Túnfíflavöxtur

Þrjár leiðir til að nota illgresið í garðinum

Túnfíflavöxtur í garðinum hefur oft farið í taugarnar á mörgum, enda öll orkan farið í að útrýma jurtinni úr garðinum. Það er hins vegar hægt að hafa ýmis not af túnfífli, hvort sem þið trúið því eða ekki þá er hann mjög lifrarstyrkjandi og almennt heilsubætandi.

051003_dandelions

1. Laufblöðin má nota í salat og te og eru þau góð við ýmsum kvillum. Það verður að tína laufblöðin alveg nývaxin annars eru þau mjög beisk á bragðið. Túnfífilte er álitið mjög gott fyrir þá sem eru með kvef, sykursýki, berkla, liðagigt og gigt.

2. Ræturnar  má nota til að búa til koffínlaust kaffi og virka þær vel gegn svefnleysi og meltingarvandamálum. Ristið ræturnar fyrst þangað til þær verða brúnar og harðar. Því næst eru þær malaðar og síðan hellt upp á þær eins og venjulegt kaffi.

Svo er líka hægt að sneiða niður rótina og sjóða u.þ.b.100 grömm í lítra af vatni. Sjóðið þetta niður í ½ lítra. Setjið á flösku og geymið í ískáp.  Drekkið hálft glas tvisvar til þrisvar á dag.

3. Í stönglinum er mjólkurkennt efni sem þurrkar vörtur upp hraðar en nokkuð verksmiðjuframleitt efni. Kreistið einfaldlega stöngulinn þangað til fíflamjólkin þrýstist út og berið hana á vörtuna. Látið mjólkina þorna og þvoið hana ekki af. Þegar hún hefur máðst af, berið hana aftur á. Sé þetta gert samviskusamlega ættu vörturnar að detta af á þrem til fjórum dögum.

Heimild: William Campbell Douglass II, M.D.
Hallfríður M Pálsdóttir þýddi og endursagði