Elsa Lára Arnardóttir

Elsa stor

Elsa Lára Arnardóttir

Sjúkranuddari

Elsa Lára nam sjúkranudd í Kanada og útskrifaðist júní 2000. Meðan á námi stóð sérmenntaði Elsa Lára sig í meðgöngu-, fæðinga– og ungbarnanuddi. Hún var viðstödd fæðingu erlendis þar sem hún bauð upp á nudd. Önnur námskeið sem Elsa Lára hefur numið: bandvefsnudd, liðlosun (joint play), íþróttanudd, vatnsmeðferðir, spafræði, Aquatic Massage Therapy/sjúkranudd í vatni, svæðanudd. Sótti Doulu nám á Íslandi haustið 2011 undir leiðsögn Penny Simkin. Í því námi var hún viðstödd þrjár fæðingar (eina á Akranesi og tvær heimafæðingar)
Heitir og kaldir steinar hafa unnið hug og hjarta Elsu Láru og nam hún þá tækni sumarið 2009 og hefur notað steinana síðan í meðferðum sínum með góðum árangri. Er í boði á stofunni í Vogum þriðjudaga og fimmtudaga.

Elsa Lára er félagi í Sjúkranuddarafélagi Íslands og hefur verið í stjórn síðan 2002, var formaður í 10 ár eða til ársins 2016.
Starfaði í Bláa lóninu í 15 ár, hætti haustið 2017

Viðvera á Heilsuhvoli er á mánudögum og föstudögum.
Tímapantanir í síma: 822-3572
Netfang: elsa@sjukranudd.is
Forföll skulu tilkynnt með minnst sólarhrings fyrirvara.

Verðskrá
Sjúkranudd-partanudd 40 mín: kr 8.500
Sjúkranudd-heilnudd 60 mín:kr 12.000