Svæðameðferð

Svæða- og viðbragðsfræði

Svæða- og viðbragðsfræði er meðferðarform þar sem sérstakri nuddtækni er beitt á fætur til að hafa áhrif á tiltekna líkamsstarfsemi.
Í svæðameðferð er líkamanum skipt kerfisbundið í ákveðin svæði sem síðan eru kortlögð á fótum sem áhrifasvæði. Með því að þrýstinudda þessi áhrifasvæði næst fram örvun eða slökun á tilteknum stöðum í líkamanum.

Svæða- og viðbragsmeðferð er list snertingar, skynjunar og næmni. Hún er virk aðferð til heilsubótar, til sjálfshjálpar og til að hjálpa öðrum til bættrar heilsu. Rætur hennar má rekja árþúsundir aftur í tímann.

Svæðameðferð byggir á þeirri kenningu að sérhvert líffæri og líkamssvæði eigi sér samsvörun í áhrifasvæði á fótum. Sama gildir um hendur, allur líkaminn á sér áhrifasvæði á höndum.

Svæðameðferð er afar árangursrík við að ná fram slökun og vellíðan, auka orkuflæði líkamans og styrkja hann þar með til sjálfshjálpar. Viðbragðsmeðferð nýtist sem þrýstimeðferð á taugaviðbragssvæði og á punkta á orkubrautum líkamans þar sem þær liggja um hendur og fætur.

Hún byggir á því að líkami okkar hafi orkukerfi þar sem lífsorka flæðir eftir ákveðnum orkubrautum og að hægt sé að hafa áhrif á þetta orkukerfi t.d. með þrýstimeðferð á punktum sem liggja á orkubrautunum.