Líf, Líkami, Líðan.
Haldin var stórsýning um heilsu og vellíðan í Egilshöll 7.-10. september 2006. Sýningin var vel sótt og er áætlað að um 25.000 manns hafi verið á sýningunni til að afla sér upplýsinga um heilsutengd málefni. Heilsuhvoll var að sjálfsögðu með bás og var þar oft margt um manninn.
Nokkrar myndir frá sýningunni.
Anna Birna hómópati, Drífa heilsunuddari og Halla Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili m.m. uppgefnar eftir langan dag.
Dagmar, nálastungufræðingur að taka púlsinn á skjólstæðingi.
Haraldur, osteópati, og Dagmar, nálastungufræðingur
Eygló, svæðanuddari, að sýna hvernig eyrnakerti virka.
Haraldur, osteópati, að segja frá Heilsuhvoli.
Harpa alexandertæknikennari að sýna rétta líkamsstöðu
Sigrún Sól og Eygló svæðanuddarar að ganga frá bekknum.