunar á óhóflegri sýru í líkamsvökvum, – sjúkdóms sem þekktur er sem acidosis (blóðsýringur). Það litla magn maurasýru sem á rætur að rekja til metanóls, sem er eitt innihaldsefna aspartams, getur hugsanlega verið hættulegt en engar rannsóknir hafa verið gerðar, hvorki á mönnum eða spendýrum, til að varpa ljósi á það.

Tími til aðgerða.

Saga aspartams er saga valds fyrirtækja og sigurs þeirra yfir nákvæmni vísindanna. Þetta er saga sem beinir sjónum að úreltu og rugluðu fyrirkomulagi við að leyfa notkun aukaefna í matvörum. Við borðum aukaefni daglega en samt þarf ekki að rannsaka þau jafn rækilega og þegar ný lyf eru leyfð. Og ólíkt því sem gerist með lyf er engin eftirlitsskylda vegna aukaverkana sem koma í ljós við neyslu fæðubótarefna.

Leyfi er ekki háð því að kanna hvað fólk er nú þegar að borða og hvort þetta aukaefni víxlverkar með öðrum aukaefnum. Það er ekki heldur tekið með í reikninginn hvort aukaefnið ýti undir skaðsemi annarra efna sem eru þegar til staðar í hversdagslífinu vegna nútíma lífshátta (til dæmis taugaskemmdir vegna neyslu eða snertingu við skordýraeitur). Það er heldur ekki athugað með krónísk áhrif (til dæmis uppsöfnun metanóls í líkamanum með reglulegri neyslu aspartams).

Vandamálin eru fleiri. Flestar rannsóknir á aspartam hafa verið gerðar á dýrum og það er velþekkt að erfitt er að yfirfæra þær á menn. Af hverju er þá verið að gera þessar dýrarannsóknir? Svarið er að framleiðendur og stjórnvöld nota dýrarannsóknir sem tvíeggjað sverð. Ef að rannsókn á dýrum sýnir að efnið sé þeim skaðlaust, þá nota framleiðendurnir þær til að styðja málstað sinn. Valdi þær hins vegar skaða þá er framleiðandanum frjálst að venda sínu kvæði í kross og segja að niðurstöður rannsókna á dýrum séu ófullnægjandi fyrir áhrif á fólk. Stjórnvöld skipa sér við hlið framleiðenda þó svo að sannanir séu ófullnægjandi, því þeir hafa þrátt fyrir allt, fylgt viðeigandi starfsháttum og hafa fjármagnað og lagt fram rannsóknir sínar á dýrum.

Leyfisveiting á hverju því efni sem fólk borðar daglega ætti að vera grundvölluð á traustum, mannlegum gögnum og með varúðarreglu þegar slík gögn eru ekki fyrir hendi. Eins og staðan er núna þá er fyrirkomulag leyfisveitinga aukaefna þannig háttað í Bandaríkjunum, Bretlandi og annars staðar að sönnunarbyrðin liggur hjá meðaljóninum, þrátt fyrir þá staðreynd að flest erum við annað hvort of hlédræg eða of áhugalaus til að kvarta, eða þá að við höfum einfaldlega ekki orku til að slást við alþjóðafyrirtæki.

Saga aspartams er öllu merkilegri því fjöldinn allur af rökföstu fólki hefur hafnað því að samþykkja röksemdafærsluna: “Ef það er samþykkt af yfirvöldum, hlýtur það að vera í lagi.” Næstum því hver einasta óháða rannsókn sýnir að þetta fólk, sem hefur þurft að þola hótanir um málsókn og verið rægt í fjölmiðlum sem móðursjúkt, hefur nokkuð til síns máls.

Eftir 30 ára markaðslega sigurgöngu aspartams væri auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að það sé orðið of seint að bregðast við. Og þó. Fyrr á þessu ári (2005) var varningi í hundraðtali sópað niður úr hillum stórmarkaða þar sem hætta var talin á að þær innihéldu agnarlítið magn af litarefni sem nefnist Sudan 1 og væri mögulega krabbameinsvaldandi. Engar rannsóknir voru til um að Sudan 1. gæti valdið krabbameini í mönnum. Líkurnar á því að manneskja innbyrti nægilega mikið magn af Sudan 1 til þess að mynda æxli voru hverfandi. Samt sem áður var þetta gert, vegna varúðarreglna.

Aspatame er ekki lyf sem bjargar lífi fólks. Það er ekki einu sinni mjög áhrifamikið sem „megrunaraðstoð”, eins og má sjá í útbreiddri offitu í hinum vestræna heimi. Þar til hinir mörgu áhyggjuþættir varðandi efnið hafa verið rannsakaðir á óyggjandi hátt með þar til bærum aðferðum og að uppfylltum öllum fræðilegum skilyrðum – hinum gullna mælikvarða vísindalegra sannana – ætti að fjarlægja það úr fæðu okkar.

LÍF EFTIR ASPARTAM

Aspartam hefði aldrei átt að fá að fara á markað. Þó svo yfirvöld ætluðu að fjarlægja það af markaði á morgun, hversu mikla trú ættu neytendur að hafa á öðrum sætuefnum á markaðnum?

page18_9

Það er ekki eitt einasta sætuefni á markaðnum sem hægt er að segja án nokkurs vafa að sé öruggt til manneldis.
Það hefur sýnt sig að sakkarín, cyclamate og acesulfame-K valda öll krabbameini í dýrum. Meira að segja flokkur tiltölulega hættulausra sætuefna, þekkt sem sykur alkóhólíðar (polyols), svo sem mannitol og sorbitol, geta valdið magakveisu ef þeirra er neytt í einhverju magni.

Hjá NutraSweet trúa menn því að nýja aspartam sætuefnið þeirra, Neotame, sé bylting en það lítur frekar út fyrir að vera aðeins stöðugri útgáfa aspartams. Það hefur skapað sætuefninu sucralose einstakt sóknarfæri á markaðnum.

Sucralose, sem selt er undir nafninu Splenda, var uppgötvað árið 1976 af vísindamönnum sem unnu fyrir Breska sykurfyrirtækið Tate & Lyle. Fjórum árum síðar sameinuðu Tate & Lyle krafta sína með Johnson & Johnson, til að þróa og auglýsa sucralose á vegum nýs fyrirtækis; McNeil Specialty Products (sem nú kallað Mc Neil Nutritionals). Sucralose hefur verið samþykkt af meira en 60 leyfisveitendum um víða veröld og er nú notað í yfir 3.000 framleiðsluvörur um allan heim.  Í Bandaríkjunum hefur Coca Cola þróað nýjan drykk sem sættur er með Splenda og búist er við að aðrir stórir gosdrykkjaframleiðendur fylgi á eftir.

Splenda hefur þurft að endurskoða slagorðið sitt “Búið til úr sykri, svo að það bragðast eins og sykur” vegna harðra málaferla í Bandaríkjunum  og nýlegs úrskurðar auglýsingaeftirlitsstofnunar Nýja Sjálands (New Zealand Advertisising Standards Authority), sem sagði að það ruglaði og afvegaleiddi neytendur. Þó svo það sé rétt að sykur, eða súkrósi (sucrose), sé eitt grunnefna sucralose, er efnafræðileg uppbygging þess verulega frábrugðin súkrósa. Í flóknu efnafræðilegu ferli, er phosgene (efnavopn sem notað var í fyrri heimstyrjöldinni og algengt milliefni nú í framleiðslu skordýraeiturs, plasts og litarefna) meðal annars bætt í sykurinn ásamt þremur hópum hydroxyl (hydrogen og oxygen (vatn og súrefni)) sem náttúrulega tengjast sykurmólikúlinu sem er skipt út fyrir þrjú klór atóm.

Þetta ferli gefur af sér 1,6-dichloro-1,6-dideoxy—beta-D-fructofuranosyl-4-chloro-4-deoxy-alpha-D-galactopyranoside (einnig þekkt sem trichlorogalactosucrose eða sucralose), nýtt efni sem Tate & Lyle kalla vatnsleysanlegt chlorocarbohydrate (klórkolvetni).

Flokkun Tate & Lyle á sucralose sem klórkolvetni veldur sanngjörnum áhyggjum á hentugleika þess sem aukaefnis í matvæli. Klóruð kolvetni (chlorinated carbohydrates) teljast til flokks efna sem þekkt eru undir nafninu klórkolefni (chlorocarbons). Til þessa flokks efna telst fjöldi alræmdra eiturefna sem skaðleg eru mönnum og umhverfi, svo sem polychlorinated biphenyls (PCB efni), aliphatic chlorinated carbonhydrates, aromatic chlorinated carbohydrates, svo sem DDT, organochlorine skordýraeitur, svo sem aldrin og dieldrin, og aromatic chlorinated ethers, svo sem polychlorinated dioxins (PCDD) og polychlorinated dibenzofurans (PCDF).

Flest klóruð tilbúin efnasambönd sem að við látum ofan í okkur, svo sem skordýraeitur í fæðu og vatni, safnast smám saman fyrir í líkamanum og geta valdið þroskavandamálum í móðurkviði eða krabbameini. Hvernig vitum við hvort að sucralose er nokkuð frábrugðinn?

Tate & Lyle halda því fram að sucralose fari í gegnum líkamann nánast ósnortinn og hin þéttu tengi mólikúlanna á milli klóratómanna og sykurmólíkúls leiði til mjög traustrar og fjölhæfrar framleiðsluvöru sem efnaskiptist alls ekki í líkamanum. Þetta þýðir þó ekki að sucralose efnaskiptist ekki í líkamanum og gagnrýnendur eins og HJ. Roberts færa rök fyrir því að við geymslu sem og í líkamanum, brotni sucralose meðal annars niður í 1,6 dichlorofructose, klórað efnasamband sem hefur ekki verið nægilega prófað á mönnum.

Ef að sucralose er svona öruggt efni, hversvegna hefur framleiðandinn Tate & Lyle slíka brennandi þörf fyrir að kæfa alla gagnrýna umræðu um það?

Tate & Lyle halda því fram að sucralose og niðurbrotsefni hans hafi verið ítarlega prófuð og það hafi verið sannað að neysla þeirra sé óskaðleg mönnum. Fyrirtækið bendir á því til staðfestingar að þegar sótt var um leyfi frá FDA (US Food and Drug Administration) hafi McNeil Specialty Products lagt fram meira en 110 rannsóknir sem votta um öryggi sucralose.

En geta neytendur treyst þessum rannsóknargögnum?

Mikill meirihluti þeirra rannsókna sem lagðar voru fram til FDA voru óbirtar dýra- og rannsóknastofurannsóknir, framkvæmdar af fyrirtækinu Tate & Lyle sjálfu og þess vegna líklegar til ásakana um óásættanlega hlutdrægni. Aðeins fimm rannsóknanna voru gerðar á mönnum, þær voru skammtímarannsóknir og byggðust oft á einum skammti, rannsóknir sem greinilega gátu ekki í raun endurspeglað nægilega vel væntanlega notkun sucralose. Eftir að FDA vildi fá að vita hvort succralose væri öruggt fyrir sykursjúkra, áður en leyfisveiting gæti átt sé stað, voru um síðir lagðar fram fimm frekari rannsóknir á mönnum. Þann 1. Apríl 1998 gaf FDA leyfi fyrir takmarkaðri notkun sucralose og ári seinna samþykki fyrir almennri notkun þess sem sætuefnis.

Sumum spurningum varðandi öryggi sucralose sem upp komu vegna gagnanna sem lögð voru fram til FDA er enn ósvarað. Þessar rannsóknir sýndu áhrif á dýr sem fengið höfðu stóra skammta af sucralose;

  • Samanskroppinn hóstakirtill og milta.
  • Stækkun lifur og nýrna.
  • Minnkandi vöxtur fullorðinna og nýbura.

Í loka úrskurði FDA þóttu margar þeirra rannsókna sem McNeill lagði fram hafa ósannfærandi niðurstöður eða vera það ófullnægjandi að ekki væri hægt að draga ákveðnar ályktanir af þeim.
Þetta voru:

  • Prófanir sem rannsökuðu clastógeníska virkni (getu til að rjúfa litninga í sundur) sucralose og prófun sem leitaði eftir litningafrávikum í eitilfrumum manna sem útsettar voru fyrir sucralose.
  • Þrjár dýrarannsóknir eiturfræðilegra áhrifa á erfðaefnið (genotoxicity) og
  • Tilraunastofurannsóknir á eitilfrumukrabbameinsvef úr músum sem sýndi að sucralose er „vægt stökkbreytandi“ (fær um að valda stökkbreytingum í frumum).

Litningasundrandi (clastogenic), eiturfræðilegir áhrifavaldar á erfðaefnið (genotoxic)) og stökkbreytandi (mutagenic) efni eru öll mögulegir áhættuþættir í þróun krabbameins.

Til viðbótar þessu voru þrjár rannsóknir sem skoðuðu sérstaklega ófrjósemisáhrif sucralose og niðurbrotsefna þess, sérstaklega með tilliti til sæðisframleiðslu, einnig dæmdar ófullnægjandi. Þetta er áhyggjuefni þar sem aðrar “klórsykrur”, svo sem 6-chloroglucose, eru rannsakaðar um þessar mundir sem and-sæðismyndandi lyf.

Að auki tók stjórn FDA eftir því að McNeil hafði ekki tekist að útskýra á viðunandi hátt minnkun líkamsþunga dýra sem fóðruð voru með sucralose og var talin þörf á „viðbótargögnum til að leysa þetta mál”. Það er óneitanlega kaldhæðnislegt fyrir vöru sem auglýst er að „bragðist eins og sykur” að skýringin sem McNeill kom með á þyngdartapinu væri að það orsakaðist af minni bragðgæðum fæðunnar sem innihéldi sucralose! Gagnrýnendur hjá FDA bentu einnig á að við miðlungs, eða stóra skammta, væri tilhneiging til fækkunar hvítra blóðfruma og minnkandi eitilfrumugilda með stækkandi skömmtum sucralose.  FDA vísaði þessu á bug á þeim forsendum að þetta hefði enga tölfræðilega merkingu: í heilbrigðum dýrum og mönnum gæti það verið rétt en hvað gerist þegar ónæmisveiklaðir einstaklingar neyttu sucralose?

Tate & Lyle söðgu allar langvarandi áhyggjur af sucralose tilefnislausar og aðeins lítið magn, 15-20% sucralose, brotni niður og sogist upp í meltingarvegi manna. Afgangurinn fari í gegn um líkamann án þess að efnabreytast og skiljist út í þvagi og saur. Þetta í sjálfu sér vekur spurningar.

Hvað verður um sucralose sem er sturtað niður? Er það varanlegt eða gengur það í efnasamband við önnur efni (til dæmis klór sem er notað í  vatnsverksmiðjum eða örverur) og myndar ný efnasambönd?
Er sucralose eða eitthvert það efnasamband sem að það myndar skaðlaust umhverfinu? Er það skaðlegt lífverum í sjó og vötnum eða villtum dýrum?
Kemur sucralose til með að birtast óforvarandis í vatnsbirgðum okkar eins og sum lyf hafa gert og auka þannig snertingu okkar við það. Og verður þessi aukna snerting okkur skaðlaus?

Birtið og verið lögsótt

Þrátt fyrir þá almennu gagnrýni sem fram er komin eru lögmenn Tate & Lyle að búa sig undir átök. Samkvæmt yfirlýsingum sem James Turner lögfræðingur og lykilmaður í aspartamleikritinu, hefur sagt „verður mikill bardagi um splenda á næstu mánuðum. Lögfræðingar Tate & Lyle eru nú þegar á fullu í málinu og reyna að þagga niður í öllum.”

Það er aðferð sem virkaði vel hjá Monsanto. Fyrirtækið notaði lögfræðilegan þrýsting gegn hverjum þeim sem gagnrýndi NutraSweet.
Nýlega þótti útgefanda bæjarblaðsins Brighton Argus það skynsamlegt að birta afsökun sem samin var af Tate & Lyle (eða lögmönnum þess) eða verða ella lögsóttur fyrir ærumeiðingar og sölutap, eftir að hafa birt grein þar sem gefið var til kynna að sucralose væri skaðlegt mönnum.
Aðalfórnarlamb Tate & Lyle var þó mercola.com – ein mest heimsótta heilsusíða internetsins sem Dr. Joseph Mercola heldur úti. Á síðunni hefur birst gagnrýni á sucralose árum saman og í staðinn fyrir að innihalda allar tiltækar upplýsingar um sucralose, sem gæti örvað líflega almenna umræðu, stendur nú þetta: „Lögmenn, fyrir hönd framleiðanda sucralose, Tate & Lyle Plc, í London, hafa krafist þess að upplýsingar sem síða þessi hefur innihaldið séu ekki aðgengilegar netnotendum á Englandi.“

Á svo komnu máli ættu áhyggjufullir neytendur að spyrja sig nokkurra spurninga.  Hljómar saga sucralose kunnuglega? Ef að sucralose er án nokkurs vafa skaðlaust, hvers vegna er þá svona brennandi þörf fyrir að þagga niður alla gagnrýna umræðu um það? Að lokum, hverjum þjóna slík vinnubrögð? Þjóna þau neytandanum og reglum um val, upplýsingar, öryggi og úrbætur? Eða þjóna þau fyrirtækinu og þörf þess til að hagnast – án þess að taka ábyrgð á því hvað það getur kostað fólk?

_________________________________________________________
[1] Rannsóknarstofa sem sérhæfir sig í rannsóknum á þroskahömlum.
[2] MSG er efnafræðilega skylt aspartam.