Taugasvæðameðferð – að stytta sér leið

Taugasvæðameðferð – að stytta sér leið

Belgíski sjúkraþjálfarinn og svæðanuddarinn Nico Pauly hefur kynnt nýja tækni til að nota í svæðameðferð sem, með meðhöndlun á taugakerfinu á fætinum, sendir bein og greinanleg merki til allra líkamshluta. Þetta er spennandi viðbót við hina hefðbundnu svæðameðferð því með henni er hægt að stytta sér leið í meðhöndluninni.  Margt bendir til þess að taugasvæðameðferð eigi eftir að ná útbreiðslu á meðal svæðameðferðaraðila.

Það er allt öðruvísi að vinna með taugasvæðameðferð. Hún er frábrugðin hefðbundinni svæðameðferð að því leyti að punktarnir eru mjög nákvæmlega staðsettir. Þetta er stutt meðhöndlun sem er framkvæmd með stöðugum þrýstingi á punktana. Hún ræðst af mikilli samvinnu við viðskiptavininn, á meðan meðhöndlun stendur, og er einnig frábrugðin að því leyti að hún hefur bein áhrif  á líkamann. Taugaviðbragðspunktarnir eru allir staðsettir á beinagrind fóta. Þeir eru meðhöndlaðir með sérstökum stöðugum þrýstingi sem á fáum sekúndum getur komið trufluðum taugaviðbrögðum aftur í jafnvægi.

Í þessari grein skoðum við nánar taugaviðbragðspunkta mænutauganna. Taugasvæðameðferðarfræðin spannar mikinn fjölda punkta, sem svara til allra stærstu tauga og taugaflækja í líkamanum, en mænutaugapunktarnir eru undirstaðan og útgangspunktar allra meðhöndlana.

Staðsetning viðbragðspunkta mænutauganna
Í hefðbundinni svæðameðferð er hryggsúlusvæðið, eins og kunnugt er, innanfótar á jaðri fótanna medialt. Hægt er að deila svæðinu upp í mun nákvæmari hluta svo mismunandi hlutar samsvari hver sínu beini.

• Hálsliðirnir svara til grunnhluta stórutáar.
• Brjóstliðirnir eru á miðristarbeinum.
• Lendarliðirnir liggja á fyrsta kílbeini og bátsbeini.
• Spjaldhlutinn svarar til völu og hælbeins.

Til að vera enn nákvæmari er hægt að skipta hverju þessara svæða enn frekar upp, sem samsvara fjölda hryggjarliða á hverju svæði: 8 hálssvæði, 12 brjóstliðasvæði, 5 lendarsvæði og 5 spjaldsvæði mænutauga. Þessi nákvæma kortlagning sést á mynd 1.

page62_1
Mynd 1: Viðbragðspunktar mænutauganna.

Þrýsta tvisvar á sama punkt

page62_2

Þessir taugaviðbragðspunktar samsvara upptökum mænutauganna. Rétt eftir að þær koma út úr mænunni skiptast þær í kviðgreinar og bakgreinar (ramus ventralis og ramus dorsalis).
Fremri greinin myndar taugarnar í fremri hluta líkamans og myndar taugaflækjurnar sem síðan greinast í stóru útaugarnar í handleggjum og fótleggjum.
Aftari greinin er minni og ítaugar aftari hluta líkamans.
Við meðhöndlun punktanna skilur maður á milli kviðgreina og bakgreina mænutauganna með því að þrýsta í tvær mismunandi áttir á sama punktinn:

1.    Þrýstingur vinkilrétt á beinið (medialt til lateralt) hefur áhrif á aftari greinina.
2.    Breyti maður vinklinum um 45 gráður á ská neðanfrá og upp (medialt til lateralt og plantart til dorsalt), nást áhrif á fremri greinina (sjá teikninguna á mynd 2).

Þrátt fyrir þennan örlitla mun er ótrúlegt hversu fljótt hægt er að finna hversu mismunandi áhrifin eru á sama punktinn allt eftir því í hvaða átt er þrýst.
Mynd  2: Teikningin sýnir í hvernig skal
þrýsta á þversniði beinsins.

Handarstaða
Til að fá sem besta snertingu við punktinn, og til að hlífa höndunum eins og hægt er, er notað grip þar sem að þumalfingurinn er beygður í 90 gráður og þrýst með hlið fingursins (sjá mynd 3). Það er þrýst fast og ákveðið á punktinn, án þess að nudda eða núa. Styrkur þrýstingsins skal vera nógu mikill til að maður finni bein nuddarans á bein sjúklingsins (sjá mynd 4).

page62_3                      page62_4
Mynd 3.                                                                                    Mynd 4.

Þrýstið samfellt í 15 sekúndur
Eitt af því góða við taugasvæðameðferð er að sjúklingurinn tekur virkan þátt í meðferðinni. Til að ákveða hversu lengi á að þrýsta á einstakan punkt er tekið mið af  sársaukaupplifun sjúklingsins.  Það skiptir engu máli hvort punkturinn er mjög aumur eða örlítið. Eins og tegund sársaukans er það aukaatriði. Það sem skiptir máli er hversu lengi sársaukinn varir.
Þegar byrjað er að þrýsta er spurt hvort að sjúklingurinn finni til. Það er hentugt að biðja sjúklinginn að lyfta upp hönd er hann finnur til og halda henni uppi uns sársaukinn dvínar.

Vari sársaukinn lengur en í 6-8 sekúndur er það merki um álag.
Hafi sársaukinn ekki linast eftir 15 sekúndur er þrýstingnum aflétt og haldið áfram á næsta punkti.  Á þennan hátt er unnið áfram með alla mikilvæga punkta í stöðugum samskiptum við sjúklinginn, sem ósjálfrátt einbeitir sér 100% að meðhöndlunni.  Þannig er taugasvæðameðferð fræðilega séð, tiltölulega fljótleg aðferð, því einungis er þrýst í mesta lagi í 15 sekúndur í einu. Í raun eru það þó langt frá því að allir punktar séu undir álagi. Með nokkurri æfingu er hægt að finna út mikilvægustu svæðin og láta sér nægja að meðhöndla þau.

Taugasvæðameðferð gegn hnakka- og bakverkjum
Það er svo heillandi að vinna með taugasvæðameðferðina því með henni fást bein viðbrögð. Á móti krefst hún þess að unnið sé af nákvæmni. Það krefst yfirsýnar að ákveða hvaða punkta, stundum örfáa, skal unnið með í hverju einstöku tilfelli.
Til að öðlast þessa yfirsýn er nauðsynlegt að hafa næman skilning á því á hvaða vöðva og líffæri einstakir taugaviðbragðspunktar hafa áhrif. Auðvitað er hægt að prófa aðferðina aðeins út frá mænutaugapunktunum.
Það er upplagt að byrja á því að meðhöndla hnakka- og bakverki. Þegar um hnakkaverki er að ræða eru allar hálstaugarnar meðhöndlaðar og efstu brjóstbakstaugarnar.

Eins þegar um lendarverki er að ræða þá er hægt að prófa sig áfram með því að meðhöndla neðstu brjóstbakstaugarnar, allar lendartaugarnar og efstu spjaldtaugarnar.

Ef þessir punktar eru notaðir sem aðdragandi hinnar raunverulegu meðferðar mun sársaukinn oft linast ósjálfrátt og hreyfigeta aukast. Auðveldara verður að framkvæma hina hefðbundnu svæðameðferð sem þess vegna er hægt að stytta.

Með þessari samsetningu venjulegrar svæðameðferðar og taugasvæðameðferðar eru þeir vöðvar sem eru undir álagi meðhöndlaðir frá tveimur vígstöðvum:
Fyrst eru yfirörvaðar taugarnar róaðar niður með því að nota taugaviðbragðssvæði svo er vöðvinn „hreinsaður út“ og næringarástand hans bætt með hefðbundinni svæðameðferð.