Framh.Osteóp.

Osteópatía

eftir Harald Magnússon
Osteópatía er líkamsmeðhöndlunarkerfi sem upprunnið er í Bandaríkjunum árið 1874 og er 4-5 ára háskólanám sem gefur B.Sc. (honors) gráðu. Osteópatía telst til samlækninga (complementary medicine) sem notast við það besta úr hefðbundnum og óhefðbundnum lækningum.

Osteópatar greina og meðhöndla ýmis líkamleg vandamál í gegnum vöðva- og liðkerfi líkamans með því að vega og meta hreyfanleika og virkni liðamóta og vöðva. Osteópatar telja að heilsa liðamóta og vöðva sé mikilvægur þáttur í alhliða heilsu einstaklingsins. Það er skilningur osteópata að með því að beita viðeigandi og vandlega framkvæmdri líkamsmeðhöndlun á utanverðan líkamann náist fram breyting til batnaðar að innan. Til að gera sér grein fyrir starfi osteópata er hægt að segja að hann starfi líkt og sjúkranuddari, hnykkjari og greiningarþátturinn úr bæklunarlækningum ásamt fleiru sett undir sama hatt.

Hvað fer fram í tímanum Í fyrsta tíma, sem er rúmlega klukkutími, er farið ítarlega í sögu og þróun á vandamáli viðkomandi. Því næst er farið yfir sjúkrasögu, veikindi og meiðsl og athugað hvort tengsl séu þar á milli eða hvort tilvísun til læknis sé ráðlögð. Síðan eru framkvæmd bæklunar- og hreyfifræðileg próf ef þörf er á. Þessi ítarlegi starfsmáti er viðhafður til að komast sem næst orsök vandamálsins og að sníða meðhöndlunina persónulega að einstaklingnum ef vandamálið er viðeigandi til meðhöndlunar hjá osteópata. Framhaldstímar eru 40 mínútur og fara í meðhöndlun og að meta framvindu.

Hvernig meðhöndlar osteópati Osteópati meðhöndlar svo til einungis með því að beita höndum á liðamót og mjúkvefi viðskiptavinarins með það í huga að endurheimta fyrra heilbrigði, blóðflæði eða óhindruð taugaboð. Til þess eru notaðar margs konar aðferðir svo sem nudd, liðteygjur, vefja- og vöðvameðferð og hnykkingar auk fjölda annarra.
Það eru einmitt þessar fjölbreyttu aðferðir við greiningu og meðhöndlun sem gera það vert að reyna osteópatíu þótt sjúkraþjálfun eða aðrar aðferðir hafi ekki ráðið bót á vandamálinu.

Einnig gefur osteópati ráð um æfingar og breytingar á starfsháttum ef við á til að flýta fyrir árangri. Taka skal fram að ekki er skilyrði að röntgenmyndataka áður en hnykkir eru framkvæmdir samkvæmt fyrirmælum osteópata- og hnykkjarasamtaka í heiminum, en þau hafa ráðlagt gegn tilefnislausum röntgenmyndatökum og að byggja meðferð sína á þeim.

http://www.ccachiro.org/client/CCA/CCAWeb.nsf/web/4Chapter?OpenDocument

Hverjum hentar osteópatía Osteópatía getur hjálpað við flest þau vandamál sem stafa frá lið- og vöðvakerfi líkamans. Nokkur dæmi um það eru: Bakverkir, með eða án leiðandi verkja.
Hálsverkir?Verkur eða stífleiki í liðamótum (t.d. öxlum, mjöðmum, olnbogum og hnjám) Gigtarverkir og vefjagigt Íþróttameiðsl Leiðandi verkir út í hendur eða fætur.
Höfuðverkir, svimi og suð í eyrum, og fleira ef upptök eru frá stoðkerfi Bráða sem króníska verki Osteópatía er fyrir unga sem aldna, íþrótta- og skrifstofufólk.

Afhverju ætti ég að velja osteópata Vegna þess að osteópati leggur traustan grunn að árangri með ítarlegri greiningu á fyrirliggjandi vandamáli. Greiningunni er fylgt eftir með heildrænni meðferð þar sem notast er við fjölbreyttar aðferðir til að ná hámarks árangri.

Með þessu móti næst oft árangur þótt aðrar meðhöndlanir eins og t.d. sjúkraþjálfun og nudd hafi ekki virkað sem skyldi. Osteópatar eru sérmenntaðir í að leysa stoðkerfa-vandamál. Upplýsingar og tímapantanir.
Tímapantanir og nánari upplýsingar um osteópatíu fást í síma 841-7000.
Afpantanir skulu tilkynntar með minnst sólarhrings fyrirvara