Saga Heilsuhvols

Heilsuhvoll

Í ársbyrjun 2001 tóku fjórir meðferðaraðilar sig saman og stofnuðu heilsumiðstöðina Heilsuhvol. Þetta voru Dagný E. Einarsdóttir hómópati, Harpa Guðmundsdóttir Alexandertæknikennari, Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir hómópati og Sigrún Sól Sólmundsdóttir, svæða- og viðbragðsfræðingur, ilmkjarnaolíufræðingur og vöðva- og hreyfifræðingur.

Hæðin sem leigð var undir starfssemina á Flókagötu 65 var að vísu 7 herbergi því bjartsýni fjórmenninganna sagði þeim að fleiri meðferðaraðilar hefðu áhuga á samstarfi, það kom enda fljótt á daginn. Fljótlega tóku til starfa á Heilsuhvoli Dagmar Eiríksdóttir nálastungufræðingur, Aðalheiður Hjelm snyrtifræðingur, Hallfríður María Pálsdóttir, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili, Guðbjörg Hafsteinsdóttir, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili og Sigrún Guðjónsdóttir heilsunuddari.

Árin þrjú sem Heilsuhvoll var á Flókagötunni kom í ljós að mikill áhugi var fyrir svona heilsumiðstöð, bæði hjá þeim sem vildu nýta sér slíka þjónustu og hinum ýmsu meðferðaraðilum sem óskuðu eftir samstarfi.

Blasti því við að húsnæðið væri orðið of lítið. Því var tekið á leigu stærra húsnæði í Borgartúni 33 og rekstrinum breytt.

1. nóvember  árið 2011 flutti Heilsuhvoll á aðra hæð í Glæsibæ fyrir ofan verslunarmiðstöðina og líkar vel.

Þeir sem standa að Heilsuhvoli í dag eru;
Hallfríður María Pálsdóttir, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili, hómópati, og svæða- og viðbragðsfræðingur.
Guðbjörg Hafsteinsdóttir, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili, svæða- og viðbragðsfræðingur, og sjúkraliði.
Dagmar Eiríksdóttir nálastungufræðingur.
Haraldur Magnússon osteópati.
Elísabet Richter Arnardóttir sjúkranuddari.
Margrét Jónsdóttir, heilsunuddari og ilmkjarnaolíufræðingur.
Aðalheiður Leifsdóttir, Heilsunuddmeistari
Jóhanna Jóhannsdóttir heilsunuddari.
Hjördís Þóra Jónsdóttir Sjúkranuddari.

Einnig starfa á Heilsuhvoli:
Jóhanna Viggósdóttir, sjúkranuddari
Jóhanna Briem sjúkranuddari
Frá upphafi hafa þær kröfur verið gerðar á Heilsuhvoli að þar starfi aðeins fólk með fullgilda menntun í sínu fagi sem reki ábyrga og metnaðarfulla starfsemi.


Stjórn Heilsuhvols apríl 2010 – 2011
Guðbjörg Hafsteinsdóttir, formaður
Guðný Helga Kristjánsdóttir, gjaldkeri
Ingibjörg Karlsdóttir, ritari

Stjórn Heilsuhvols mars 2009 – 2010
Haraldur Magnússon, formaður
Helga Dröfn Jónsdóttir, gjaldkeri
Anna Birna Ragnarsdóttir, ritari

Stjórn Heilsuhvols mars 2008 – 2009
Dagmar Eiríksdóttir, formaður
Helga Dröfn Jónsdóttir, gjaldkeri
Haraldur Magnússon

Stjórn Heilsuhvols mars 2007 – 2008
Harpa Guðmundsdóttir, formaður
Aðalheiður Hjelm, gjaldkeri
Dagný Elsa Einarsdóttir, ritari
Elísabet Richter Arnardóttir

Stjórn Heilsuhvols mars 2006 – 2007
Hallfríður María Pálsdóttir, formaður
Sigrún Sól Sólmundsdóttir, gjaldkeri
Anna Birna Ragnarsdóttir, ritari

Stjórn Heilsuhvols mars 2005-2006
Guðbjörg Hafsteinsdóttir
Eygló Benedíktsdóttir
Margrét Jónsdóttir

Stjórn Heilsuhvols mars 2004-2005
Haraldur Magnússon
Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir
Dagmar J. Eiríksdóttir